Fréttablaðið - 01.12.2010, Síða 39

Fréttablaðið - 01.12.2010, Síða 39
MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2010 Andlit, hendur og fætur verða oftast verst úti enda líkamshlutar sem eru oftar en ekki berskjaldaðir fyrir veðri og vindum. Hér á eftir fara tíu ráð sem hjálpa húðinni að halda eftirsóknarverðu heilbrigði og ljóma: 1. Byrjið daginn á því að drekka heitt vatn með sítr- ónusafa. Samkvæmt indverskri speki á það að hjálpa líkamanum að hreinsa sig í upphafi dags. 2. Nærið húðina innan frá. Borðið úr öllum fæðuflokk- um og gætið þess að fá nægilegt magn vítamína og steinefna. Stundið reglulega hreyfingu og gætið þess að sofa vel. Besta ráðið er að fara klukkutíma fyrr í bólið með heitan drykk og góða bók. 3. Drekkið nóg af vatni. Áfengi, kaffi og te þurrka líkamann og meira þarf að drekka af vatni ef slíkir drykkir eru oft á borðum. 4. Þurrburstið húðina fyrir sturtu eða bað. Þannig má fjarlægja dauðar húðfrumur og óæskileg eiturefni. 5. Gætið þess að fara ekki í of heitt bað eða sturtu enda þurrkar það húðina. Ylvolgt vatn hreinsar húð- ina alveg jafn vel en veldur ekki jafn miklum þurrki. Setjið endilega góða olíu í baðið og berið á ykkur olíu eða krem til að vernda húðina frekar fyrir veðri og vindum. Veljið auk þess góðan og þekjandi farða. 6. Skiptið yfir í aðeins feitara andlitskrem á veturna til að vernda húðina fyrir veðri. Veljið auk þess góðan og þekjandi farða. 7. Notið varasalva. Gleymið fullyrðingum um að var- irnar verði háðar honum. Þær þurfa raka yfir köld- ustu vetrarmánuðina enda án allra fitukirtla. 8. Hafið í huga að því heitari sem vistarverur eru, þeim mun minni raki er í loftinu og þeim mun meiri raka þarf að gefa húðinni. 9. Notið kornakrem á andlitið einu sinni til tvisvar í viku til að fjar- lægja dauðar húðfrumur. Með- höndlið hendur og fætur með sama hætti og jafnvel oftar í viku yfir vetrartímann. Hægt er að búa til eigin skrúbb úr salti, sykri og olíu. 10. Notið sólarvörn á skíðum. Geisl- ar sólar geta valdið skaða allan árs- ins hring. Heimild: www.essortment.com Heilbrigð húð í kuldatíð Þegar hitastigið fer niður fyrir frostmark dag eftir dag taka margir eftir breytingum á húðinni og finna hjá sér þörf til að breyta húðhirðunni til að komast hjá þurrki og sprungum. Best er að velja ofnæmisprófuð krem án ilmefna. Ekki þarf endilega að hlaupa á eftir dýrustu kremunum heldur er það rakinn sem skiptir máli. Húðin þarfnast aukins raka í frosti og kulda. Þá eiga flestir það til að kynda meira á þessum tíma árs og því heitari sem vistarverur manna eru, þeim mun minni raki er í loftinu. Við slíkar aðstæður þarf að gæta vel að því að gefa húðinni utanaðkomandi raka. NORDICPHOTOS/GETTY Á síðasta ári söfnuðust 2.2 milljónir á íslandi og fór það fé til Alnæmissamtaka Íslands og var notað til forvarnarstarfa í öllum grunnskólum á landinu. 1. desember er alþjóðlegi alnæmisdagurinn og ætlum við í MAC Kringlunni og MAC Debenhams að bjóða öllum konum að koma og prófa varaliti og glossa sem geta bjargað mannslífum. Allur ágóði Viva Glam rennur til samtaka sem heita The MAC Aids Fund og er sjóðurinn sá stærsti og öflugasti í heiminum. Með einum Viva Glam getur þú: Keypt skólabækur og efni fyrir sjö HIV smituð börn í Afríku. Næg lyf til þess að koma í veg fyrir HIV smit frá móður til barns fyrir tvö börn í Afríku. Yfir 50 blóðprufur og rannsóknir á HIV smituðum á Indlandi. Mat í heilan mánuð fyrir HIV smitað munaðarlaust barn í Kína. Þrjú net sem vernda 3 börn fyrir moskítóflugum í Uganda. ÞÆGILEGAR ABC aðhalds- sokkabuxur frá Oroblu fyrir jólatónleikana og jólahlaðborðin, Konur þurfa ekki endilega að vera með aukakíló sem þær vilja fela, til að þurfa á aðhaldssokkabuxum að halda. Margar sem eru búnar að eiga börn eru með slappari húð en áður, burtséð frá fituhlutfalli og aukakílóum. ABC sokkabux- ur eru draumur hverrar konu, “bumba yfir streng” hverfur, sokkabuxurnar rúlla ekki niður og konur verða allar stinnari og sléttari, passa betur í fötin og líður einfaldlega betur í fötunum sínum. ABC buxurnar eru einnig með þannig áferð að sokkabuxurnar loða ekki við fatnað, fatnaðurinn situr því á glæsilegri máta. ABC sokkabuxurnar slétta magasvæðið, lyfta upp og undirstrika rassinn ásamt því að styðja við mjaðmir og hliðar, til bæði með og án stuðnings niður á læri. ABC sokkabuxurnar eru til bæði í 40 og 20 denum í svörtum og sun lit, ráðleg- gjum eindregið 40 den fyrir konur sem eru þéttvaxnar því þær eru hærri upp og rúlla því síður niður. Báðar týpur er hægt að nota við opna skó.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.