Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 24
24 11. desember 2010 LAUGARDAGUR
Lúxusþjónusta Besta flokksins
Varaformaður velferðarráðs, Ágúst Már Garðarsson, birti
grein hér í blaðinu þann 8. desem-
ber í þeim tilgangi að leiðrétta
rangfærslur og hártoganir sem
hann segir að hafi verið settar
fram. Hann telur brýnt að gerð-
ur sé greinarmunur á lögbund-
inni þjónustu og annarri, enda
geti gjaldheimta fyrir lögbundna
þjónustu virkað sem óbeinn skatt-
ur. Með þessu gefur Ágúst sér að
öll sú þjónusta sem ekki er lög-
bundin sé ekki nauðsynleg eins
og sést ágætlega í málflutningi
hans.
Skilgreiningar á grunnþjónustu
Í greininni leggur Ágúst gjald-
skrárhækkanir vegna sundferða
og heimsókna á menningarstofn-
anir að jöfnu við gjaldskrár-
hækkanir vegna skólamáltíða og
frístundaheimila og gengur svo
langt að fullyrða að það að telja
þetta til grunnþjónustu sé ámóta
og að taka verð á Range Rover
inn í vísitöluviðmið Seðlabank-
ans. Skólamáltíðir eru sumsé
lúxus á borð við Range Rover.
Ég kannast ekki við að nokkur
borgarfulltrúi hafi litið á gjald-
skrár sundstaða eða menningar-
stofnana sem jaðarskatta enda
væri það ansi langsótt. Hitt er
aftur á móti augljóst, að skóla-
máltíðir og frístundaheimili hafa
um langt skeið talist til mikil-
vægrar grunnþjónustu borgar-
innar, jafnvel þótt löggjafinn
hafi enn ekki viðurkennt mikil-
vægið.
Raunverulegt val
Þegar kemur að skilgreiningu á
grunnþjónustu verður að meta
hversu raunverulegt valið er sem
borgarbúar standa frammi fyrir.
Ætli það séu margir foreldrar
sem velta því fyrir sér hvort
börnin þeirra eigi að vera á frí-
stundaheimilum? Um hvað snýst
það val? Foreldrar hafa í fæstum
tilfellum raunverulega möguleika
á að minnka við sig vinnu til að
taka á móti börnum sínum upp úr
kl. 14 á daginn, enn síður ef þeir
eru einstæðir eða á lágum laun-
um. Þá gæti verið valkostur að
senda 6 ára gamla barnið heim
úr skólanum með lykil og láta það
sjá um sig sjálft þar til vinnudegi
lýkur. Það er varla valkostur sem
margir foreldrar telja skynsam-
legan. Foreldrar í sam félagi sam-
tímans þurfa langflestir á þess-
ari þjónustu að halda til að geta
framfleytt fjölskyldunni. Gjald-
skrárhækkanir á frístundaheimil-
um eru því ekkert annað en jaðar-
skattar á foreldra barna í 1.-4.
bekk sem koma til með að bitna
verst á þeim sem minnst eiga
valið – en þetta mætti koma í veg
fyrir ef skattkerfið væri nýtt sem
skyldi.
Að sama skapi eru óskaplega
fáir foreldrar sem telja það betra
fyrir börn sín að hafa nesti með að
heiman í stað þess að borða heitan
mat í skólamötuneytunum. Þessu
virðist Ágúst átta sig á, sem og
þeirri staðreynd að skólamáltíðir
séu velferðarmál og þær skipti sér-
staklega miklu máli nú þegar fólk
býr í auknum mæli við atvinnu-
leysi og erfiðar fjárhags aðstæður.
Engu að síður telur hann eðlilegt
að hækka gjaldskrárnar flatt í
stað þess að fólk greiði í sameigin-
legan sjóð eftir getu.
Nýja aflið spreytir sig
Það er einkar athyglisvert að
fylgjast með störfum og rök-
semdafærslu nýja stjórnmála-
aflsins sem hét breytingum og
umbótum og því besta fyrir alla.
Sér í lagi vekur það furðu að
varaformaður velferðarráðs skuli
telja skólamáltíðir og frístunda-
heimili vera sambærilegan lúxus
og Range Rover jeppa – og ekki
síður að fulltrúi þessa nýja afls
skuli hengja sig í lagatæknileg
atriði við skilgreiningu á grunn-
þjónustu í stað þess að vega og
meta þörfina fyrir þjónustuna og
hver besta leiðin sé til að koma til
móts við hana.
Borgarmál
Sóley
Tómasdóttir
borgarfulltrúi VG
Það er einkar athyglisvert að fylgjast
með störfum og röksemdafærslu nýja
stjórnmálaaflsins sem hét breytingum
og umbótum og því besta fyrir alla
Forsetinn og
fjárfesting
Ólafur Ragnar Grímsson hefur undanfarið ár verið á
við margar ríkisstjórnir í kynn-
ingu á málstað Íslands erlendis.
Ólafur Ragnar lét nýverið hafa
eftir sér í viðtali við The Banker
að Íslendingar kæmust af án
erlendrar fjárfestingar. Nokkrir
spekingar sem einhverra hluta
vegna hafa látið kynningarstarf
forsetans fara í taugarnar á sér
sáu sér leik á borði. Þarna virt-
ist komið kjörið tækifæri til að
sýna að forsetinn væri heim-
óttarlegur og óraunsær. Komið
var nýtt tilefni til að koma með
yfirlætislegar yfirlýsingar um
að við getum nú ekki lokað land-
inu og farið aftur í torfkofana
og allt þetta dæmalausa frasa-
rugl.
Hver var boðskapurinn?
Í fyrsta lagi voru skilaboðin
ekki þau að erlend fjárfesting
væri alltaf slæm heldur miklu
frekar að Íslendingar gætu
bjargað sér sjálfir ef svo bæri
undir. Þetta eru æskileg skila-
boð vilji menn auka á viðskipti
við útlönd enda ekki eftirsótt að
eiga viðskipti við þá sem eru á
vonarvöl (nema af hálfu þeirra
sem vilja nýta sér neyðina). En
málið minnir einnig á nokkuð
sem oft vill gleymast í umræðu
um erlenda fjárfestingu, nefni-
lega það að hagfræðilega er
erlend fjárfesting sama eðlis
og erlend lántaka.
Meira út en inn
Þegar útlendingar kaupa íslensk
hlutabréf eða ráðast sjálfir í
framkvæmdir hér á landi er
ætlunin sú að þeir fái á endan-
um meira til baka en þeir lögðu
fram, þ.e. taki á endanum hærri
upphæð út úr hagkerfinu en
þeir settu inn í það. Helst tölu-
vert hærri upphæð því annars
hefði viðkomandi einfaldlega
lagt peningana inn á öruggan
vaxtareikning. Fólki hættir til
að ímynda sér að erlend fjár-
festing valdi hreinu innstreymi
fjármagns í hagkerfið en sú er
ekki raunin.
Þó geta fylgt kostir
Hins vegar er erlend fjárfesting
mikilvæg í bland vegna þess að
henni fylgir oft sérfræðiþekk-
ing og bolmagn til að ráðast í
stórar framkvæmdir. Auk þess
er stundum skortur á fólki eða
fyrirtækjum sem eru til í að
leggja fram áhættufé og æski-
legt getur verið að deila áhættu
með útlendingum. Þegar vel
gengur skapast störf í land-
inu og ríkið fær skatttekjur en
fjárfestirinn hirðir hagnaðinn.
Það væri til dæmis óskandi að
álverin væru í eigu Íslendinga
þegar þau skila miklum hagn-
aði sem streymir út úr land-
inu til erlendra eigenda. Spurn-
ingin er hins vegar sú hvort
Íslendingar hafi verið fjár-
hagslega og tæknilega í stakk
búnir til að reisa eigin álver og
bera alla áhættuna. Það er hins
vegar ekki að ástæðulausu sem
við takmörkum erlenda fjár-
festingu í grundvallarauðlind-
um landsins. Þjóðir sem missa
yfirráð yfir auðlindum og fram-
leiðsluþáttum sínum til erlendra
fjárfesta verða af stórum hluta
verðmætasköpunarinnar og
verða öðrum háðar.
Hvers erum við megnug nú?
Þá komum við aftur að þeirri
skoðun forsetans að hér sé nægt
fjármagn til uppbyggingar. Það
er rétt að ótrúlega mikið íslenskt
fjármagn liggur aðgerðalaust á
bankareikningum og ávaxtast
á kostnað ríkis ins, líklega hátt í
2.000 milljarðar. Ef ríkis valdið
skapar þær aðstæður að fólk
sjái sér aftur hag í að fjárfesta
í stað þess að láta fjármagnið
liggja óhreyft má skapa mikla
atvinnu og verðmæti fyrir þjóð-
arbúið úr þessum peningum.
Í bland væri þó æskilegt að
útlendingar með sérþekkingu
á ólíkum sviðum sæju sér hag
í að fjárfesta hér í fjölbreyttri
atvinnustarfsemi. Því miður
hefur stefna stjórnvalda hins
vegar verið þveröfug. Háir
vextir hafa verið greiddir fyrir
að halda fjármagni úr umferð,
skattar hækkaðir, ýmsir öfugir
hvatar innleiddir og útlending-
ar fældir burt með óstöðugu
stjórnarfari. Það er mikil synd
því að hér voru á margan hátt
að skapast kjöraðstæður fyrir
fjárfestingu.
Tækifærin og hætturnar
Ef við snúum dæminu við getur
Ísland fljótt orðið að landi tæki-
færanna. Eins og forsetinn benti
óbeint á verðum við þó að muna
að erlend fjárfesting er ekki
ókeypis peningur. Erlend fjár-
festing til að skapa verðmæti
er góð en innlend fjárfesting er
betri (ef hún gefur sama arð).
Hér er allt til reiðu. Það að ætla
að skuldsetja ríkið í von um að
þannig streymi inn erlent fjár-
magn, eins og sumir af gagn-
rýnendum forsetans virðast
telja vænlegt, er hins vegar stór-
hættulegt. Gegndarlaus erlend
skuldsetning ríkis um leið og
kerfinu er haldið gangandi með
erlendri fjárfestingu er upp-
skriftin að arðrændu þriðja-
heimsríki.
Þetta er í raun sáraeinfalt.
Það á að reka ríki eins og gott
bú. Það getur borgað sig að taka
lán til að kaupa dráttarvél en við
seljum ekki frá okkur mjólkur-
kýrnar. Þegar öllu er á botninn
hvolft snýst þetta um að skapa
verðmæti og eyða ekki meiru en
aflað er.
Erlend
fjárfesting
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
form.
Framsóknarflokksins
Erlend fjárfesting
til að skapa verð-
mæti er góð en innlend
fjárfesting er betri (ef hún
gefur sama arð).
AF NETINU
Umboðslaus?
Það nýjasta í Staksteinum er að 80% kjósenda eigi engan fulltrúa á stjórn-
lagaþingi og því sé þingið umboðslaust.
Þar áður sögðu sumir að aðeins 3% kjósenda hefðu kosið Þorvald Gylfason,
en af því hlaut að leiða að 97% kjósenda vildu ekkert með hann hafa.
Nú liggur það hins vegar fyrir að 33% þeirra, sem kusu, settu Þorvald Gylfa-
son í eitthvert af 25 sætunum á kjörseðlum sínum og er það alveg nýtt að
kjörfylgi sé ekki miðað við þá sem kusu heldur alla sem voru á kjörskrá.[...]
Nú bíð ég spenntur eftir Staksteinaskrifum sem sýna fram á að meirihluti
íslensku þjóðarinnar hafi gefið frat í stjórnarskrána 1918 af því að meirihluti
þjóðarinnar, 52%, kaus ekki í kosningunum um hana.
herdubreid.is Ómar Ragnarsson
GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000NB
I
h
f.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
.
Ein gjöf sem hentar öllum
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
18
8
Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp á að gefandinn ákveði upphæðina
og viðtakandinn velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu til áramóta.
Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.