19. júní - 19.06.2002, Síða 44
Harlequin bækurnar eru ekki seldar í dýrum bóka-
búðum heldur í sjoppum, bensínstöðvum, járn-
brautastöðvum, í kjörbúðum, og mikið af bókum er
sent beint til lesendanna sem eru áskrifendur að
sínum uppáhaldsseríum. Allt er gert til að halda
kostnaði niðri og eins og sjá má eru þessar bækur
ekki auglýstar eins og bókmenntir heldur vara. Það
þýðir að útlit bókarinnar skiptir miklu máli. Eins og
auglýsingin verður hún að vekja athygli kaupand-
ans og næga forvitni til aó hann kaupi bókina. En
það er ekki nóg. Lesendur vilja fá góðar sögur
skrifaðar af góðum höfundum. Þess vegna fer fram
stöðug nýliðun hjá forlögunum sem auglýsa öll eft-
ir nýjum höfundum og bjóðast til að kenna þeim og
þjálfa.
Ásútgáfan á Akureyri gefur Harlequin ástarsög-
urnar út hérlendis. Hún gefur út fjórar skáldsögur í
jafn mörgum seríum (ástarsögur, ástir og afbrot, ör-
lagasögur og sjúkrahússsögur) mánaðarlega. Hver
titill kemur út í 2800 eintökum. Hluti upplagsins er
seldur beint til áskrifenda sem kaupa allar fjórar
bækurnar í pakka og pakkarnir eru líka seldir í
bókabúðum auk stakra bóka. Nýr skammtur kem-
ur út 20. hvers mánaðar. Óhætt er að fullyrða að
Rauðu ritin frá Ásútgáfunni séu mest lesnu bækur
landsins.
Forvitni vakin
George Paizis bendir á að tilvonandi lesandi velur
eða hafnar ástarsögu á grundvelli kápumyndarinn-
ar á bókinni. Ef ástarsagan er vara liggur í augum
uppi að hana þarf að pakka fallega inn svo að hún
veki áhuga lesandans.
Örlagasagan Nágranni í hættu eftir Joanna Way-
ne er ein af bókunum frá Harlequin forlaginu, gefin
út af Ás-útgáfunni (20.apríl 2002), í þýðingu Hönnu
M. Sigurðardóttur. Forsíðumyndin á íslensku þýð-
ingunni er sú sama og á ensku útgáfunni og hún er
gott dæmi um það hve merkingarþrungin kápu-
myndin getur orðið á fjöldaframleiddum ástarsög-
um.
Á kápumynd ástarsögunnar er söguhetjan
langoftast sýnd í allri sinni dýrð og með henni er oft-
ast karlhetjan og stundum er keppinautur hans eða
hennar. Myndbygging ástarsöguforsíðunnar er ekki
flókin en þar skiptir máli hver horfir á lesanda, hver
snýr sér undan, hver hallast að hverjum, hver horfir
á hvern og hver snertir hvern. Eins og við sjáum á
kápumynd Nágranna íhættu lýtur karlmaðurinn yfir
konuna, hann er hærri og herðabreiðari og staða
hans er mjög ráðandi á myndfletinum. Hann fyllir
upp í meira en (sinn) helming af myndinni. Hann er
með lokuð augu og er greinilega á valdi ástríðna
sinna með það eitt í huga að kyssa stúlkuna. Hann
heldur stórri hendinni um háls hennar og tak hans
er ekki laust við að vera ógnandi af því að hann er
svo stór og yrði ekki skotaskuld úr því að kyrkja svo
fíngerða stúlku ef hún harðneitaði allt í einu að
kyssa hann. Hún hallar sér lítillega aftur á bak, frá
mitti, þannig að efri hluti líkamans er í varnarstöðu
um leið og hún brosir og horfir Ijómandi augum á
hann. Hún miðlar þannig alveg tvöföldum skila-
boðum eða „haltu mér -slepptu mér,“ hún er sið-
prúð og grandvör en mun gefa sig á vald kossum
unga mannsins fyrr eða síðar.
Sambandsleysi
Ekkert samband er sjáanlegt á milli myndarinnar
framan á kápunni og titils sögunnar en það er al-
vanalegt á forsíðum ástarsagna og virðist ekki trufla
neinn. Algengast er að aðalpersóna á forsíðu snúi
sér hvorki að né frá lesanda og þó að hún brosi er
það oftast dularfullt bros með lokuðum munni og ó-
ræðum svip. Stundum er þó stúlkan ástríðufull með
lokuð augu og bjóðandi varir en oftar með opin eða
hálflokuð augun og horfir dreymandi út í bláinn.
Hún hallast að karlmanninum í leit að styrk og
vernd, hann horfir á hana - hún á lesanda eða út í
buskann.
Útlit bæði karl- og kvenhetju mótast af kvik-
myndaleikurum, tískumyndum og auglýsingum auk
vinsælla fjölmiðlastjarna. Það er fyrst og fremst
gert út á staðlaðar fegurðarhugmyndir úr tískublöð-
um - ekkert óvenjulegt eða persónulegt eða smá-
gallað má sjást heldur fríðleiki sem allir þekkja og
taka gildan. Ef kápumyndir ástarsagna eru skoðað-
ar frá lengra tímabili má glöggt sjá hvernig hinar
fögru konur breytast - þær eru með þykkari varir,
enn hærri kinnbein og stærri augu núna en fyrir tutt-
ugu árum en klassíska síða hárið og kvenlega útlit-
ið heldur sér. Þannig sýnir kápumynd ástarsög-
unnar Draumsýna par í siðprúðum faðmlögum,
stúlkan heldur laust um háls unga mannsins sem
heldur laust um mitti hennar. Líkamar þeirra snert-
ast varla og alls ekki fyrir neðan mitti. í baksýn er
Golden Gate brúin yfir til San Fransisco og róman-
tískt sólarlag. Parið á myndinni á fátt sammerkt
með söguhetju okkar í bókinni, Rósu, sem er tutt-
ugu og sex ára, mjög grönn, með stutt dökkt og
krullað hár öfugt við karlhetjuna sem sagður er Ijós-
hærður, þrjátíu og sex ára og einn og níutíu á hæð.
Þetta er hvorki í samræmi við efni bókar né for-
síðumyndahefðina eins og Paizis lýsir henni (Paizis:
1998, 56) því að kvenhetja á forsíðumynd er yfirleitt
44