Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 11.12.2010, Qupperneq 36
36 11. desember 2010 LAUGARDAGUR L íknarmeðferð fjallar ekki bara um dauðann. Við erum ekki bara að sinna dauðvona sjúklingum heldur að bæta lífsgæði sjúk- linga sem eru með lífshættulega langt gengna sjúkdóma, á þessu er mikill munur,“ segir Valgerður Sigurðar- dóttir, yfirlæknir líknardeildar Landspítal- ans. Hún tekur á móti blaðamanni á líknar- deildinni í Kópavogi, sem opnuð var árið 1999. Síðan þá hefur deildin stækkað, auk legudeildar eru þar bæði dagdeild, fimm daga deild og göngudeild. Deildin er á falleg- um stað við Kópavoginn, sem skiptir máli að sögn Valgerðar, gönguleiðir í nágrenninu eru margar og verönd við suðurhlið hússins er notaleg á sumrin. Inni við er sömuleiðis ekki hefðbundið spítalaumhverfi eins og flestir þekkja það, heldur er reynt að hafa notalegt umhverfi sem sjúklingar og aðstandendur þeirra geta látið sér líða vel í. Hreyfing sem hófst á sjöunda áratugnum Nútíma líknarmeðferð þróaðist á seinni hluta sjöunda áratugarins, þá voru opnuð fyrstu líknarheimilin (e. hospice) sem sinntu deyjandi sjúklingum. „Hugmyndafræðin um líknarmeðferð þróaðist þegar þær miklu framfarir í læknavísindum sem áttu sér stað eftir heimsstyrjöldina síðari höfðu orðið til þess að áhugi, ef svo má segja, á sjúkling- um með ólæknandi sjúkdóma hafði minnk- að. Hin mikla áhersla sem var á tækninýj- ungar varð til þess að þeir sem ekki var hægt að lækna gleymdust svolítið. Í þess- ari hringiðu stigu fram einstaklingar sem fóru að tala máli þess að það þurfi að sinna hinum deyjandi.“ Í kjölfarið hófst hin breska hospice-hreyf- ing. Hún hampaði þeirri hugmyndafræði að sérhæft teymi þyrfti til að sinna deyjandi einstaklingum, markmið meðferðarinnar ætti að vera að bæta líðan og draga úr sjúk- dómseinkennum en í raun ekki að lækna eða beinast að hinum undirliggjandi sjúk- dómi. Og virða dauðann þegar hann bank- aði á dyrnar. „Það er vitaskuld ekki þannig að eitthvað sé gert til þess að flýta dauðanum í líknar- meðferð, heldur er verið að lina þjáning- ar í aðdraganda hans,“ segir Valgerður og bendir jafnframt á að þó svo að líknarmeð- ferð, eins og við þekkjum hana í dag, hafi í raun orðið til vegna aðstæðna sem spretta af framförum í læknisfræði þá hafi framfar- irnar vissulega komið að notum í líknarmeð- ferð – þekking á verkjastillandi lyfjum hafi aukist mikið svo dæmi séu tekin. Lykilhlutverk grasrótarinnar Á Íslandi nær saga líknarmeðferðar aftur til seinni hluta níunda áratugarins, en þá byrj- aði Krabbameinsfélagið með Heimahlynn- ingu, sem síðar fluttist til Landspítala 2006. Nokkrum árum síðar var hjúkrunarþjónust- an Karítas stofnuð og Heimahlynning Akur- eyrar. Árið 1997 var svo líknarráðgjafa- teymi Landspítalans stofnað, tveimur árum síðar líknardeildin í Kópavogi og skömmu síðar líknardeildin á Landakoti sem þjónar öldruðum sjúklingum. Yfirstjórn spítalans hefur því stutt vel við uppbyggingu líknar- þjónustunnar. Sama á því við hér á landi eins og erlendis að frumkvæði að líknarmeðferð sprettur úr grasrótinni og þess má geta að Oddfellow-hreyfingin lagði endurtekið til fé og ómælda vinnu við endurgerð húsnæð- is líknardeildarinnar í Kópavogi. Þegar líknarmeðferð fór að festa sig í sessi segir Valgerður að áhugi á að líkna hafi kviknað á nýjan leik innan heilbrigðiskerf- isins, starfsfólk hafi farið að gera sér grein fyrir að sú nálgun sem notuð var í líknar- meðferð gagnaðist stærri hópi sjúklinga. Þá er meðal annars átt við meðferð erfiðra ein- kenna, samtöl um meðferðarmarkmið, sál- gæslu og fleira þess háttar. „Því hafði alltaf verið haldið fram að krabbameinssjúklingar væru þeir sem væru með mestu og verstu einkennin við lok lífs- ins og þjáðust mest allra sjúklinga. Í ljós hefur komið að það er ekki alveg svo ein- falt, sjúklingar með hjartabilun á lokastigi, lungnabilun og taugasjúkdóma ýmiss konar eru með mörg sömu einkenni en það hafði bara aldrei verið skrifað um það.“ Í kjölfar þessarar þróunar og þeirrar reynslu að nálgunin sem beitt er í líknar- meðferð gagnist sjúklingum fyrr í sjúk- dómsferlinu endurskoðaði Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin, WHO, skilgreiningu sína á líknarmeðferð. Stofnunin hafði gefið út skilgreiningu árið 1990 en árið 2002 kom út ný og í henni felst að líknarmeðferð mið- ist að því að bæta lífsgæði sjúklinga með lífshættulega sjúkdóma. Lækning og líkn eru ekki andstæður, líknarmeðferð nýtist sjúklingum samhliða læknandi meðferð en áherslur líknarinnar aukast við versnandi sjúkdómsástand. Sjúklingar geta læknast af lífshættulegum sjúkdómum og um leið dregur úr áherslum líknarinnar. Breyttar áherslur Hin nýja og endurskoðaða skilgreining varð Landspítalanum hvati til að setja saman nýjar leiðbeiningar um líknarmeðferð og var það gert á síðasta ári. „Við höfum verið að innleiða þessar leið- beiningar með mjög skipulögðum hætti á þessu ári,“ segir Valgerður sem er ánægð með hvernig hefur tekist til. „Hinar nýju leiðbeiningar eru miklu nákvæmari og umfangsmeiri en þær fyrri, og leggja áherslu á líknarmeðferð í víðum skiln- ingi, að auka umræðuna um meðferðar- markmið, mat á þörfum og lífsgildum sjúk- linga svo sem sjúkdómseinkennum, atriðum sem tengjast menningarlegum, sálrænum, félagslegum, andlegum, trúarlegum og til- vistarlegum þáttum, auk siðferðilegra og lagalegra þátta sem hafa ber í huga. Jafn- framt er mikil áhersla lögð á gildi samtals- ins við sjúklinga og aðstandendur og að vinna markvisst að bættum samskiptum almennt. Líknin hefur sömu markmið og önnur lækning – að bæta líðan –, nálgunin er bara önnur.“ Þó að krabbameinssjúklingar hafi verið stærsti hluti þeirra sem fær líknarmeðferð segir Valgerður fleiri sjúklinga nýta sér líknarþjónustu, til að mynda MND-sjúk- lingar og sjúklingar með lokastig hjarta- og lungnabilunar. Þeir sjúklingar eigi eins og fram er komið fullt erindi í líknarmeðferð – en vegna tengingar sem er í hugum margra á milli líknarmeðferðar og dauða þurfi að kynna líknarmeðferð betur til að fólk bregð- ist ekki illa við sé þeim boðin sú þjónusta og það sem í henni felst. Stefnuleysi yfirvalda Valgerður segir líka afar brýnt að heilbrigð- isyfirvöld móti stefnu á sviði líknarmeðferð- ar, hún sé ekki til staðar eins og til dæmis á hinum Norðurlöndunum. „Hvað ætla heil- brigðisyfirvöld að leggja áherslu á í fram- tíðinni, heimaþjónustu eða meiri þjónustu á líknardeildum, þessum spurningum hefur ekki verið svarað,“ bendir Valgerður á og segir ekki réttlátt að treysta á grasrótina til að sjá um frumkvæði í líknarmeðferð. Sú aðferð treysti um of á drifkraft einstaklinga og verði því um of tilviljunum háð. Stefnumótun í líknarmeðferð sé ekki síst mikilvæg þegar haft sé í huga að íslenska þjóðin er að eldast og samhliða eykst tíðni langvinnra ólæknandi sjúkdóma. Þessi hópur sjúklinga lifir lengi og mun í aukn- um mæli þurfa á víðtækri þverfaglegri heil- brigðisþjónustu að halda en ekki hátækni- og bráðaþjónustu. Bæta lífsgæði sjúklinga Nýleg rannsókn sýnir að sjúklingar sem hljóta líknarmeðferð samhliða hefðbundinni meðferð lifa lengur en þeir sem ekki fá slíka meðferðarnálgun. Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildar Landspítalans, sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur frá breyttum áherslum í líknar- meðferð, árangri hennar og nauðsyn þess að heilbrigðisyfirvöld móti stefnu í málaflokknum. VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR Segir yfirvöld heilbrigðismála verða að setja sér stefnu í líknarmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Líknarmeðferð lengdi líf Í haust var kynnt bandarísk rannsókn sem vakti töluverða athygli. Hún sýndi fram á að sjúklingar sem fengu líknandi meðferð við lungnakrabbameini sam- hliða venjulegri krabbameinsmeðferð mátu lífsgæði sín betri, þeir höfðu færri erfið sjúkdómseinkenni og leið þar af leiðandi betur. Það sem kom á óvart var að þeir lifðu að meðaltali þremur mánuðum lengur. Rannsóknin er sú fyrsta sem sýnir að líknarmeðferð geti í raun haft lífslengjandi áhrif. Hóparnir sem voru bornir saman fengu alveg sams konar meðferð við krabbameininu en annar hópurinn fékk þar að auki líknarmeðferð með öllu sem henni tilheyrir, samtali um meðferðarmarkmið, áherslu á meðferð líkamlegra og sálrænna einkenna, aðstoð við að takast á við erfiðar aðstæður, líðan og svo framvegis. Eitt af mark- miðum rannsóknarinnar var að skoða hvort líknar- meðferð gæti gagnast sjúklingum fyrr í sjúkdómsferl- inu og niðurstaðan bendir ótvírætt til þess. Þegar mannfjöldaspá Hagstofunnar er skoðuð fyrir næstu 20 ár má sjá að gangi hún eftir mun Íslendingum sem eru eldri en 60 ára fjölgar um 36 prósent á næstu 10 árum og 72 prósent ef litið er 20 ár fram í tímann. Íslendingar eldri en 60 ára verða þá rúm 90.000 í stað tæplega 60.000 eins og í dag. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær sjúkdóma þar sem líknarmeðferð á mjög vel við eru eldri en 60 ára og því ljóst að þörfin fyrir hana mun aukast mjög á næstu árum. ÞÖRFIN FYRIR LÍKNARMEÐFERÐ MUN AUKAST MIKIÐ Á NÆSTU ÁRATUGUM Mikil fjölgun eldri borgara 400 300 200 100 0 2010 2020 2030 Þú su nd m an ns Heimild: Hagstofa Íslands■ Fjöldi Íslendinga ■ Fjöldi Íslendinga eldri en 60 ára FRÁ LÍKNARDEILDINNI Í KÓPAVOGI Umhverfið er heimilis- legra en á venjulegum spítala.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.