Sólskin - 01.07.1936, Page 29

Sólskin - 01.07.1936, Page 29
Sigga litla: Það er engin della. Eg hélt fyrst að það væru slöngur, sem kæmu upp úr vatn- inu, en mér var sagt að það væru álar. Ingveldur: Eg sá þessa mynd. Það er rétt, að það voru álar, og þeir skriðu hálfir upp á bakkann, til þess að taka bitann úr hendi kon- unnar, sem var að gefa þeim. Hún hefir senni- lega fyrst haldið bitunum niðri í vatninu, svo rétt fyrir ofan það og svo alltaf lengra og lengra frá vatninu, og þannig vanið þá á þetta. Myndin var, að eg held, frá Nýja Sjá- landi. Mjói: Ætli það væri hægt að kenna þetta álum hér? Ingveldur: Það tel eg víst. Það er reyndar önnur tegund af álum hér en þar er. En eg býst við, að það mætti alveg eins kenna álun- um okkar þetta. Eg ætlaði annars að fara að segja ykkur frá glerálunum. Sums staðar gengur afskaplega mikið af þeim í árnar, til dæmis á Englandi vestanverðu. Við Severnfljótið, sem fellur í Bristolflóann, má moka þeim upp með lítilli fyrirhöfn. Þaðan eru þeir fluttir lifandi til landanna, sem austar eru í álfunni, þar sem lítil eða engin glerálagengd er. Þar er þeim svo sleppt í ár og læki, vötn, fen og flóa, og 27

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.