Sólskin - 01.07.1936, Page 26

Sólskin - 01.07.1936, Page 26
að svo stórír álar geti farið upp fossana, sem eru í Elliðaánum? Ingveldur: Nei, það held eg ekki. Þormóður: Mig grunaði það. Þá hljóta þeir að vera fæddir þar, en ekki í sjó. Ingveldur: Það er ekki furða, þó þú haldir það. En álarnir eru nú samt allir komnir úr sjó. Þegar þeir ganga í árnar og lækina, þá er afskaplegur áhugi í þeim að komast áfram upp eftir, því að eðlishvötin segir þeim, að þrengslin séu mest eða flestir um ætið nálægt ósunum. Þegar svo verður fyrir þeim stríður straumstrengur, sem þeir ekki geta synt upp, þá skríða þeir eftir votum steinum eða klöpp- um, sem eru meðfram honum. Eða með öðr- um orðum, þeir labba sig bara upp á land, þar sem þess þarf með. En auðvitað er, að þeir geta ekki skriðið nema þar sem er blautt. Þormóður: En eg skil ekki, hvernig þeir geta farið upp fossa. Ingveldur: Þeir skríða upp blautt bergið meðfram fossunum. Þeir geta farið upp al- veg lóðrétt berg, já, meira að segja þó að það slúti út yfir sig. Maðurinn, sem eg var að segja ykkur frá að hefði látið álaseiðin í Tjörnina, veiðir þau við læki, þar sem þau 24

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.