Sólskin - 01.07.1936, Side 33

Sólskin - 01.07.1936, Side 33
í eitthvert vik hér við Tjörnina, sem þá aldrei frysi. Þangað myndu svo safnast villtir fugl- ar, álftir og endur, þegar öll vötn væru fros- in, og þar mætti svo gefa þeim. Þetta er gert sums staðar erlendis. Mjói: Það eru heilar breiður af baldursbrá hér við Tjörnina, þar sem engin hvít blóm eru á. Hvernig getur staðið á því? Ingveldur: Það er ekki baldursbrá. Það er útlend jurt, sem hingað hefir borist fyrir svo sem þrjátíu árum. Hún er náskyld baldurs- bránni, en það koma engin hvít blóm á hana, heldur aðeins gulir hnúðar, og svo er hún frá- brugðin að því leyti, að það er megn ilmur af henni; en af baldursbrá er enginn ilmur. Mjói: Þetta þarf eg að segja strák, sem eg þekki. Hann safnar jurtum. Hann hélt eins og eg, að þetta væri baldursbrá. Hann þurk- ar þessar jurtir, sem hann safnar, og límir þær á blöð, eina jurt á hvert blað. Og hann safnar aldrei nema einni jurt af hverri teg- und. Þormóður: Já, eg hefi séð svoleiðis safn, en eg held, að það sé ekkert gaman að eiga það. Ingveldur: Það getur verið að það sé ekk- ert gaman að eiga jurtasafn, sem aðrir hafa safnað, en það er gaman að safna jurtum. 31

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.