Sólskin - 01.07.1936, Side 38

Sólskin - 01.07.1936, Side 38
komið var með á „Gottu“, að þeir skyldu allir drepast. Ætli sauðnaut geti ekki lifað hér? Ingveldur: Jú, áreiðanlega, þótt svona illa tækist í fyrstu. Þormóður: Eg hefi heyrt suma menn segja, að það hefði verið betra, að sleppa sauðnaut- unum og láta þau eiga með sig sjálf uppi í óbyggðum. Ætli það hefði verið betra? Ingveldur: Það verður aldrei sama gagn að þeim þar, og fáir myndu sjá þau þar og hafa gaman af þeim. Ef eg mætti ráða, myndi eg láta flytja inn sauðnaut á ný, og hafa sum í girðingum í byggð og temja þau, en sleppa sumum upp í óbyggðir. Þormóður: Ætli það væru fleiri dýrateg- undir, sem gætu lifað hér á landi? Ingveldur: Já, margar. Hér voru rostung- ar í fjörunum, þegar landnámsmennirnir komu. Og selurinn var alstaðar með landi fram. Og svo fuglamergðin. Yitið þið hvernig endurnar eru við Mývatn? Mergðin af þeim er svo mikil, og þær eru svo gæfar þar, að ókunnugir halda að þetta séu alifuglar. En svona hefir verið við flest vötn, nema þau, sem dýpst eru, og þau, sem sandur fýkur í. í þeim er minna æti. Af gæsum hefir verið alveg ótrúlegur grúi. 36

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.