19. júní - 19.06.2002, Page 35
Hvað verður þá um börnin? Það er alveg Ijóst
að þegar tveir fara saman með forsjá, hvort sem
það er fólk í sambandi eða fólk sem er skilið að
skiptum en fer sameiginlega með forsjá, þá
verður barnið hjá hinum forsjáraðilanum meðan
hitt situr í fangelsi. Málið verður hins vegar
flóknara þegar einstætt foreldri þarf að sitja inni.
Barnaverndaryfivöld skipta sér ekki sjálfkrafa
af börnum einstæðra foreldra sem hefja afplán-
un. Reyndin er hins vegar sú að í langflestum
tilfellum fer kerfið samt sem áður í gang. Hér á
landi gildir ákveðin tilkynningarskylda. Öllum
ber skylda að tilkynna það til barnaverndaryfir-
valda ef grunur leikur á að barn sé vanrækt á
einhvern hátt. Þessi skylda hvílir sérstaklega
á stéttum eins og lögreglu, leikskólakenn-
urum, kennurum og læknum.
Einnig ber að athuga að foreldrum ber
skylda að tilkynna barnaverndaryfir-
völdum ef einhverjum öðrum er falin
umsjón barna lengur en sex mánuði í
senn. Það á líka við um ef barn fer til
afa og ömmu eða annarra ætt-
ingja. Spurning er hvort for-
eldri sinni þessari tilkynn-
ingarskyldu, enda verð-
ur að telja að þetta sé
ekki almennt vitað.
Það er því Ijóst að
barnaverndaryfirvöld
koma að málum en
eftir mismunandi
leiðum. Oft er það
þannig að foreldr-
ið sjálft hefur
samband við
barnaverndar-
nefnd til þess að
fá aðstoð við að
koma barni sínu
fyrir meðan það
afþlánar refsi- _ __
vist. í barnaverndar-
lögum eru m.a. ákvæði um samvinnu fangelsis-
málayfirvalda og lögreglu við barnaverndar-
nefndir. Það að fangelsismálayfirvöld eru
nefnd, bendir til þess að löggjafinn hafi gert ráð
fyrir því að fangelsismálastofnun tilkynni barna-
verndarnefndum þegar til stendur að einstætt
foreldri hefji afplánun og er það þannig í raun,
þ.e. þegar málið er ekki þegar komið í hendur
barnaverndaryfirvalda. Oft er um annan vanda
að ræða samhliða afbrotinu, t.d. áfengis- eða
fíkniefnaneyslu og afskipti hafin af fjölskyldunni
þess vegna. Eins gæti verið að lögregla verði
þess áskynja við rannsókn á broti að um ein-
stætt foreldri er að ræða sem þarf á aðstoð að
halda við umönnun á barni.
En það sem má segja að sé útgangspunktur-
inn í þeirri stöðu sem við erum að tala um, þ.e.
að einstætt foreldri þurfi að afplána refsivist, er
að foreldrið getur sjálft séð um það hver sjái um
barnið á meðan. Barnaverndaryfirvöld fylgjast
hins vegar með og samþykkja slíkan ráðahag sé
alveg Ijóst að slík ráðstöfun sé trygg. Móðir eða
faðir geta þannig falið t.d. afa eða
ömmu umsjá barnins, eða fengið
einhvern sem barnið þekkir vel
til að sjá um það. Barna-
verndaryfirvöld þurfa hins
vegar að samþykkja slíka
ráðstöfun.
Sé þörf á frekari afskiptum,
þá annars vegar vegna þess að
foreldrið finnur engan sem það
treystir til að sjá um barnið eða
þá að barnaverndaryfirvöld telja
ráðstöfunina sem það velur ekki
trygga eða í þágu hagsmuna
barnsins, þá kemur til þeirra
aðgerða að setja barn í fóst-
ur. Fóstur getur verið
tímabundið eða varan-
legt. Tímabundnar ráð-
stafanir eru sjaldnast
gerðar fyrir lengri tíma
en eitt ár. Þurfi barn að
vera lengur er um var-
anlega ráðstöfun að
ræða. í tengls-
um við þetta má
nefna að fang-
elsisdómar eru yfirleitt
styttri en eitt ár. Á árunum 1989-1999 er hlut-
fall lengri dóma á bilinu 9% til 17,9% og er þá
átt við alla dóma burtséð frá kyni. Enn ein teg-
und ráðstafana er svo að setja barn til svokall-
aðra vistforeldra en þau taka börn í skemmri
tíma en 6 mánuði, t.d. eitt sumar.
Þess má geta að ef foreldri ákveður að sjá
sjálft um ráðstöfunina þá fær fósturforeldrið
engar greiðslur frá ríkinu eða neitt slfkt, en sjái
barnaverndaryfirvöld um ráðstöfunina þá fær
fósturforeldrið greiðslur fyrir umönnunina. Til
35