19. júní - 19.06.2002, Qupperneq 58
Forstöðumaður Krossins, Gunnar Þorsteins-
son, segir „Krossinn vera eina kristna söfnuðinn á
íslandi þar sem er jafnstaða karla og kvenna sbr.
„í Kristi er ekki karl eða kona....“.“ í Krossinum
eru skýr hlutverkaskipti kvenna og karla sam-
kvæmt rannsókn Margrétar Jónsdóttur. Karlar
predika yfirleitt á samkomum þótt þar séu undan-
tekningar á og þeir kosnir í stjórn safnaðarins.
Konurnar sjá um barnagæslu á samkomum og
kenna yngri börnunum. Þær eru líka öflugar í
bænahaldi og þykja jafnvel næmari á anda Guðs
en karlarnir. Að sama skapi eru þær ófeimnar við
að láta skoðanir sínar í Ijós á fundum og starfa í
ýmsum nefndum á vegum safnaðarins. Margrét
bendir enn fremur á að sú skoðun sé almennt ríkj-
andi innan Krossins að hlutverk og stöður fólks
tengist kynferði þeirra og því beri körlum og kon-
um að annast ólík mál.
Hjónabandsskyldur eiginkvenna í söfnuðum
Nú má alveg gera sér í hugarlund að innan söfn-
uða sem aðhyllast kristna bókstafstrú ríki óskert
húsbóndavald mannsins yfir heimili sínu og fjöl-
skyldu. T.d. segir í Efesusbréfinu svokallaða
(5:21-24), sem Þáll postuli skrifaði Efesusmönn-
um, að kona eigi að vera eiginmanni sínar undir-
gefin, því hann sé höfuð hennar eins og Kristur er
höfuð karlsins. Hvaða skyldum hefur því gift kona
innan trúarsafnaðanna að gegna gagnvart eigin-
manni sínum?
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins,
telur eiginkonuna einfaldlega eiga að standa með
manni sínum í blíðu og stríðu og Svanberg K.
Jakobsson, kynningarfulltrúi Votta Jehóva, segir
Biblíuna kveða á um að hjón eigi að elska og virða
hvort annað.
Vottarnir virðast líka vera hlynntir þátttöku
kvenna á atvinnumarkaðinum því Svanberg segir
engar reglur vera settar um það hvort annað eða
bæði hjónanna eigi að vinna úti. Samkvæmt hon-
um er barnauppeldið og heimilið sameiginleg á-
byrgð þeirra.
Guðlaug Tómasdóttir, rekstrarstjóri Vegsins,
segir að fullt jafnræði sé með hjónum og kveður
58