19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 49

19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 49
í janúar síðastliðnum var ung kona með fram- tíðina fyrir sér myrt á kaldrifjaðan hátt í Upp- sölum í Svíþjóð. Nafn hennar var Fadime Sa- hindal og banamaðurinn var hennar eigin fað- ir, Rahmis Sahindal. Hvað hafði Fadime gert til að verðskulda svo hörmuleg örlög? Hún tileinkaði sér einfaldlega þá vestrænu lifnað- arhætti sem hún hafði alist upp við og fór ekki að boðum og bönnum kúrdískrar fjölskyldu sinnar. Núna í apríl var Rahmis Sahindal dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir morðið á dóttur sinni. Hann stendur samt sem áður enn í þeirri trú að hann hafi breytt rétt og haldið heiðri fjölskyldunnar á lofti. Fadime var ein af mörgum ungum múslím- skum stúlkum sem alast upp á Vesturlöndum og verða fórnarlömb í árekstrum ólíkra menn- ingarheima. I Ijósi þess að ísland tekur við æ fleiri innflytjendum af ýmsum þjóðarbrotum og trúarbrögðum er áhugavert að hugleiða hvort að sömu árekstrar muni skapast hér og í ná- grannaþjóðum okkar. Hér verður einblínt á samskipti kristinna og múslíma, en samkvæmt Hagstofunni eru meðlimir í Félagi Músíma á ís- landi 168 talsins. Formaður þess, Salmann Tamimi, segir músíma á íslandi vera á bilinu 650-700. Himnaríki undir fótum móðurinnar Nafn Sophiu Hansen er flestum íslendingum kunnugt sökum opinberrar baráttu hennar við tyrkneskt réttarkerfi. Sophia hefur á undan- förnum 18 árum farið óteljandi ferðir til Tyrk- lands og dvalist þar langdvölum. Þar af leið- andi talar hún tyrknesku reiprennandi og hefur sérstaka innsýn á tyrknesku þjóðarsálina. Langflestir Tyrkir eru músímar og landið hefur þá sérstöðu að brúa bilið milli Evrópu og Asíu, bæði landfræðilega og menningarlega. Landið er því ágætis viðmiðunarpunktur í umfjöllun um árekstra ólíkra menningarheima. Samkvæmt Sophiu er aðeins lítið brot af þessari 70 milljóna manna þjóð í raun strang- trúað eða aðeins um 5-7 % af þjóðinni. En hvað merkir það að vera strangtrúaður? ,,Það má segja að strangtrúaðir skiptist í tvo mjög ó- líka hópa“, segir Sophia. „Annars vegar eru þeir sem leggja sig í líma við að túlka Kóraninn, heilaga ritningu músíma, á „réttan hátt “ og hins vegar hentistefnufólk, þeir sem túlka Kór- aninn eftir eigin geðþótta. Með þessu á ég til dæmis við þegar menn misnota Kóraninn til þess að réttlæta kúgun kvenna og ofbeldi gegn konum. Samkvæmt ritningunni er móðurhlut- verkið talið það mikilvægt í uppeldi barna og heilagt, að það stríðir algjörlega gegn boðskap Kóransins að aðskilja móður og börn“, segir Sophia. Hún getur þess jafnframt að þessi virðing við konuna og móðurhlutverkið sé myndgerð í Kóraninum á þann hátt að „himna- ríki sé undir fótum móðurinnar". Salmann Tamimi frá Félagi Músíma á íslandi segir músíma almennt biðja til Allah fimm sinn- um á dag, en það sé trúarleg skylda þeirra. „Kynin eru aðskilin við bænahald. Konur sitja til hliðar við karlana eða á bakvið þá en aldrei á milli þeirra á sama hátt og kynin sátu á sitthvor- um bekknum í kristnum kirkjum hér áður fyrr. Það er leyfilegt að biðja heima fyrir en það telst æskilegra, einkum fyrir karla, að sækja moskur, bænahús músíma, til að iðka trú sína því það sýnir fram á óblendna virðingu þeirra fyrir trúnni. Auðvitað er konum heimilt og velkomið að mæta í bænahúsin og biðja með körlunum og það er yfirleitt reglan en þeim er ekki sett það sem skilyrði eins og körlunum." Máli sínu til stuðnings bendir Salmann á að fjöldi Ijós- mynda sem teknar eru í Mekka, helgasta stað músíma, sýni konur biðjast fyrir með körlum. Slæðan kúgunartæki karla? Ganga konur almennt með slæður í Tyrk- landi? Sophia Hansen segir einungis minnihluta kvenna í Tyrklandi hylja sig með slæðum. „Meirihlutinn klæðir sig svipað og íslenskar konur. Tyrkir eru meira að segja óvenjulega tískumeðvituð þjóð og standa framarlega á merinni hvað varðar tísku, eiga sína eigin tísku- hönnuði og slíkt.“ Undir vissum kringumstæðum verða þó allar múslimskar konur að hlýta ákveðnum reglum um klæðaburð. „Þegar farið er til bænahalds í mosku þá hylja konur hár sitt og gæta hófsemi í klæðaburði, engin mínípils eða hlýrabolir“, segir Sophia. Hún bætir við að karlar beri sömuleiðis lítið höfuðfat sem gegnir sama hlut- verki og slæðan, það er að sýna Guði virðingu og undirgefni og einnig fara allir úr skónum áður en gengið er inn í moskuna. „Einnig verð- ur að viðhafa ákveðna hreinlætisathöfn með til- heyrandi bænum áður en haldið er til almenns bænahalds og konur fara ekki inn í moskuna 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.