19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 6

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 6
Tíkur teknar tali -tikin.is, nýtt pólitískt vefrit hefur göngu sína Eftir: Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur Hinn 22. maí síðastliðinn hóf göngu sína nýr vefur sem ber hið óvenjulega nafn tikin.is. Vefritið er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að það eru einvörðungu konur sem að því standa. Á tíkina skrifa konur sem deila þeirri skoðun að einstaklingsfrelsi og jafnrétti séu grundvöllur heilbrigðs samfélags og að allir skuli hafa jöfn tækifæri til að raungera möguleika sína. Vefurinn ætti að vekja eftirtekt þeirra sem áhuga hafa á stjórnmálaumræðu og jafnréttismálum. Á tíkinni er að finna fréttir, greinar, stutta mola og þar eru að auki spjallrásir þar sem lesendum gefst tækifæri til að koma sínum sjónarmið- um að. Blaðamaður 19. júní hitti tvær þeirra kvenna sem að tíkinni standa og átti við þær stutt spjall. Konurnar eru þær Guðríður Sigurðardóttir, ráðningar- og starfsþróunarstjóri hjá ANZA, og Inga Lind Karlsdóttir, íslenskunemi við Há- skóla íslands. Tíkin er óneitanlega óhefðbundið nafn á vefriti. Hvers vegna þetta nafn? Inga Lind: „Af því að hún er svo skemmtileg tík þessi pólitík. Reyndar veltum við nafninu mjög lengi fyrir okkur og vorum alls ekki vissar um að það væri heppilegt. Höfðum helst á- hyggjur af því að við yrðum ekki teknar alvarlega sem ein- hverjar „tíkur“ og enginn myndi heimsækja vefinn okkar. Þessar vangaveltur eru allar á bak og burt núna og við sjáum að nafnið bæði vekur athygli og býður upp á ýmsa möguleika í orðaleikjum á síðunni. Og í framtíðinni munu synir okkar geta, með stolti, sagst vera tíkarsynir..." Guðríður: „Nafnið er að okkar mati sniðugt, mátulega ögrandi og vekur eftirtekt. Tíkin hefur þar að auki augljósa vísun í pólitík." Pólitík, þjóðmál og menning Allir pennar tíkurinnar eru konur, er þetta þá einvörðungu jafnréttisvefrit? Inga Lind: „Að miklu leyti snýst það um jafnrétti, já, en þó ekki einvörðungu. Þar er mikið fjallað um pólitík og einnig menningu og almenn þjóðmál." Guðríður: „Hugmyndin að baki tíkinni var að koma fram með miðil þar sem ungar hægrikonur geta kynnt skoðaðnir sínar og tjáð sig um þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni, jafnt varðandi efnahagsmál, utanríkismál, heilbrigðis- og menntamál, sveitastjórnarmál og jafnréttisbaráttuna og svo framvegis." En er tikin.is sérstaklega ætluð kven- kyns lesendum? Inga Lind: „Alls ekki. Þótt konur standi að baki henni þá er fróðlegt fyrir fleiri en bara konur að lesa hvað þar stend- ur. Sjónarmið ungra kvenna á hægri væng stjórnmálanna hafa ekki farið ýkja hátt í þjóðfélagsumræðunni, hverju svo sem það sætir. En hér er kominn vettvangur fyrir ungar hægri- konur sem geta nú kynnt skoðanir sín- ar og tjáð sig um þau málefni sem eru efst á baugi.“ Guðríður: „Markhópurinn er allt ungt fólk sem áhuga hefur á pólitík og þjóð- félagslegri umræðu en sérstaklega vilj- um við vekja athygli á ungum konum í þessu samhengi. Vonandi mun vefur- inn höfða til sem flestra." Hvernig hefur undirbúningsvinnan gengið? Inga Lind: „Mjög vel og hún hefur verið virkilega skemmtileg, eiginlega eins og vel heppnuð meðganga barns - nema fæðingin var ekki eins erfið. Konurnar sem standa að tikin.is eru samhentar og gríðarlega áhugasamar um það sem þær eru að gera.“ Guðríður: „Já, undirbúningurinn hefur gengið glimrandi vel þó það sé alltaf visst átak að koma svona vinnu af stað. Við erum samstilltur hópur og höfum skipt með okkur verkum og þannig hefur þetta unnist mjög vel.“ Hverjar eru þessar ungu hægrikonur sem standa að vefnum? Er vefurinn tengdur einhverjum stjórnmálaflokki? 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.