Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 12

Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 12
12 11. desember 2010 LAUGARDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 20% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Brettapakkar JÓLAGJÖFIN NOREGUR Um það bil þúsund manns fylgdust með hátíðlegri athöfn í ráð- húsinu í Ósló í gær, þar sem Thor- björn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, lagði verð- launaskjal ársins á auðan stól kín- verska andófsmannsins Liu Xiao- bo. Liu fékk ekki leyfi kínverskra stjórnvalda til að ferðast til Noregs að taka við verðlaununum. „Hann er í einangrun í fangelsi í norðaustanverðu Kína,“ sagði Jag- land í ræðu sinni. „Sú staðreynd ein sýnir að verðlaunin voru nauðsyn- leg og viðeigandi.“ Hann tók fram að verðlaununum væri ekki beint gegn Kína og sagði Kínverja verða að venjast því, sem stórveldi, að þurfa að sæta gagn- rýni og umræðum. Kínversk stjórnvöld eru ævareið norsku Nóbelsnefndinni, norskum stjórnvöldum og öllum þeim ríkjum sem sendu fulltrúa sinn til athafnar- innar í gær. Eiginkona Liu Xiaobo er í stofu- fangelsi og fékk heldur ekki að fara til Noregs. Liu er fimmti verðlaunahafinn sem kemst ekki til Óslóar að taka á móti verðlaununum vegna andstöðu stjórnvalda. Jafnan hefur þó einhver nákom- inn verðlaunahafanum getað mætt á athöfnina til að taka við verðlaun- unum, þangað til núna að enginn fékk leyfi til að fara. Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi frá sér yfirlýsingu í gær og hvatti kínversk stjórnvöld til að láta Liu lausan. „Mannréttindi eru algild – þau tilheyra ekki einni þjóð, heimshluta eða trúarbrögðum,“ sagði Obama, sem fékk friðarverðlaunin í fyrra og sagðist þá sjálfur ekki almenni- lega skilja hvers vegna. Hann sagð- ist virða þann mikla árangur sem Kínverjar hefðu náð í því að koma fólki úr fátækt til bjargálna, og sagðist vissulega sammála því að til mannréttinda teldist sú mannlega reisn sem frelsi undan skorti gæfi. „En Liu minnir okkur á að mannleg reisn er einnig komin undir fram- þróun lýðræðis, opins samfélags og réttarríkis.“ gudsteinn@frettabladid.is Skjalið var lagt á auðan stól Liu Xiaobo sat í fangelsi í Kína meðan Nóbelsverðlaunaathöfnin fór fram í Ósló. Aldrei áður hefur fulltrúi verðlaunahafa ekki getað mætt á athöfnina. Barack Obama hvetur kínversk stjórnvöld til að láta Liu lausan. TÁKNRÆN ATHÖFN Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, við auðan stól verðlaunahafans, kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1935 Carl von Ossietzky, Þýskalandi Fyrsti maðurinn sem fékk ekki að fara til Noregs að taka við friðarverðlaunum Nóbels var Carl von Ossietzky, þýskur blaðamaður og rithöfundur sem þá var fangi nasista vegna gagnrýni sinnar á hernaðarstefnu og endurhervæð- ingu Þýskalands. 1975 Andrei Sakharov, Sovét- ríkjunum Andófsmaðurinn og kjarneðlisfræð- ingurinn Andrei Sakharov fékk frið- arverðlaunin fyrir mannréttinda- og friðarbaráttu sína í Sovétríkjunum. Hann hafði starfað að þróun kjarnorkuvopna í tuttugu ár þegar hann tók að gagnrýna stjórnvöld árið 1968 og féll þá úr náðinni. Eiginkona hans, Jelena Bonner, tók við verðlaununum. 1983 Lech Walesa, Póllandi Pólski rafvirkinn og verkalýðsleið- toginn Lech Walesa hlaut friðar- verðlaunin árið 1983. Walesa þorði ekki að fara til Óslóar af ótta við að honum yrði meinað að koma aftur til Póllands. Þess í stað tók eiginkona hans við verðlaununum. Sjö árum síðar var stjórnin fallin og Walesa orðinn forseti Póllands. 1991 Aung San Suu Kyi, Búrma Aung Saan Suu Kyi fékk friðarverð- launin fyrir þrotlausa baráttu sína fyrir lýðræði og mannréttindum í Búrma. Hún sat í stofufangelsi þegar verðlaunaafhendingin fór fram. Synir hennar, Kim og Alex- ander, tóku við verðlaununum. Fjögur sem komust ekki … HUNDURINN GRAFINN Mark Pickard, lögreglumaður í bænum Gloucester í New Jersey í Bandaríkjunum, var augljóslega hrærður þegar lögreglu- hundurinn Schultz var grafinn við hátíðlega athöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Guðrún Ósk Hansen, þriggja barna móðir í Vogum á Vatnsleysu- stönd, vann flatskjá í Facebook- leik Vísis í gær. Guðrún er öryrki eftir alvarlegt bílslys og maðurinn hennar vinnur í Noregi. Það kom Guðrúnu skemmti- lega á óvart þegar hún fékk sím- tal þar sem henni var tilkynnt að hún hefði verið dregin út í Vinaleik Vísis og hreppt þennan vinning. „Þetta er ekki leiðinlegur jóla- pakki,” segir Guðrún Ósk í samtali við Vísi í gær. Hún segir að efna- hagshorfur og atvinnuástand hér á landi hafi orðið til þess að hún íhugi nú alvarlega að flytja út til eiginmannsins í Noregi. Vinaleikur Vísis heldur áfram og daglega eru dregnir út glæsilegir vinningar. Leiknum lýkur hinn 20. desember. - sv Guðrún Ósk Hansen dregin út í Facebook-vinaleik Vísis: Flatskjárinn kom skemmtilega á óvart VINNINGURINN AFHENTUR Jóhann Viðarsson, hjá Sjónvarpsmiðstöðinni, og Einar Skúlason, kynningarstjóri Vísis, afhenda Guðrúnu Ósk Hansen vinninginn. ÖRYGGISMÁL Tvö til þrjú tilvik koma upp árlega hér á landi þar sem börn eru hætt komin eftir að hafa vafið snúrum af rimlagard- ínum um hálsinn á sér. Síðasta sumar mátti ekki miklu muna þegar barn féll niður á gólf í verslun eftir að hafa vafið slíkri snúru um hálsinn á sér. Rúllu- og rimlagardínur eru algengar hér á landi á heimilum, leikskólum og öðrum stöðum þar sem ung börn halda til. Her- dís L. Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, segir að engin dauðaslys hafi orðið hér á landi, en þar sem ung börn eigi það oft til að vefja gardínusnúrum um hálsinn á sér sé mikilvægt að for- eldrar geri viðeigandi ráðstafan- ir. - sv Foreldrar geri ráðstafanir: Snúrur geta skaðað börn VIÐSKIPTI Pan American Silver Peru hefur fengið Premio Des- arrollo Sostenible 2010 verðlaun- in (eða Verðlaun fyrir sjálfbæra þróun 2010) í flokki stuðnings við staðbundin verkefni tengd námu- vinnslu. Í tilkynningu fyrirtækis- ins kemur fram að verðlaunin séu veitt fyrir fordæmisgefandi starf á vettvangi félags- og umhverfis- mála og jákvæð áhrif sem fyrir- tækið hafi haft á nærsamfélög á athafnasvæðum sínum í Perú. Ross J. Beaty, forstjóri Magma Energy, eiganda HS Orku, er stofn- andi Pan American Silver, en hann er nú stjórnarformaður félagsins. Verðlaunin eru árviss en þau veita Samtök fyrirtækja í námu- iðnaði, olíuvinnslu og orku í Perú (SNMPE). Verðlaunin eru sögð hafa verið stofnsett með það fyrir augum að stuðla að bættum starfs- háttum í iðnaðinum og til að stuðla að langtímasjálfbærni. Dómnefndin er skipuð nokkrum fulltrúum iðnaðar- og viðskipta- lífs í Peru, sem og fulltrúum sjálf- stæðra félagasamtaka, fjölmiðla og stjórnvalda. Verðlaunin voru veitt í Líma, höfuðborg Perú, 2. desember síðastliðinn. Áður hafa fengið verð- laun í sama flokki fyrirtæki á borð við Antamina, Milpo, Atacocha og Xstrata. - óká NÁMUMENN Myndin er frá mótmælum námumanna í Líma í aprílbyrjun 2010. Þá mótmæltu námumenn nýjum reglum fyrir sjálfstæð námufélög. NORDICPHOTOS/AFP Pan American Silver fær umhverfisverðlaun samtaka námuiðnaðarins í Perú: Hafa góð áhrif á nærsamfélagið SAMFÉLAG Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna í Reykjavík hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar 500.000 króna styrk til að standa við bakið á tekjulágum fjölskyldum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir ungum barnafjölskyldum matarað- stoð og styður að því að börn geti stundað tómstundastarf og nám. Styrk fulltrúaráðsins, sem þau Jónas Þórisson framkvæmdastjóri og Vilborg Oddsdóttir, forstöðu- maður innanlandsaðstoðar, veittu viðtöku verður aðeins úthlutað í Reykjavík. - bþh Hjálparstarf kirkjunnar: Styrkir barna- fjölskyldur Heimsminjar á netið Heimsminjanefnd Íslands hefur opnað heimasíðu um heimsminja- samning UNESCO og framkvæmd hans hér á landi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra opnuðu síðuna formlega í gær. Heimsminjasamningurinn miðar að því að vernda bæði menningar- minjar og náttúruminjar sem eru ein- stakar í heiminum. Á heimasíðunni má finna fréttir af samningnum og upplýsingar um aðild Íslands. UMHVERFISMÁL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.