19. júní - 19.06.2002, Page 31
Barbara Stanwyck sem er þekktust fyrir hlutverk
sitt í myndinni Double Indemnity (Billy Wilder,
1944), sem fjallar um konu sem fær tryggingar-
sölumann til að drepa eiginmann sinn. Stanwyck
lék reyndar oftast femme fatale allra leikkvenna
og hún hlaut því hið skemmtilega viðurnefni
„Barbara the Butcher", eða slátrarinn Barbara,
því áhorfendur vissu að um leið og hún birtist á
skjánum væri ekki langt í að blóðið færi að flæða.
Framakonur geðsjúkar ófreskjur
Staða kvenna í samtímanum er hluti af þeirri þró-
un sem hófst á eftirstríðsárunum því nú er öldin
önnur, flestar konur eru útivinnandi og margar
þeirra kjósa að eignast ekki fjölskyldu heldur ein-
beita sér frekar að starfsferli sínum. Hollywood
kvikmyndir hafa hins vegar ekki fylgt þessari þró-
un eftir, því bandarískar kvikmyndir þar sem
sjálfstæðar konur eru sáttar við hlutskipti sitt eru
sjaldgæfar. Enn gerir draumaverksmiðjan í
Hollywood kröfu um að konur láti sig dreyma um
karlmenn sem bjargi þeim frá því að pipra og
stofni með þeim fjölskyldu. Samkvæmt þessum
stöðluðu hugmyndum þá er hamingjan ekki fólg-
in í sjálfstæði kvenna heldur þeirri vernd sem
karlinn getur veitt þeim í skjóli fjölskylduumhverf-
is.
Sá draumaheimur sem Hollywood framreiðir á
svo sykursætan hátt er ekki draumur kvenna um
allan heim. Þvert á móti eru hún vitnisburður um
karlrembulegan hugsunarhátt. Þetta misræmi
milli birtingarmyndar kvenna í kvikmyndum sam-
tímans og þeirrar þróunnar sem hefur orðið á lífs-
viðhorfi kvenna almennt, sýnir svo ekki verður um
villst að kvikmyndaiðnaðurinn er karlaheimur.
Þær kvenpersónur sem eru nú ráðandi í kvik-
myndum eru ekki alvöru konur ef mið er tekið af
bandarísku þjóðfélagi í heild, hvað þá heiminum.
Tálkvendið sem á rætur að rekja til eftirstríðsár-
anna er aftur á móti frekar hin dæmigerða 21. ald-
ar kona, sem vill fá að velja sér sinn lífsmáta án
þess að viðhorf karlmanna móti hann.
Þrátt fyrir það að samfélagið reyni að sætta sig
við hina nýju stöðu kvenna þá eimir enn eftir af
þeim ótta sem birtist fyrst í film noir myndum á
fimmta áratugnum. Enn sýna kvikmyndir okkur
karla sem eru ekki á varðbergi gagnvart hættuleg-
um konum, þeir hafa ekki lært af sögunni og sjá því
ekki að þær skyggja á draum þeirra um hina full-
komnu fjölskyldu. Frægasta dæmið um þetta við-
horf er vafalaust kvikmyndin Fatal Attraction (Adri-
an Lyne, 1987), þar sem Michael Douglas leikur
manngrey sem lætur tálkvendið Glenn Close nærri
skemma hið fullkomna fjölskyldulíf hans. í mynd-
inni er Close hin fullkomna framakona sem veit
hvað hún vill, kann að vefja karlmönnum um fingur
sér og sættir sig ekki við höfnun. Eftir stutt ástar-
ævintýri, sem skilur hana eftir ófríska og ástfangna
upp fyrir haus, vill Douglas hins vegar ekkert með
hana hafa. Við það sturlast konan, sem sést m.a.
af því að hún sýður gæludýr fjölskyldunnar, litla
kanínu, í potti. Hin fluggáfaða, fagra starfsframa-
kona reynist því ekki aðeins vera geðveik heldur
segir hún dýraverndunarsamtökum stríð á hend-
ur!!!
Tálkvendum fækkandi fer
Undanfarin ár hefur ekki borið eins mikið á fram-
leiðslu mynda þar sem tálkvendi eru fyrirferða-
mikil. Það má velta því fyrir sér hvort slík þróun
sé jákvæð eða neikvæð. Kannski mógúlarnir í
Hollywood séu einfaldlega hættir að kynda undir
ótta karlmanna við hina sjálfstæðu starfsframa-
konu? Eða ætli um sé að ræða hina endanlegu
þöggun kvenna, því ef ungar konur fá ekki að sjá
annað í kvikmyndum en fjölskyldukonur og kon-
ur sem hafa alla burði til að verða sjálfstæðar en
vilja samt láta bjarga sér þá verður framtíðarsýn
þeirra ekki björt yfirlits. Er það ekki frekar já-
kvætt fyrir okkur sem höfum gaman af kvikmynd-
um og erum útivinnandi konur að hafa sjálfstæð-
ar framakonur á hvíta tjaldinu sem fyrirmyndir,
jafnvel þótt þær séu pínkulítið klikkaðar út í aðra
röndina? Eða hvor ætli sé betri fyrirmynd, tál-
kvendið í Fatal Attraction eða gleðikonan með
gullhjartað í Pretty Woman (Garry Marshall,
1990)? □
Dan Gallagher (Douglas) róar Alex Forest (Glen
Close) sem er trufluð og í sjálfmorðs-
hugleiðingum. Fatal Atraction (Adrian Lyne,
1987)