19. júní - 19.06.2002, Síða 69
trúar“, Anh Dao Tran frá Víetnam með erindið
„Innflytjendur; virkir þjóðfélagsþegnar? og Emil-
ía Mlynska frá Póllandi með erindið „Konur á
tímamótum í Póllandi. Ráðstefnunni lauk síðan
með erindi Hildar Jónsdóttur, jafnréttisfulltrúa
Reykjavíkurborgar, sem var með samantekt und-
ir yfirskriftinni, Jafnrétti allra, en hún kom einnig
að 95 ára félagsins sem var þann 27. janúar sl.
Er fjölskyldan Hornsteinn eða hornreka?
Þann 4. maí sl. stóð KRFÍ að fjölskylduráðstefnu
á Selfossi ásamt Kvenfélagasambandi íslands,
Bandalagi kvenna í Reykjavík og Sambandi sunn-
lenskra kvenna um stöðu fjölskyldunnar í nútíma-
þjóðfélagi. Á ráðstefnunni voru haldin mörg á-
hugaverð erindi um breyttar aðstæður íslensku
fjölskyldunnar, fjárhagslegt umhverfi hennar og
samþættingu barnauppeldis og vinnu. Þá tók
Þóra Þórarinsdóttir, dagskrárgerðarmaður, sam-
an erindin sem flutt voru á ráðstefnunni og helstu
niðurstöður og er unnt að nálgast samantektina á
skrifstofu félagsins. Bent er á að til stendur að
fjalla nánar um ráðstefnuna í næsta tölublaði Hús-
freyjunnar en upplýsingar um hana eru einnig
væntanlegar á heimasíðu KRFÍ, www.krfi.is.
Fjármál og rekstur.
í upphafi árs 2001 var Ijóst að grípa yrði til að-
gerða til að bæta fjárhag félagsins, en þá lá t.d.
fyrir að ekki væri til fé til að standa undir regluleg-
um launagreiðslum til starfsmanns. Þá tók undir-
rituð að sér framkvæmdastjórn félagins og hefur
annast hana með starfi formanns síðan í mars
2001. Á þessum tíma hefur verið leitað allra leiða,
bæði til að draga saman kostnað hjá félaginu og
til að afla aukins fjár. Þá hefur undirrituð setið í
húsnefnd Hallveigarstaða fyrir KRFÍ, en rekstur
hússins var tekin til gagngerra breytinga í árslok
2000.
Sótt hefur verið um styrki bæði til opinberra og
einkaaðila vegna allra verkefna sem ákveðin voru
á síðasta starfsári og lýst hefur verið hér að fram-
an og hefur það verið einbeittur ásetningur stjórn-
ar að láta hvert verkefni standa undir sér, þar sem
Frá vinstri að ofan: Kristín Þóra Harðardóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Guðrún
Jónsdóttir, Þorbjörg I. Jónsdóttir og Margrét Kr. Gunnarsdóttir. Á myndina vantar 7 stjórnarkonur
69