Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 6

Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 6
6 11. desember 2010 LAUGARDAGUR FRAMKVÆMDIR Samningaviðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun sjóðanna á tugmillj- arða vegaframkvæmdum runnu út í sandinn á fimmtudag. Of mikið bar í milli þess sem ríkið var tilbúið til að greiða og þess sem sjóðirnir vildu fá. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar fer fyrir verkefninu fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. „Við vi ldum semja út frá Íslandi nútím- ans þar sem vex t i r e r u að lækka og buðum ákveðna breytilega vexti sem grunnvexti og álag ofan á þá. Það var að okkar mati mjög vel boðið en lífeyrissjóð- irnir sögðust í gærmorgun [fimmtudags- morgun] alls e k k i v i l j a breytilega vexti heldur fasta vexti til fjög- urra eða fimm ára. Það réði úrslit- um,“ segir Kristján. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld ákveðið að fjármagna framkvæmd- irnar með skuldabréfa útboði. Lánin bera því ríkisábyrgð. Arnar Sigurmundsson, for- maður Landssamtaka lífeyris- sjóða, segir að í þrjá mánuði hafi legið fyrir að ríkið væri, sam- hliða viðræðum við sjóðina, að skoða möguleikana á skulda- bréfaútboði. „Við vildum semja um fasta vexti enda mikilvægt fyrir lífeyrissjóðina en ríkið vildi breytilega vexti. Við héld- um að lending myndi nást en svo slitnaði upp úr. Við vorum ró legir yfir því enda vissum við að hinn kosturinn væri til stað- ar.“ Aðspurður segir Arnar það koma í ljós hvort lífeyrissjóðirn- ir taki þátt í skuldabréfaútboðinu en bendir á að þeir séu stór kaup- andi slíkra bréfa. Arnar og Kristján eru sammála um mikilvægi þess að niðurstaða fáist. Fram undan séu umfangs- miklar framkvæmdir sem að hluta til komi til framkvæmda á næsta ári en einkum árin 2012, 2013 og 2014. Bæði skapi þær störf og auki á umferðaröryggi á nokkrum fjölförnustu leiðum vegakerfisins. bjorn@frettabladid.is Ríkið býður út lán í stað þess að semja Umfangsmiklar vegaframkvæmdir verða fjármagnaðar með skuldabréfaútboði en ekki beinum lánum frá lífeyrissjóðunum. Viðræður þar um sigldu í strand. ARNAR SIGURMUNDSSON KRISTJÁN L. MÖLLER VEGAGERÐ Vonir standa til að mikill kraftur færist í vegagerð, einkum að næsta ári liðnu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heildarfjárhæð vegaframkvæmdanna sem stjórnvöld hafa ákveðið að ráðist verði í á næstu fjórum árum er á milli þrjátíu og fjörutíu milljarðar króna. Framkvæmdir fyrir sex milljarða hefjast á næsta ári, og fyrir tíu til tólf millj- arða árin þrjú á eftir. Kristján Möller segir að framkvæmdir við Suðurlandsveg, á fimmtán kíló- metra kafla milli Hellisheiðarvirkjunar og Hveragerðis, verði boðnar út í byrj- un nýs árs. Einnig tæplega tveggja kílómetra verk á Vesturlandsvegi, nærri gatnamótum Bæjarháls og um fjögurra kílómetra kafli á Reykjanesbraut, milli Kaldárselsvegar og Krísuvíkurvegar. Þá séu Vaðlaheiðargöng tilbúin til forvals á evrópska efnahagssvæðinu en í því er kallað eftir áhugasömum verktökum og nokkrum boðið að bjóða í verkið. Það ferli getur tekið fjóra til sex mánuði. Kristján vonast til að hægt verði að byrja að sprengja fyrir göngunum á þjóðhátíðardaginn næsta sumar. Sprengt í Vaðlaheiði 17. júní 2011? MENNTUN Íslenskir háskólanemar á Englandi þurfa ekki að óttast hækkanir á skólagjöldum með tilkomu nýrra laga þar í landi. Mikill styr hefur staðið um breyting- ar á lögum um hámarksskólagjöld í enska háskóla, frá haustinu 2012 verða gjöldin færð úr 3.290 sterl- ingspundum á ári upp í 9.000, sem er sama upphæð og nemar utan Evrópusambandsins, þar á meðal Íslend- ingar, hafa þurft að greiða hingað til. Mótmæli námsmanna náðu hámarki á fimmtudag þar sem óeirðir brutust út við þinghúsið í London þar sem lögin voru samþykkt. Reyndist það mörgum stjórnarþingmönnum erfitt og meðal annars kaus 21 þingmaður úr liði Frjálslyndra demókrata á móti lög- unum. Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra námanna erlendis, segir í samtali við Frétta- blaðið að hún sé fegin að hækkanirnar muni ekki koma við þá 215 Íslendinga sem stunda nám í Englandi. „Það er mjög mikilvægt að halda góðum samskipt- um á milli landanna, ekki síst með námsmannaskiptum og ef það myndi detta upp fyrir gæti það haft slæmar afleiðingar.“ - þj Skólagjaldahækkun á Englandi snertir ekki íslenska námsmenn: Gjöld Íslendinga hækka ekki LÆTI Í LONDON Stúdentar komu saman fyrir utan þinghúsið í London til þess að mótmæla hækkun skólagjaldanna. Óeirðir brutust út og tugir manna slösuðust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA SÖ LU TÍ M A BI L 4. -1 8. D ES EM BE R Út sö lu st að ir á k ae rle ik sk ul an .is J Ó L A K Ö T T U R I N N ÍSLENSK HÖNNUN OG RITSNILLD Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA í túlkun Hildigunnar Gunnarsdóttur, Snæfríðar Þorsteins og Þórarins Eldjárns. UMSÓKNARFRESTUR UM NÁM Á VORÖNN ER TIL 11. DESEMBER www.hr.is DÓMSMÁL Hæstiréttur segir að eigendur tveggja frístundahúsa í Kiðjabergi í Grímsnesi þurfi ekki að rífa húsin eins og einn nágranni þeirra krafðist. Húsin standa á landi Meistara- félags húsasmiða í Kiðjabergi. Eigendur þeirra fengu samþykkt byggingarleyfi hjá sveitarfélaginu í október 2005 og í febrúar 2006. Þeir hófust handa við smíði húsanna en sumarið 2006 kærðu eigendur eldra sumarhúss í næsta nágrenni fram- kvæmdina. Úrskurðarnefnd skipu- lags- og byggingarmála komst að því að ekki hafði verið staðið rétt að breyttu aðalskipulagi sem bygg- ingarleyfin byggðu á og felldi þau út gildi og lét stöðva framkvæmd- ir. Ný byggingarleyfi voru síðar gefin út samkvæmt aðalskipulagi sem sveitarstjórnin samþykkti. Þau leyfi voru síðan felld úr gildi sumar- ið 2007 en þá voru húsin næstum fullbyggð. Samkvæmt lögum á að fjarlægja mannvirki sem reist eru án stuðn- ings í skipulagi. Hæstiréttur segir hins vegar ekki annað séð en að húsasmiðirnir sem reistu sér húsin hafi verið í góðri trú um gildi bygg- ingarleyfa sinna. - gar Hæstiréttur segir húsasmiði hafa verið grunlausa um ólögmæti byggingarleyfis: Frístundahús ekki dæmd til niðurrifs UMDEILT HÚS Í GRÍMSNESI Nágrannar þessa frístundahúss í Kiðjabergi töldu gengið á rétt sinn með breyttu skipulagi sem gerði ráð fyrir miklu stærri húsum á svæðinu. MYND/EGILL Hefur þú dregið úr akstri á árinu vegna hækkandi bensín- verðs? Já 77% Nei 23% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti að samþykkja nýja Icesave-samkomulagið? Segðu skoðun þína á visir.is. LÖGREGLUMÁL Tveir karlar um þrí- tugt voru handteknir nú í vikunni í tengslum við rannsókn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á kókaíni til landsins. Annar maðurinn var handtekinn í gær en hinn í byrjun vikunnar. Jafnframt lagði lögreglan hald á um 400 grömm af kókaíni sem reynt var að senda til Íslands í tvennu lagi frá Suður-Ameríku. Mönnunum hefur verið sleppt en annar sat í gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa. - jhh Kókaínsmygl upplýst: Tveir þrítugir smyglarar teknir KJÖRKASSINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.