19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 19

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 19
wm Rúna Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Stígamóta, segir nauðsynlegt að hætta að tala um vændiskonurnar og fara að beina sjónum okkar að þeim sem bera ábyrgð á vændinu, þeim sem bera kynlífsiðnaðinn uppi. Bryndís bætir því jafnframt við að sú kynferðislega misnotkun sem margir einstaklingar sem leiðast út í vændi eigi sameiginlega, virðist hafa í för með sér líkamlegar og andlegar afleiðingar sem geta leitt til þess að ungu fólki sem hefur orðið fyrir slíku finn- ist sá „þröskuldur", sem stíga þarf yfir til að stunda vændi lægri en þeim sem ekki hafi orðið fyrir mis- notkun. „Þannig leiðir kynferðisleg misnotkun oft til lágs sjálfsmats og óbeitar og fyrirlitningar á eig- in líkama. Sumum þessara einstaklinga reynast því kynmök við ókunnuga ekki eins „heilög" og ungu fólki sem aldrei hefur upplifað ofbeldi og misnotkun samfara kynlífsreynslu sinni. Einn við- mælandi minn sagði til dæmis að hún hafi hugsað sem svo þegar hún ætlaði að selja sig í fyrsta sinn að nú fengi hún þó alltént borgað fyrir það sem áður var hrifsað af henni.“ Gafst upp fyrir minningunum Rúna heldur áfram og segir að sú kona sem hafi kennt starfskonum Stígamóta mest sé kona sem við köllum Kristínu hér. „Þessa konu dreymdi um að geta lifað eðlilegu og hamingjusömu lífi án minninganna um niðurlæginguna og auðmýking- una sem fylgdu þeirri misnotkun sem hún hafði orðið fyrir í æsku og síðar þegar hún leiddist út í vændi til að fjármagna fíkniefnaneyslu. Henni tókst það sem fæstum tekst, það er að komast út úr neyslunni, en þurfti þá að kljást við að lifa áfram með sögu sína og reynslu. Hún kom fram í fjölmiðl- um hvað eftir annað auk þess sem hún vann hér hjá okkur því hana dreymdi um að leggja sitt af mörkum til að aðstoða aðrar konur sem væru í svipaðri stöðu og hún. Hana dreymdi um geta stofnað sjálfshjálparhóp. Þessi stúlka gafst upp þrátt fyrir viljann , eljuna og dugnaðinn og svipti sig lífi. Það var mjög mikið áfall fyrir okkur hér á Stíga- mótum því okkur fannst sem okkur hefði mistekist. Þessi stúlka hafði kennt okkur svo margt sem við gátum svo notað í samskiptum við aðrar konur. Svo áttuðum við okkur á því að þessi kona var enn að kenna okkur. Með dauða sínum var hún nefni- lega að segja okkur það að afleiðingar vændis geti verið svo alvarlegar að þær séu óbærilegar." □ 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.