19. júní


19. júní - 19.06.2002, Page 43

19. júní - 19.06.2002, Page 43
Myndbygging ástarsögufor- siðunnar er ekki flókin en þar skiptir máli hver horfir á les- anda, hver snýr sér und- an, hver hall- ast að hverj- um, hver horfir á hvern og hver snert- ir hvern. ástir," segir Ramsdell. Bandaríski bókmennta- fræðingurinn Janice Radway segir að alvöru ástarsaga lýsi því ekki hvernig kona sé tilbeðin heldur hvernig konu sem er tilbeðin líður....(Ramsdell: 1999, 4) 3. Loks verður ástarsagan að enda vel. Elskend- urnir ná saman. Andstæðingar þeirra fá makleg málagjöld. Salka Valka endar ekki vel og það gerir gæfumuninn - sú bók er ekki ástarsaga að hætti Harlequin forlagsins. Auk þessara þriggja meginregla má nefna að ekki er til siðs í ástarsögum að karlhetja beiti kvenhetju ofbeldi og það er ekki vel séð að henni sé nauðg- að. Hún verður helst að vera heiðvirð persóna og breyta siðferðilega rétt því að ekki er hægt að ætl- ast til að við finnum til með persónu sem lýgur og svíkur. Skilgreining Kristin Ramsdell á því hvað sé „al- vöru“ ástarsaga er þá þessi: Það er saga sem seg- ir frá þróun og fullnægjandi niðurstöðu ástarsam- bands milli tveggja aðalpersóna, skrifuð þannig að lesandi taki tilfinningalegan þátt í tilhugalífinu sem lýst er. (Ramsdell: 1999, 5) Harlequin sögurnar Harlequin Enterprises Ltd. er kanadískt útgáfufyrir- tæki sem orðið hefur ráðandi forlag í framleiðslu ástarsagna á heimsmælikvarða. Harlequin byrjaði sem lítið fjölskylduforlag árið 1949 og eigendur á- kváðu að sérhæfa sig í því sem best seldist þ.e. ó- dýrum ástarsögum. Eftir nokkur ár ákvað forlagið að færa út kvíarnar og kaupa breska útgáfufyrirtæk- ið Mills and Boon sem hafði verið stofnað árið 1908 og sérhæft sig í lækna og hjúkrunarkvennasögum. Með þessu stækkaði Harlequin markað sinn um- talsvert. Á sjöunda áratugnum keyptu þeir sig inn á bandaríska markaðinn og munaði um þann markað sem er afar stór og öflugur. Snemma á áttunda áratugnum réðu þeir til sín nýjan markaðsstjóra sem notaði óvenjulegar aðferðir til að auka sölu á bókunum. Sýnum af köflum eða atriðum úr ástarsögunum er dreift með þvottadufti og djúsflöskum í stórmörk- uðunum. Oft eru auglýsingar um bækurnar prent- aðar með vöruafsláttarmiðum sem Bandaríkjamenn nota mikið og síðast en ekki síst varð Harlequin for- lagið eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að auglýsa í sjónvarpi. Salan hjá þeim jókst úr 3 milljónum árið 1970 í 200 milljónir á árinu 1984, segir George Paiz- is í bókinni Love and the Novel (1998). Framleiðsl- an jókst úr 8 bókartitlum á mánuði í 60 titla sem dreifast á fjórtán ritraðir sem hver hefur sinn mark- hóp. Forlagið lætur gera stöðugar skoðanakannan- ir á því hvaða ritraðir ganga og hverjar ekki og fyrir- tækið eyðir miklu fé í að auglýsa nýjar ritraðir en ekki nýja höfunda eða einstakar bækur. Markmið þess er að uppfylla þarfir og kröfur lesenda nánast áður en lesendur vita af því að þeir hafi þessar kröf- ur. 43

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.