19. júní


19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.2002, Blaðsíða 38
Varið ykkur konur! Silíkonbrjóst í gær - silikona í dag! Eftir: Nínu Rúnu Kvaran blaðamann og háskólanema Konur góðar, þetta er von- laus barátta og þið ættuð bara að gefast upp núna strax því hvað er par af si- líkonbrjóstum í samanburði við heila konu úr silíkoni! Eins og flestir vita þá hefur konan í gegnum aldirnar verið kyngerð á marga vegu, en eins þversagnakennt og það virðist hljóma þá hefur á- herslan á konuna sem kynveru sjaldan verið eins mikil og nú á dögum framþróunar og kvenfrelsis. Vissulega hefur hlutverk konunnar í nútíma- samfélagi tekið stakkaskiptum miðað við það sem var en þrátt fyrir að nú séu gerðar kröfur til kvenna um að vera sjálfstæðar, vel menntaðar og framagjarnar þá hafa útlitskröfur ekkert minnkað og konur ganga sífellt lengra í því að ná útliti hinnar „fullkomnu" kynveru. Konur í kynlífsiðnað- inum hafa löngum uppfyllt þessar kröfur með sínar löngu gervineglur, aflitað hár, tálgaða líkama, hárlaus kynfæri og varir og brjóst uppblásin með silíkoni. En það eru ekki lengur bara klámleikkonur sem stæra sig af slíku útliti heldur er það að verða æ algengara að „venjulegar" konur leggist undir hnífinn í þeim tilgangi að „fullkomna" líkama sinn frekar og auka sjálfstraustið með til dæmis fitusogi eða silíkonpúðum í brjóstin. En konur góðar, þetta er vonlaus barátta og þið ættuð bara að gefast upp núna strax því hvað er par af silíkonbrjóstum í samanburði við heila konu úr silíkoni! Já, þetta er því miður bláköld staðreynd en þær eru komnar á markaðinn. Brúðu-beibin eða Real-Dolls eins og þær heita á frummálinu hafa brotið blað í sögu kynlífsiðnaðarins og steypt konum af holdi og blóði af stóli. Núna geta kynsveltir karlar einfaldlega keypt sér hina full- komnu konu, sérhannaða úr silíkoni og heimsending í gjafapakkningu er innifalin í verðinu! Brúðu-beibin Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nánar allt um brúðu-beibin geta farið á heimasíðuna sem selur brúðurnar www.realdoll.com. Þar er að finna allar upplýsingar um þetta tækniundur sem ollið hefur byltingu á stefnumóta- markaðinum. Núna er það algjör óþarfi að fara í gegnum hið þreytandi og erfiða ferli að finna sér konu, stefnumót og blómvendir heyra sögunni til og rómantík hefur tekið á sig nýjan blæ. Þú hefur bara samband við www.real- doll.com og finnur hinn fullkomna maka. Eða eins og þeir segja sjálfir: „Hafi þig einhvern tímann dreymt um að skapa hina fullkomnu konu fyrir sjálfan þig, þá ertu kominn á rétta staðinn." Notuð hefur verið nýjasta brellutækni frá Hollywood til þess að hanna gervikonur sem eru eins raunverulegar og hugsast getur. Þessi hönnun býður upp á heimsins fullkomnustu ástar- dúkku. Brúðu-beibin hafa „beinagrind" sem er nánast fullkomin eftirlíking af kvenbeinagrind og er því hægt að stilla þeim upp í allar stellingar sem mannslíkaminn ræður við. Þær eru gerðar úr gæðasilíkoni sem er lyktar- og bragðlaust, nema ef væri smávægilegur ávaxtakeimur. Silíkonið er afar sterkt og þolir meðal annars 400° hita og það má hita brúðuna upp undir rafmagnsteppi til þess að gefa líkamanum eðlilegan líkamshita svo að það sé nú notalegra fyrir karlana að kúra sig upp við „konuna" sína á köldum vetrarnóttum. Silíkonið hefur mjög eðlilega áferð og hristist og bylgjast á öllum ,,réttu“ stöðunum. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.