Sólskin - 01.07.1936, Blaðsíða 73
hér að, svo sem hettumáfur, ugla og starri.
Hettumáfs-hreiður og uglu-hreiður hafa fund-
ist hér, en starra-hreiður ekki. En starrahjón
hafa sést vera að tína maðka í júlímánuði og
var talið víst, að þau ættu hreiður í nánd.
Og nú man eg ekki eftir fleirum.
Sigga litla: En snjótittlingurinn?
Ingveldur: Eg er búin að telja hann. Hann
er kallaður sólskríkja á sumrin. Hann hefir
víst fengið sérstakt nafn af því, að karlfugl-
inn er allt öðruvísi á sumrin. Þá er hann mjög
fallegur. En nú man eg eftir, að eg á ótalda
tvo fugla, sem er hrossagaukurinn og rindill-
inn.
Mjói: Hvenær verpa þeir þá?
Ingveldur: Ja, það er það, sem eg ekki man.
Hrossagaukurinn verpir einhvern tíma síðari
hlutann í maí eða fyrstu dagana í júní. Hann
er auðþekktur um varptímann á hinu ein-
kennilega hljóði er hann gefur frá sér,
„hneggi“, sem kallað er. Hann lætur sig falla
úr háa lofti niður á við, og lætur loftið leika
milli f jaðranna í vængjunum, en við það mynd-
ast hljóðið. Rindillinn, sem líka er kallaður
músarbróðir, verpir einhvern tíma í júní.
Hann býr sér til einkennileg hreiður, því það
eru eiginlega hús, með dyrum á hliðinni. Hann
71