Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 40

Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 40
40 11. desember 2010 LAUGARDAGUR É g er fremur lítið fyrir að gera áætl- anir fram í tímann. Ég kýs frek- ar að halda áfram að vinna mikið, vera duglegur og sýnilegur, og sjá svo bara hvað gerist. Ætli það sé ekki rétta leiðin til að fara í þess- um bransa,“ segir Sigurður Eggertsson, eða Siggi Eggertsson eins og hann er jafnan kall- aður, sem hefur vakið athygli víða um heim fyrir myndskreytingar sínar og hönnun undanfarin ár. Nú síðast sá Siggi um umslag og hönnun plötunnar Pólýfóníu með Orgelkvartettin- um Apparat, en mikill meirihluti álitsgjafa Fréttablaðsins taldi umslagið hið besta sem gert hefur verið á Íslandi á þessu ári í könnun sem birt var um síðustu helgi. Þótti umslag- ið bera sterkum höfundareinkennum Sigga vitni. „Það var mjög gaman að vinna með Apparat, enda er hún ein af mínum uppáhaldshljóm- sveitum íslenskum. Fyrir plötuna bjó ég til skjaldarmerki fyrir hvern meðlim í bandinu, sem allir standa fyrir vissar þjóðfélagsstétt- ir, og líka skjaldarmerki fyrir öll lögin á plöt- unni. Á sjálfu umslaginu eru svo öll þessi skjaldarmerki sett saman í eitt, eins konar samein- ingarskjaldarmerki. Þetta gerði ég í miklu samstarfi við meðlimi hljómsveit- arinnar og fékk frá þeim góðar útskýringar á því um hvað málið snerist. Allt í gegnum internetið, milli landa,“ segir Siggi. Einfaldar hlutina „Það hefur verið svolítið mikið flakk á mér í gegn- um tíðina,“ segir Siggi, sem býr þessa stundina í Berlín en hefur þó umboðsmann í London. „Öll vinnan mín fer í gegnum London og engir af mínum kúnn- um eru í Þýskalandi. Ég er með stúdíó heima hjá mér og þarf ekki meira pláss en það, því þetta er mjög fyrirferðarlítið starf. Í rauninni get ég unnið hvar sem er í heiminum,“ bætir hann við og það eru orð að sönnu, því á ferlin- um hefur hann meðal annars búið í London, New York og á Tálknafirði, auk Berlínar og Reykjavíkur. Hann er þó fæddur og uppalinn á Akur- eyri, þar sem aðaláhugamál hans sem barn og unglingur voru að teikna og leika sér í tölvum. „Mig minnir að ég hafi verið fjórtán ára þegar ég áttaði mig á því að eitt ákveðið fag sam- einaði þessi tvö áhugamál, en það var grafísk hönnun, og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég vildi gera í líf- inu,“ rifjar Siggi upp. Hann komst inn í Listaháskóla Íslands einungis átján ára gam- all og flutti þá til Reykjavíkur, þaðan sem hann lauk námi í graf- ískri hönnun árið 2006. Hann segist þó fljótlega hafa uppgötv- að að honum þyki skemmtilegast að teikna og hefur því sérhæft sig nokkuð, aðallega í myndskreytingum af flestu tagi, til að mynda fyrir tímarit, á fatnað, plaköt, plötuumslög, stóra veggi og í raun allt milli himins og jarðar, en einnig týpógrafíu eða prentlist. Aðspurður segist Siggi eiga í erfiðleikum með að lýsa sínum eigin stíl og aðferðum með góðu móti, en hallast helst að því að einföldun leiki þar lykilhlutverk. „Ég er mikið í því að taka raunverulega hluti og einfalda niður í geómetrísk form. Myndskreyting þekkist varla sem fag hérna á Íslandi og það er borin frekar lítil virðing fyrir greininni. Vegna smæðar markaðar- ins er alls ekki hægt að lifa á slíku hér. Til dæmis er það mjög greinilegt í íslenskum aug- lýsingaherferðum, en þar eru nánast alltaf á ferð ljósmyndir af fólki eða eitthvað í þeim dúr. Því má segja að ferillinn hafi í raun ekki farið almennilega í gang fyrr en ég flutti til útlanda. Það var nauðsynlegt fyrir mig og líklega flesta þá sem vilja ná langt í því sem þeir gera. Samt kem ég alltaf til Íslands inn á milli.“ Spái lítið í umfjöllun Siggi hefur ávallt kosið að starfa sjálfstætt og segir það til að mynda aldrei hafa átt við sig að vinna á auglýsingastofu, níu til fimm vinna henti honum illa. Meðal þekktra fyrirtækja sem hann hefur unnið verkefni fyrir má nefna fatamerkin H&M og Stüssy, Microsoft og Nike, en fyrir það síðastnefnda vann Siggi risavaxna mósa- ík-veggskreytingu af körfuknattleiksmann- inum Patrick Ewing fyrir verslun í Harl- em í New York. Árið 2008 hannaði hann svo umslagið fyrir breiðskífu hinnar heims- frægu hljómsveitar Gnarls Barkley, sem víða vakti töluverða athygli. Raunar hefur verið fjallað mikið um Sigga í hinum ýmsu tímaritum og bókum síðustu árin. „Þessi verkefni sem flestir hafa séð eru samt ekkert endilega þau sem mér þykir vænst um,“ segir Siggi, „heldur miklu frekar þau sem ég ákveð að gera fyrir sjálfan mig, þar sem ég sem persóna og listamaður fæ að skína betur í gegn. Ég hef líka fengið mun fleiri verkefni út á það sem ég hef gert fyrir sjálfan mig en þessi stóru fyrirtæki. Svona stór verkefni gera mann auðvitað sýnilegri og auðvitað er áhugi og umfjöllun góð fyrir egóið af og til, en ég reyni að spá ekki of mikið í þess háttar hluti. Það er bara óhollt að hugsa of mikið um slíkt.“ Langar að vinna með LeBron Eins og áður sagði er Siggi lítið fyrir að gera miklar áætlanir fyrir framtíðina. Hann seg- ist aldrei hafa þurft að eltast við ákveðin verk- efni heldur alltaf verið í þeirri stöðu að þau hafi rekið á fjörur hans. „En auðvitað eru alltaf einhver verkefni sem mig dreymir um að vinna,“ segir hann og nefnir meðal annars að hanna peninga, plötuumslag fyrir Björk og vinna með körfu- boltamanninum LeBron James sem dæmi um draumaverkefni sín. „Svo væri örugglega rosalega gaman að hanna treyjur fyrir Chelsea. Ég hef gert ein- hverjar skissur sem eru faldar í tölvunni minni og enginn annar hefur séð, en ætli ég myndi ekki einfalda hönnunina á treyjunni aðeins. Ég er tilbúinn í verkefnið og Roman Abramovich má endilega hringja í mig,“ segir Siggi og hlær að lokum. Roman má endilega hringja Mynd frá Berlín sem Siggi gerði fyrir alþjóðlega hönnunartímaritið Eye Magazine og eitt af sex plakötum sem Siggi vann fyrir íþróttavörufyrirtækið Nike í tengslum við HM í knattspyrnu í sumar. Í MIÐBÆNUM Siggi Eggertsson hefur verið á töluverðu flakki undanfarin ár en býr nú í Berlín, þótt störf hans fari í gegnum umboðsmann í London. „Það er eitthvað við Berlín sem heillar mig, ég er hrifinn af sögunni og svo er allt svo vítt og breitt þar. Þar fær maður líka meira fyrir peningana sína en í flestum öðrum stórborgum í Evrópu,“ segir Siggi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BERLÍN OG AFRÍKA Útskriftarverkefni Sigga úr Listahá- skólanum var bútasaum- steppi, en myndefnið byggði hann á hlutum sem mótuðu hann í æsku eins og körfuboltahetjunni Michael Jordan, legókubb- um og flugvélamódelum. Teppið er 2x2,5 metrar að stærð og er samansett úr 10.000 bútum. Siggi hefur einnig haldið sýningu á portrettum af eftirlætis- íþróttamönnum sínum og aðra þar sem hann raðaði körfuboltaspjöldum, sem hann safnaði í æsku, upp í mósaíkverk. „Ég er lúmskur íþrótta- áhugamaður, horfði mikið á körfubolta í æsku og hef gaman af honum, fótbolta og bardagaíþróttum, en það er dálítið fyndið að um leið og ég vann eitt eða tvö íþróttatengd verkefni vildi allt í einu her fólks fá mig til að gera eitthvað svipað fyrir sig, sem kom mér svolítið á óvart. Í þessum verkefnum var ég líklega að gera upp æskuna á vissan hátt. Æskan mótaði mig, hún er þarna og mér finnst mjög gott að vinna með hana.“ ■ GERIR UPP ÆSKUNA Siggi Eggertsson hefur vakið athygli fyrir myndskreytingar sínar og hönnun undanfarin ár, nú síðast fyrir plötuumslag Orgelkvartettsins Apparat sem var valið besta umslag ársins í Fréttablaðinu. Kjartan Guð- mundsson ræddi við Sigga um störf hans og draumaverkefni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.