Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.12.2010, Blaðsíða 8
 11. desember 2010 LAUGARDAGUR ■ Útlán VBS Fjárfestingarbanka námu tæpum 26,4 milljörðum króna í lok árs 2008. Þar af voru lánveitingar til byggingarstarfsemi eignarhaldsfélaga, til einstaklinga og annars 12,6 milljarðar króna. Áhættuskuldbinding bankans lá að mestu í lánum til kaupa á lóðum og byggingar húsa við Selfoss, í Reykja- nesbæ og Mosfellsbæ; áhættu- samra verkefna sem sum hver urðu að engu í efnahagshruninu. ■ Bankinn var annar tveggja sem tók þátt í svokölluðum ástarbréfa- viðskiptunum við Seðlabankann, sem gekk út á að afla viðskipta- bönkunum þremur lausafé þegar aðrar dyr voru þeim lokaðar. Þegar stóru bankarnir féllu í október fyrir tveimur árum stóð VBS uppi með milljarðaskuld við Seðlabankann. Ríkissjóður lánaði honum því 26 milljarða króna til sjö ára í mars í fyrra til að geta staðið við skuld- bindingar sínar. Fyrsta vaxtagreiðsla ríkislánsins var í byrjun þessa árs og gat bankinn ekki staðið í skilum. Seðlabankinn er langstærsti kröfuhafi VBS en hann lýsti kröfu upp á 30 milljarða króna í búið. Það jafngildir rúmlega 60 prósentum allra krafna. ■ Talið er að VBS hafi með réttu verið kominn í vandræði löngu fyrr, jafnvel undir 8,0 prósenta lágmarks- eiginfjárkröfu sem Fjármálaeftirlitið setur fjármálafyrirtækjum snemma árs árið 2008. Í mars á þessu ári greip svo Fjármálaeftirlitið inn í rekstur bankans og skipaði nýja stjórn yfir hann. ■ VBS Fjárfestingarbanki var tekinn til slitameðferðar í mars og rann kröfulýsingarfrestur út um miðjan nóvember. Fall VBS í hnotskurn VIÐSKIPTI Stjórnendur VBS Fjár- festingarbanka lánuðu háar fjár- hæðir til áhættusamra fasteigna- verkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í ein- hverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. „Þess eru dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni,“ segir Hró- bjartur Jónatansson, lögmaður sem sæti á í slitastjórn VBS. „Þarna voru aðilar sem VBS tók að sér að fjármagna sem settu lóðir að veði sem ekki var byrjað að byggja hús á. Lítil verð- mæti voru á bak við þau bréf og ljóst að ekki hafa verið fullnægj- andi veð í ýmsum tilvikum fyrir endur greiðslu. Það er ekki mikið til staðar ef ekki stendur hús á lóðinni,“ bætir hann við. Hróbjartur segir erfitt að sjá forsendur sumra fasteignaverk- efnanna í dag. Ljóst sé að verk- efnin standi ekki undir lánveit- ingum VBS. „Veðin eru talin það léleg að þau skila ekki miklu til félagsins,“ segir hann. Fyrsti kröfuhafafundur VBS var haldinn í fyrradag. Þar kom fram að lýstar kröfur nema 48 milljörðum króna. Þar af eru launakröfur upp á tæpar hundrað milljónir króna. Aðrar kröfur eru víkjandi skuldabréf og fleira sem ekki þótti ástæða til að taka afstöðu til þar sem ekkert mun fást upp í þær. Fram kom á kröfuhafafundin- um að búið væri að færa ofmetið eignasafn bankans niður úr 52 milljörðum króna í tíu milljarða, eða um rúm áttatíu prósent. Af milljörðunum tíu eru níu millj- arða innstæður í Seðlabankanum og gamla Kaupþingi. Þær eru veðsettar upp í rjáfur og því aðeins einn milljarður í bók- færðu eiginfé til skiptanna fyrir kröfuhafa. „Það er okkar mat að eignir eru ekki nægar til að mæta skuldum,“ segir Hróbjartur. jonab@frettabladid.is Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Heildarkröfur í bú VBS Fjárfestingarbanka nema 48 milljörðum króna. Léleg veð eru á bak við lánveitingar til fasteignaverkefna. Einn óveðsettur milljarður er til í sjóði. Erfitt að sjá forsendur lánveitinga, segir fulltrúi í slitastjórninni. Helstu hluthafar VBS fyrir hrun* Nafn Eignarhlutur Sparisjóðurinn í Keflavík 13% IceCapital / Sund 12% Byr sparisjóður 11% Sparisjóður Mýrasýslu 10% * Samkvæmt ársreikningi VBS 2008 HRÓBJARTUR JÓNATANSSON Dæmi eru um að VBS hafi gefið út skuldabréf út á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni, að sögn lögmanns sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL vodafone.is Meiri jól, meiri jól, meiri jól Þunnur og léttur sími með bæði hefðbundnu lyklaborði og snertiskjá. Farsíminn er með 5 megapixla mynda- vél, styður WiFi og honum fylgja auðveld forrit fyrir Facebook og MSN. Nokia X3 0 kr. útborgun og 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 29.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Glæsilegur Google sími með Android 2,2 stýrikerfi, íslensku valmyndakerfi og snertiskjá. Farsíminn er með 3,15 megapixla myndavél og býður upp á flýtileiðir á vefsamfélög eins og Facebook. Með símanum fylgja mánaðaráskrift að Tónlist.is og platan Best of Bang Gang. LG Optimus One 0 kr. útborgun og 4.166 kr. á mán. í 12 mán. Netið í símann, 100 MB, fylgir með í 1 mánuð. Staðgreitt: 49.990 kr. Partý Alias spilið fylgir á meðan birgðir endast Við afborgunarverð á farsímum bætist við 250 kr. greiðslugjald á mánuði. DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður, Valur Sigurðsson, hefur verið dæmdur í tveggja ára fang- elsi fyrir að ráðast á fyrrverandi unnustu sína með hnúajárni. Maðurinn réðst á konuna í sept- ember, sló hana með hnúajárninu í höfuðið og ýtti við henni svo hún féll í gólfið. Þar sem hún lá sló hann hana ítrekað með handar- jaðrinum, með hnefann kreppt- an um hnúajárnið, bæði í höfuð og líkama. Eftir þetta greip hann um háls hennar og lyfti henni upp að vegg. Þar þrengdi hann svo að öndunarvegi hennar að henni sortnaði fyrir augum. Maðurinn sleppti þá takinu og hrinti henni svo að hún féll niður og lenti ofan í baðkari. Konan slasaðist mikið og hlaut sár, bólgur og mar á höfði og víðs vegar á líkama. Eftir þetta ók maðurinn undir áhrifum fíkniefna og án öku- réttar þar til lögregla stöðvaði hann við Rauðavatn. Í vasa hans fannst hnúajárnið, svo og amf- etamín í bílnum. Þá hafði hann einnig kannabislauf í vörslum sínum. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Hann var auk fangelsis- dómsins dæmdur til að greiða konunni rúmlega 770 þúsund krónur í skaðabætur. Hann var sviptur ökurétti ævilangt. - jss Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórhættulega líkamsárás og fleiri brot: Réðst á konu með hnúajárni SVÍÞJÓÐ Peter Mangs, 38 ára Svíi sem er grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undan farið ár, er nú grunaður um að hafa skotið sextán ára pilt fyrir fjórum árum. Þessi árás bætist við langan lista af ódæðisverkum sem Mangs er grunaður um að hafa framið, þar á meðal tvö morð árið 2003. Í frétt sænska dagblaðsins Syd- svenskan kemur fram að pilturinn hafi fundist í blóði sínu í Kroks- bäck-hverfi Malmö árið 2006. Hafði hann verið skotinn í höfuðið með lítilli skammbyssu af árasar- manni sem hafði falið sig í runn- um við fáfarna götu. Samkvæmt Börje Sjöholm, yfir- manni hjá rannsóknarlögreglunni í Malmö, er Mangs nú grunaður um tólf skotárásir fyrir árið 2009, eða áður en glæpaaldan hófst sem leiddi til handtöku hans. Þegar allt er talið eru þrjú morð og átján skotárásir til rannsóknar með til- liti til þess að Mangs hafi framið glæpina. Eins og komið hefur fram eru árásirnar í öllum tilvikum, nema einu, gegn fólki af erlendum upp- runa. Þá var ungur Svíi skotinn í bíl sínum. Farþegi í bílnum var af erlendum uppruna. - shá Enn bætist við langan glæpalista Peter Mangs í Malmö: Grunaður um enn eitt ódæðið PETER MANGS Mangs hefur verið í gæsluvarðhaldi um nokkurra vikna skeið, en neitar sök staðfastlega. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.