Sólskin - 01.07.1936, Side 79
livað sólin skín fagurt eftir skúr. Reynið að
setja upp rauð eða blá gleraugu, og sjáið hvað
heimurinn er fallegur í kring um ykkur fyrst
á eftir. En þeim, sem gengur alltaf með slík
gleraugu, finnst veröldin miklu fallegri, þeg-
ar hann tekur þau af sér, hversu litfögur
sem þau eru.
Meðan íslendingar bjuggu í óhituðum
húsum og voru eftir því illa búnir, þótti öll-
um sumarið skemmtilegra en veturinn — já,
jafnvel kviðu fyrir honum. En hvað segir
fólkið, sem farið er að stunda skíðaíþróttina
um helgar hér uppi á fjöllunum? Ja, einn
þeirra sagði mér um daginn, að sér hefði
ekki þótt neitt sumar eins skemmtilegt
og síðastliðinn vetur. Ætli það geti ekki
orðið svo um fleiri. Næstum allar þjóðir
kvarta undan veðrinu, en þrír af hverjum
fjórum kvarta yfir hitanum, og skoða sval-
ann sem blessun. Við höfum svalann og í veð-
urfari okkar er tilbreyting, sem gerir þjóð-
ina harðgera og starfhuga, það er að segja,
ef hún vill það sjálf.
Sigga litla: Nei, nei, sko álftirnar nú!
Þcrmóður: Þær eru að fljúga upp.
Mjói: Afskaplega eru þær nú tignarlegar.
Ingveldur: Nú ættum við að syngja „Svana-
söng á heiði“.
77