19. júní - 19.06.2002, Side 67
Skýrsla formanns Kven-
réltindafélags Islands
2001-2002
Á aðalfundi Kvenréttindafélags íslands sem
haldinn var þann 23. mars 2001 var kosinn nýr
formaður, varaformaður og fulltrúar í stjórn fé-
lagsins í stað þeirra sem létu af störfum. Á
fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skipti stjórnin
með sér störfum og var þá þannig skipuð:
Framkvæmdastjórn:
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður
Erla Hulda Halldórsdóttir, varaformaður
Margrét Kr. Gunnarsdóttir, ritari
Kristín Þóra Harðardóttir, gjaldkeri
Ragnhildur Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, meðstjórnandi
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, meðstjórnandi
Auk fulltrúa í framkvæmdastjórn sitja eftir-
taldar í stjórn félagsins, stórustjórn:
Guðrún Jónsdóttir
fyrir Vinstri hreyfinguna - Grænt framboð
Helga Guðrún Jónasdóttir
fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Rósa Erlingsdóttir
fyrir Frjálslynda flokkinn
Sigurveig Björgvinsdóttir
fyrir Framsóknarflokkinn
Bryndís Kristjánsdóttir
fyrir Samfylkinguna
Á aðalfundinum 2001 tóku gildi breytingar á lög-
um félagsins sem höfðu það einkum að markmiði
að skýra reglur um ákvarðanatöku og stjórnskipu-
lag félagsins og í samræmi við þær eru stjórnar-
konur félagsins nú alls 13, þar af 5 frá þeim flokk-
um sem eiga sæti á Alþingi. Þá eru ekki lengur
kjörnir varamenn í framkvæmdastjórn, heldur eru
nú alls 7 fulltrúar í framkvæmdastjórn og engir til
vara. Er það von þeirra sem stóðu að þessum
breytingum að þær leiði til meiri virkni stjórnar-
manna í störfum félagsins og auðveldi nýjum full-
trúum þátttöku.
Verkefni síðasta starfsárs hafa verið mörg og
margvísleg eins og venja er til. Þá hafa verkefni
varðandi rekstur félagsins og Hallveigarstaða ver-
ið tímafrek og rétt að fjalla um þau sérstaklega.
Eftirfarandi er umfjöllun um það helsta sem unnið
hefur verið að á undanförnu starfsári.
19. júní 2001
Útgáfa 19. júní 2001 var stór hluti af starfi félags-
ins á árinu eins og venja er. Á síðasta ári átti
blaðið 50 ára útgáfuafmæli og var þess getið í
blaðinu auk þess sem blaðið fékk margar góðar
afmæliskveðjur. Ritstjóri 19. júní 2001 var Arna
Schram blaðamaður og skilaði hún og ritstjórnin
sem starfaði með henni af sér góðu blaði með
mörgum áhugaverðum greinum. Útgáfa blaðsins
fékk nokkra fjölmiðlaathygli að þessu sinni, eink-
um grein um kynferðislega áreitni í íþróttum eftir
Örnu Schram, efni sem tímabært var að fjalla um.
í tilefni útgáfunnar var haldið útgáfuhóf á Hallveig-
arstöðum þar sem efni blaðsins var kynnt. Sama
kvöld var að venju kvennamessa við Þvottalaug-
arnar í Laugardal í samvinnu Kvenréttindafélags-
ins, Kvennakirkjunnar og Kvenfélagasambands
íslands.
Arna Schram annast einnig ritstjórn 19. júní
2002 og hefur verið að störfum ásamt ritnefnd á
undanförnum mánuðum.
Norrænt og alþjóðlegt samstarf.
Kvenréttindafélagið er aðili að samstarfi nor-
rænna kvenréttindafélaga innan samstarfshóps-
ins, NOKS, (Nordiske kvindeorganisationer i sam-
arbejde), og voru haldnir tveir fundir í Helsinki á
vegum hópsins 2001. Fyrri fundinn, sem haldinn
var í maí 2001, sóttu Þorbjörg Inga Jónsdóttir og
Erla Hulda Halldórsdóttir, fyrir KRFÍ, en þann
seinni, Erla Hulda Halldórsdóttir og Anna Gunn-
hildur Ólafsdóttir. Umfjöllunarefni fundanna var
aðallega staða jafnréttismála á Norðurlöndunum
og möguleikar hópsins til að beita sér sem ein
heild í þágu jafnréttis, auk þess sem fjallað var
sérstaklega um karla, völd og jafnrétti á haust-
fundinum.
NOKS samstarfið er styrkt af Norrænu ráðherra-
67