19. júní


19. júní - 19.06.2002, Page 15

19. júní - 19.06.2002, Page 15
Flutt við opnun afmælissýningar Bandalags kvenna í Reykjavík í Ráðhúsi Reykjavíkur 1. júní 2002. skorar á, segir til, safnar klappar gömul fjöll svo þau Ijúkast upp þér dettur alltaf heilt í hug og mig langar til að sníða þér skósítt pils sauma í það alla söguna alla fallegu dagana og gleymdu nöfnin vangasvip hverrar konu ekki fyrir þig, því ég veit þú manst allt nei, mest fyrir okkur hin sem sveiflumst í nafnlausum köðlum og sýnist allt ganga sjálfkrafa upp við höldum okkur fast við getum líka orðið sterk og hjálpað ef þú þarft á að halda þú ert fjallkonan þú ert freyjan sem brýtur mér leið um borgir smáa, stóra og nýtekna hringi handa mér ef ég þarf á að halda það klingir ekki hátt í hælunum og oft ferðu um í rökkri en að morgni hafa stígar verið lagðir og ef einhver spyr segjast fáeinir kettir hafa séð þig fara hjá aðrir ekki ég dreg að mér ilm af liljum þar sem þú hefur farið um stéttir með fléttur þú ert sumargjöfin mín og hvötin en stundum finnst mér samt þú tala of lengi bylta of mörgum bollum og skeiðum það er þegar ég man ekki í svipinn að í hlátri og dúkuðum borðum býr galdur um það vitna allar þínar bækur gleymdu að ég hafi nokkurn tíma efast mundu að ég var að vakna af draumi þar sem kona í skósíðu pilsi var komin undir nírætt að morgni og greinar svignuðu af krönsum og orðum sem við nánari skoðun voru ávextir til gjafa en konan þáði ekkert sjálf ég er fugl á grein ég er tár og mjöll vertu hjá mér enn ég verð hjá þér. Sigurbjörg Þrastardóttir 15

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.