19. júní - 19.06.2002, Page 46
Á kápu Nágranna í hættu lýtur karlmaðurinn yfir
konuna, hann er hærri og herðabreiðari og staða
hans er mjög ráðandi á myndfletinum. Konan
hallar sér lítillega aftur á bak, frá mitti, þannig að
efri hluti líkamans er í varnarstöðu um leið og
hún brosir og horfir Ijómandi augum á hann.
hann til að komast yfir líkama hans, peninga eða
völd, hún geti ekki leyst vandamálin sem hún
standi frammi fyrir, sé ekki húsleg, barngóð, blíð-
lynd o.s.frv. Nú eru góð ráð dýr fyrir söguhetju okk-
ar því að hún verður að sanna að hún sé ekki það
sem hún er ásökuð um. Hún á um fjóra kosti að
velja:
1. Sýna veikleika og sýna að hún þarfnist hetjunn-
ar til að hjálpa sér og vernda sig.
2. Sýna að hún sé ekki eigingjörn og frek heldur
fórnfús og Ijúf og þetta sýnir hún með því að
fórna sér fyrir manninn sem hún elskar.
3. Sýna að hún viti að henni sé ekki ætluð frægð
og frami í opinbera lífinu heldur sé hennar svið
heimilið og það muni hún velja hvað sem tautar
og raular.
4. Sýna að hún sé myndarleg húsmóðir sem taki
heimilið og manninn fram yfir allt annað, sama
hvaða menntun og tekjur hún hefur þegar hún
hittir hann.
Vægi þessara þátta hefur verið að breytast og þó
að það skipti enn miklu máli að stúlkan sé barngóð
og fórnfús fer það í vöxt að hún sé treg til húsverka
og vilji halda starfi sínu Frá því að vera afar siðprúð
í eldri ástarsögum þykir nú við hæfi að stúlkan og
kærastinn elskist, oft með ærslum - eftir mislangt
tímabil þar sem þau halda aftur af fýsnum sínum,
bæði eða til skiptis, og sýna mikinn siðferðisstyrk.
Öskubuska
í bókinni Reading the Romantic Heroine (1985) seg-
ir Leslie Rabine að það liggi Ijóst fyrir að endalaus-
ar endurtekningar Harlequin sagnanna nái að segja
eitthvað sem margar konur í dag vilja og þurfa að
heyra. Hún segir að mikill meirihluti ástarsagnales-
enda í dag eða 40-60% lesenda séu útivinnandi
konur. Þær lesi Harlequin bækurnar og vilji að
söguhetjan sé sterk og berjist fyrir því sem hún vill
fá. Hvað vill konan fá? Hún vill fá viðurkenningu á
því, segir Rabine, að hún sé einstök og framúrskar-
andi manneskja. Sá sem getur gefið henni þessa
viðurkenningu er karlhetjan. Karlhetjan getur viður-
kennt hana og hafið til vegs af því að hans er vald-
ið og hann er oft yfirmaður stúlkunnar eða hærra
settur en hún í öðru fyrirtæki.
Síðustu þrjátíu árin hefur orðið samþjöppun í at-
vinnulífinu á Vesturlöndum, fyrirtæki eru sameinuð,
tölvuvæðingin hefur gert vinnustaðina ýmis dreifð-
ari og fámennari eða fjölmennari og ópersónulegri.
Konurnar sem vinna við skrifstofustörfin, í bönkun-
um, heilsu- og menntunargeiranum og verslunum
hafa ekki farið varhluta af þessari hátæknivæðingu
og firringu á vinnustað og þær eru stór hluti af les-
endum Harlequin. Flestir karlar draga skýra línu á
milli vinnu og heimilis en það gera konur síður seg-
ir Rabine. Þær þurfa að þjóna körlunum sem vald-
ið hafa á vinnustað og oft verða þær að þjóna öðr-
um karli heima hjá sér. Um leið og vinnustaðirnir
verða ópersónulegri verður tilfinningin um valda-
leysi og tilfinningin af að vera einskis virði áleitnari (-
Rabine: 1985, 165-175).
Janice Radway gerði fræga könnun á lestri ástar-
sagna sem lauk árið 1983 og birtist í bókinni Read-
ing the Romance (1984). Konurnar sem hún talaði
við sögðu að þær læsu ástarsögur til að slappa af
og til að flýja. Þegar þær voru spurðar að því hvað
þær væru að flýja nefndu þær „álag“ og „streitu"
sem þær upplifðu sem eiginkonur, mæður og úti-
vinnandi konur. „Það sem Harlequin ástarsögurnar
46