19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 45

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 45
fimm árum eldri en fyrirmynd hennar í bókinni og karlhetjan er fimm árum yngri. Þannig eru konurn- ar í sögunum yfirleitt um 20-25 ára en karlarnir um 30-35. Karlarnir eru þetta gamlir af því aö ef konan á að líta upp til þeirra og dást að þeim fyrir völd þeirra og auðæfi verða þeir að vera af barnsaldri en þó á besta aldri. Söguhetjan á kápumyndinni á að vera falleg en ekki of falleg, karlhetjan ríkur en ekki of ríkur, falleg- ur en ekki sykursætur og sköllótt karlhetja er jafn ó- hugsandi og þybbin kvenhetja á bókarkápu. Kvenhetjan Eins og gefur að skilja skiptir persónusköpun miklu máli í ástarsögunni. Á henni veltur það hvort við getum samsamað okkur aðalpersónu, fundið til með henni og þar með hvort sagan heppnast eður ei. Nafn persónunnar skiptir miklu máli, útlit, vöxt- ur og skapgerð, stétt og staða. Danielle í Nágranni í hættu er mjög fögur, dökk- hærð með mikið óstýrilátt hár og glæsilega vaxin. Hún klæðist bara gallabuxum og bol þangað til hún kaupir kjól fyrir fjölskylduveisluna í sögunni. Rósa í Draumsýnum eyðir hins vegar töluverðum tíma í að velja föt og skreyta sig um leið en það er undirstrik- að að hún hafi megna andúð á tildurrófum sem hafi dýran smekk og hugsi aðeins um að líta vel út. Rósa er komin yfir það. Danielle í Nágranni íhættu er barngóð, syngur vel, er húsleg og vílar ekki fyrir sér að hreingera kofa Miltons frænda síns þó að hann sé óíbúðarhæfur, rafmagnslaus og niðurnídd- ur og þó að hún brjóti allar neglurnar. Henni tekst að gera kofann snotran og heimilislegan. Sömu- leiðis tekst henni að baka smákökur þrátt fyrir raf- magnsleysið. Danielle getur verið fyndin og er þar að auki hugrökk og slagsmálahetja ef hún þarf þess þó að hún sé alla jafna mjög varnarlaus og höfði sterkt til verndartilfinningar karlhetjunnar Langley. Þetta síðasta skiptir mjög miklu máli. Aðalper- sónan verður nefnilega ekki aðeins að höfða til karl- hetjunnar heldur til lesandans - hún verður að vekja bæði aðdáun hans og samúð fyrir hugdirfsku sína og styrk en vegna þessa á hún skilið að vera vernd- uð og elskuð. Karlhetjan Karlhetjan verður að vera karlmannlegur, hann er oft fimmtán árum eldri en konan í bókum frá 1970 til 1980 en núna hefur þetta jafnast og bilið er kom- ið niður í fimm til tíu ár og fer minnkandi. Aldurs- munur verður þó að vera til að saklausa stúlkan geti litið upp til elskhugans lífsreynda. Auk þess á karl- hetjan að vera stæltur, vel vaxinn, hávaxinn (það er skilyrði), menntaður og metnaðarfullur og ráðríkur og/eða yfirráðagjarn, þögull og harður í horn að taka en undir hinu hrjúfa yfirborði slær gullhjarta. Hetjan getur verndað kærustuna og hann er fullur af ábyrgðartilfinningu gagnvart öllu því sem honum er trúað fyrir, bæði börnum, gamalmennum og kon- um. Hann er áreiðanlegur og traustur. Þó að hann sé kynþokkafullur og mikill elskhugi er það fyrst og fremst hans innri maður sem söguhetja okkar fellur fyrir. Karlhetjan í ástarsögunum sýnir ekki strax að hann sé gull af manni. Fyrst virkar hann mjög hrokafullur, hann kemur fram eins og karlremba, jafnvel kvenhatari og er oft verulega andstyggilegur jafnvel beinlínis sadískur við söguhetju okkar á þeirra fyrsta fundi. Það er vegna þess að hann ger- ir sér einhverjar ranghugmyndir um konuna sem byggðar eru á fölskum forsendum og/eða röngum ályktunum. Hann heldur að hún sé laus á kostun- um, hún sé með öðrum manni, sé að reyna við W7 ' \| f ! JBm'.I Á kápu Draumsýna er par í siðprúðum faðmlög- um, stúlkan heldur laust um háls unga mannsins sem heldur laust um mitti hennar. Likamar þeirra snertast varla og alls ekki fyrir neðan mitti. 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.