Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 4

Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 4
4 11. desember 2010 LAUGARDAGUR Samningsdrög við Hol- lendinga 11. október 2008 Samningur við Breta og Hollendinga 5. júní 2009 Fyrirvarar settir af Alþingi 28. ágúst 2009 Samningur við Breta og Hollendinga 9. desember 2010 Vextir 6,7 prósent 5,55 prósent 5,55 prósent 3 prósent og 3,3 prósent Mat á kostnaði ríkisins Óþekkt 162 milljarðar króna 162 milljarðar króna 47 milljarðar króna Endurgreiðslur hefjast 2012 2016 2016 2011 Greiðslum skal lokið 2019 2024 2024 (möguleiki á fram- lengingu til 2030) 2046 Efnahagslegir fyrirvarar Engin ákvæði Lægri afborganir ef hagvöxtur yrði undir ákveðnum mörkum. Þak á árlegar greiðslur eftir 2016 miðast við 5% af tekjum ríkisins á fyrra ári. Ef eftirstöðvar höfuðstöðva nema innan við 45 milljörðum árið 2016 greiðast þær innan 12 mánaða. Endurgreiðslutími hækkar um eitt ár fyrir hverja 10 milljarða umfram 45 milljarðana. Úrlausn ágreiningsmála Engin ákvæði Fyrir breskum dómstólum Fyrir breskum dómstólum Hjá alþjóða gerðardóminum í Haag FRÉTTASKÝRING Hversu margar tilraunir hafa verið gerðar til að semja um Icesave? Segja má að alls hafi fjórum sinn- um verið samið um lausn Icesave- deilunnar frá því að íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008. Enn er ekki ljóst hvort sú niður- staða sem samninganefnd Íslands kynnti í vikunni verði sú síðasta. Fyrst var reynt að semja um Icesave-skuldir Landsbankans strax eftir bankahrunið, eftir að bresk stjórnvöld frystu eignir bankans þar í landi. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar náði samkomu- lagi við hollensk stjórnvöld 11. október 2008, og reynt var að semja við bresk stjórnvöld á svip- uðum nótum. Samið var um að Hollendingar lánuðu íslenska rík- inu fyrir skuldbindingunum í Hol- landi með láni til tíu ára með 6,7 prósenta vöxtum. Í janúar 2009 sprakk ríkis stjórnin. Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hóf samninga- viðræður á nýjan leik, og gerði út samninganefnd sem Svavar Gests- son leiddi. Hinn 5. júní 2009 var nýr samningur um ríkisábyrgð á skuldunum undirritaður. Þar- var kveðið á um lán með 5,55 pró- senta vöxtum, og kostnaður ríkis- ins metinn á 162 milljarða króna. Afar hart var deilt um samninginn í umræðum á Alþingi allt sumarið, og riðaði stjórnin að því er virtist til falls vegna málsins á tímabili. Niðurstaða Alþingis var sú að gera fyrirvara við samninginn, og voru lög þar að lútandi samþykkt 28. ágúst. Bretar og Hollending- ar töldu þar með samninginn ekki samþykktan, og enn var sest að samningaborðinu. Að endingu stóðu aðeins tveir af fyrirvörum Alþingis út af borðinu þegar stjórnvöld skrifuðu undir nýjan samning 18. október. Þeir fyrirvarar þóttu þó afar mikil- vægir. Þar var annars vegar um að ræða fyrirvara um að ekki þyrfti að greiða lengur af láninu en til 2024, og hins vegar að Íslendingar drægju lögmæti kröfunnar í efa. Lög um ríkisábyrgð á láni Breta og Hollendinga með fyrrgreind- um skilmálum voru samþykkt á Alþingi 30. desember eftir afar harðar umræður. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði lögunum í kjölfarið staðfestingar, og þau voru kolfelld í þjóðar- atkvæðagreiðslu í kjölfarið. Enn hófust viðræður við bresk og hollensk stjórnvöld, nú undir forystu Lee C. Buchheit, banda- rísks lögmanns og sérfræðings í alþjóðlegum lánasamningum. Við- ræðurnar gengu fremur hægt til að byrja með, sem skýrist meðal annars af því að þingkosningar voru fyrirhugaðar nokkrum mán- uðum síðar bæði í Bretlandi og Hollandi. Síðastliðinn fimmtudag var svo að lokum tilkynnt um nýtt sam- komulag við bresk og hollensk stjórnvöld. Þar var samið um 3,3 prósenta vexti af láni frá Bretlandi og 3 prósenta vexti af láni frá Hol- landi. Kostnaður ríkisins nú er metinn á um 47 milljarða króna. Hvort þessi fjórða tilraun til að ná samkomulagi í þessari erfiðu milliríkjadeilu ber árangur velt- ur á viðtökum Alþingis, sem þarf að samþykkja samninginn áður en hann tekur gildi. Samþykki Alþingi lög þar sem samkomulagið er staðfest fara þau lög til forset- ans til staðfestingar. Hann hefur þá val um að staðfesta lögin eða vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. brjann@frettabladid.is Fjórða atrennan að Icesave Icesave er mál málanna þessa aðventu eins og verið hefur síðustu tvö ár. Fyrst var reynt að semja skömmu eftir hrun og enn náðist nýtt samkomulag í fyrradag. Ekki er útilokað að gera þurfi fleiri atrennur. samningarnir 11. október - Samkomulag við Hollendinga um greiðslu á Icesave. 5. desember - Alþingi sam- þykkir að ljúka Icesave með samningum. 24. febrúar - Ný samninga- nefnd undir forystu Svavars Gestssonar stofnuð. 5. júní - Skrifað undir samn- inga við Breta og Hollendinga. 28. ágúst - Alþingi samþykkir ríkisábyrgð með fyrirvörum. 17. október - Skrifað undir nýja samninga við Breta og Hollendinga. 30. desember - Alþingi samþykkir samninginn. 5. janúar - Forseti Íslands synjar lögum um ríkisábyrgð staðfestingar. 6. mars - Þjóðin hafnar Icesave-samningnum í þjóðar- atkvæðagreiðslu. 8. febrúar - Lee Buchheit samþykkir að leiða íslenska samninganefnd. 9. desember - Nýtt sam- komulag næst við bresk og hollensk stjórnvöld. Tímalína Icesave 2008 2009 2010 STJÓRNMÁL „Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samn- inganefndinni, sem var meðal ann- ars skipuð fulltrúa frá stjórnar- andstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðar- legur áfangi í endurreisninni.“ Jóhanna segir að forystumenn flokkanna séu þegar byrjaðir að ræða um framhald málsins og hvernig farið verður með það í þinginu. Hún vonist til þess að all ir f lokkar geti staðið að því saman. „ É g v o n a að það skýr- ist f ljót lega í næstu viku hvernig fram- haldið verður. Ég held að það liggi ljóst fyrir að það er ekki hægt að klára þennan samning í þinginu fyrir jól. Það er eðli- legt að menn taki sér tíma til að skoða málið í heild. Það er aftur á móti spurning um hvort hægt er að mæla fyrir málinu og koma því til nefndar fyrir jól,“ segir Jóhanna. Forystumenn ríkisstjórnarinn- ar fóru ekki leynt með óánægju sína þegar ekki tókst að klára síð- asta Icesave-samning fyrr á árinu. Spurð hvort það hafi verið röng afstaða í ljósi nýja samningsins segir Jóhanna: „Nei, þetta sýnir fyrst og fremst að aðstæður eru verulega breyttar frá því að síð- asti samningur var gerður. Flest af því sem hefur orðið til þess að lækka þennan samning hefði haft áhrif til lækkunar á fyrri samn- inginn.“ Hún nefnir til dæmis betri heimtur úr þrotabúi Landsbank- ans, hagstæðari gengismun, sterk- ari gjaldeyrisforða og lægri fjár- magnskostnað. „Það er veruleg skýring á þessum 100 milljarða mismuni sem er á þessum samn- ingum,“ segir Jóhanna. Ekki megi heldur gleyma því að tafirnar hafi kostað sitt fyrir atvinnulífið í landinu. - sh Jóhanna Sigurðardóttir segir nýjan Icesave-samning ekki sýna að fyrri afstaða stjórnarinnar hafi verið röng: Icesave-málið verður ekki klárað fyrir jól JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 10° 3° 6° 3° 5° 4° 4° 22° 6° 15° 6° 22° -1° 6° 16° 1°Á MORGUN Fremur hægur vindur víða um land. MÁNUDAGUR Fremur hægur vindur víða um land. 3 2 4 5 256 5 5 4 4 3 3 3 2 2 5 3 6 3 -2 3 5 5 5 4 7 4 15 5 5 5 15 2 MILD HELGI Veður verður milt um helgina miðað við að nú styttist í jólin og því lítið um snjó nú þegar fyrstu jólasveinarn- ir koma til byggða. Það verður víða nokkuð bjart í dag og fremur hægur vindur en síðdegis gæti fallið lítils- háttar væta allra vestast. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður HJÁLPARSTARF Um 150 sjálfboða- liðar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands munu gefa gestum og gangandi í miðbæ Reykjavík- ur um átta þúsund bolla af heitu súkkulaði laugardagana fram að jólum og á Þorláksmessu. Súkkulaðið verður gefið á fjór- tán stöðum víðs vegar um miðbæ- inn. Verslunareigendur í miðbæn- um standa straum af kostnaðinum við verkefnið, ásamt Mjólkur- samsölunni sem gefur 750 lítra af mjólk og Nóa Síríus sem gefur 130 kg af suðusúkkulaði. Tekið verður við frjálsum fram- lögum í söfnunarbauka og renna þau í Elínborgarsjóðinn, sem ætlað er að styrkja einstaklinga og fjölskyldur í kringum jólin. - sh Sjálfboðaliðar Rauða krossins: Gefa átta þús- und kakóbolla STOFNANIR Umboðsmaður skuldara flytur skrifstofur sína um helgina frá Hverfisgötu 6 og í Kringluna 1. „Frá því embættið tók til starfa, þann 1. ágúst, hefur starfsmönn- um fjölgað mjög og starfsemin orðið umfangsmeiri,“ segir í til- kynningu. „Því er talið nauðsyn- legt að fara í rúmbetra húsnæði.“ Útibú umboðsmanns skuldara verður opnað í Reykjanesbæ í lok næstu viku. Rúmbetra húsnæði nauðsyn: Umboðsmaður færir sig um set AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 10.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,5601 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,46 115,00 181,19 182,07 151,74 152,58 20,349 20,469 19,055 19,167 16,653 16,751 1,369 1,377 176,04 177,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Ranglega var sagt í frétt á miðvikudag um deilur um vegarslóða á Vatns- leysuströnd að eigandi Neðri-Brunna- staða væri fyrrverandi bæjarfulltrúi H- listans. Að sögn Eirnýjar Valdsdóttur, bæjarstjóra Voga, hefur enginn íbúi á Neðri-Brunnastöðum verið bæjarfull- trúi eða í hreppsnefnd svo langt aftur sem minni elstu manna nær. LEIÐRÉTTING Dagatalsbókin er komin! R salka.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.