Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 54

Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 54
54 11. desember 2010 LAUGARDAGUR F réttablaðið leitaði til álitsgjafa og voru þeir beðnir um að nefna bestu og verstu bókatitlana, með hliðsjón af því hvort þeir hitta í mark eður ei án tillits til gæða sjálfra verkanna. Margir titlar voru nefndir til sögunn- ar og fengu nokkrar bækur hvorutveggja atkvæði fyrir besta og versta bókartitilinn. Sem dæmi má nefna að Handritið að kvik- mynd Arnar Featherby og Jóns Magnús- sonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga Ólafsson, sem deildi öðru sætinu yfir bestu titlana með Blóðhófni Gerðar Kristnýjar, þótti einn- ig fráhrindandi og til þess fallið að vekja plottkvíða. Þá voru ekki allir jafn hrifnir af titlinum Hið dökka man, sögu Catalinu eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórar- in Þórarinsson, sem varð í fjórða sæti yfir bestu titlana en þykir einnig vondur orða- leikur og vafasamt að tengja forsprakka vændishrings við kvenskörunginn Snæ- fríði Íslandssól. En skiptar skoðanir um slík mál eru að sjálfsögðu engin ný tíðindi. Fréttablaðið stóð fyrir sams konar könnun á bókatitlum um jólin 2008 og þá þótti titill bókarinn- ar 10 ráð til að hætta að drepa fólk og fara að vaska upp eftir Hallgrím Helgason sá versti. Bókin var svo gefin út í Þýskalandi og hefur þar fengið verðlaun sem besti titill ársins. Misjafn er mannanna smekkur, eins og einn af téðum mönnum sagði. Doris Deyr besti bókartitillinn Titlar bóka eru mikilvægir og telja margir að góðir slíkir þurfi að fela ýmislegt í sér, til að mynda að vera forvitnilegir, söluhvetj- andi og lýsa umfjöllunarefni bókanna. Fréttablaðið leitaði álits valinkunns andans fólks á bestu og verstu bókartitlum ársins. „Skemmtilegur orðaleikur og tilvísun í magnaða manneskju. Titillinn er afar grípandi.“ - Freyr Eyjólfsson „Orðaleikir í titlum eru yfirleitt kjána- hrollvekjandi, en ekki þessi. Knappur, eftirminnilegur, stuðlaður en samt ekki tilgerðarlegur. Kvenmannsnafnið er framandi fyrir íslenska skáldsögu og maður spyr sig strax hvernig og hvers vegna í ósköpunum Doris deyr.“ - Stígur Helgason „Þessi titill er dramatískur á snyrtilegan hátt. Miðað við innihaldslýsinguna á bókinni þá finnst mér líka tengingin við amerísku leik- og söngkonuna Doris Day vel við hæfi.“ - Lóa Hjálmtýsdóttir „Svo lélegur brandari, en mjög svo góður titill á bók, einkum fyrst hann er ekki útskýrður.“ - Halldór Högurður Blóðhófnir: „Sterkur, spennandi og meitlaður titill.“ - Halla Sverrisdóttir „Magnaður og skotheldur titill sem vekur upp áleitna forvitni.“ - Viðar Eggertsson „Fallegt orð í stíl við einstaklega fallega bókarkápu og að auki bein vísun í verkið. En orðið sjálft er bara eitthvað svo fallegt þó að blóðugir hófar séu það kannski ekki.“ - Brynhildur Björnsdóttir „Skemmtilega háðsk og glúrin tilvísun í íkonískustu kvenpersónu íslenskra bókmennta.“ - Örn Úlfar Sævarsson „Svalur titill sem fær mig til að langa að lesa um miðbaugs maddömuna.“ - Dögg Hjaltalín „Sérlega skemmtilegur bókartitill. Merkilegt að engum skuli hafa dottið í hug að nota hann áður.“ - Ölvir Gíslason „Titillinn segir það sem segja þarf um hvers konar texta bókin inniheldur.“ - Dögg Hjaltalín ■ BESTI TITILLINN Doris Deyr, titillinn á fyrsta smásagnasafni Kristínar Eiríksdóttur, hittir í mark hjá álitsgjöfum og þykir sá besti þetta árið. Rætt er við Kristínu í menningarblaði Fréttablaðsins í dag. ■ ANNAÐ - ÞRIÐJA SÆTI Blóðhófnir, ljóðabók Gerðar Kristnýjar, og Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson, skáldsaga Braga Ólafsson- ar, fengu jafn mörg atkvæði og eru jafnar í öðru og þriðja sæti yfir bestu bókatitlana í ár. Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson: „Þetta er fyrir mína parta besti bókatitill ársins. Punktur. Það þarf að lesa hann tvisvar eða þrisvar í hvert sinn, og maður man hann samt ekki á milli herbergja. Einhvernveginn nær hann að gera mig forvitinn um bókina og fólkið í titlinum. En það er eins gott að bókin sé góð með svona góðan titil. Ann- ars hefði hún betur bara heitið „Handritið“. - Pétur S. Jónsson „Ég hef ekki lesið bókin þar sem ég ætla að panta hana í jólagjöf en titill- inn ber þess merki að ég muni eiga stórkostlegt jólafrí í góðum félagsskap. Titillinn er þurr og fyndinn eins og flasa á öxlum miðaldra manns í fínum jakkafötum.“ - Lóa Hjálmtýsdóttir „Titillinn sem enginn man en allir muna eftir að er langur. Ákveðin snilld að koma þremur nöfnum inn í titil. Vekur áhuga á sögunni og er í takt við skáldskap Braga.“ - Kolbeinn Óttarsson Proppé ■ FJÓRÐA SÆTI Hið dökka man - saga Catalinu e. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson. ■ FIMMTA SÆTI Ég sé ekkert svona gleraugnalaus e. Óskar Magnússon „Er almennt frekar lítið fyrir stuðlaða bókatitla; mér finnst „milli“ alltaf ótrúlega hjákátlegt orð og þessi titill er einmitt það – hjákátlegur.“ - Halla Sverrisdóttir „Kannski er titillinn réttnefni og útrásarvík- ingar þessa lands skjálfa á beinunum af ótta við að lesa um sín eigin leyndarmál í bókinni hans Óskars. En þetta er samt vont. Klassískt dæmi um vonda stuðlun og ekki bætir slangrið úr skák. Óskar ku hafa notið leiðsagnar bestu manna við skrifin og gaf út hjá stærsta forlagi landsins. Það er með ólík- indum að á þeirri leið hafi enginn komið í veg fyrir að þessi martröð yrði að veruleika.“ - Stígur Helgason „Eins og titill á teiknimyndasögu eftir níu ára ofurhetjunörd. „Hann var útsmoginn og snar. Hann lét þá ekki komast upp með neitt múður. Hann var....martröð millanna“.“ - Brynhildur Björnsdóttir „Er þetta ekki örugglega saga í Andrésblaði?“ - Stefán Pálsson ■ VERSTI TITILLINN Martröð millanna, titill fyrstu skáldsögu Óskars Hrafns Þorvaldssonar, á ekki upp á pallborðið hjá álitsgjöfum blaðsins, sem telja hann þann versta í ár. „Það er bjánalegt að sniðganga hið ágæta orð kynbomba, bara til þess að ná fram einhversskonar vandræðalegri stuðlun orðanna sexbomba og sex- tugsaldri. Svo er þessi titill full hreinn og beinn, ekki nógu skáldlegur eða skemmtilegur.“ - Vigdís Þormóðsdóttir „Djarfur - en skýtur hátt yfir öll mörk.“ - Örn Úlfar Sævarsson „Hvað er hægt að segja?“ - Kolbeinn Óttarsson Proppé ■ ANNAÐ SÆTI Loksins sexbomba á sextugsaldri e. Helgu Thorberg Biðukollur út um allt: „Maður hefur á tilfinningunni að höfundar bíði kollur út um allt. Maður fær sömu ónotatilfinningu og maður fær eftir að hafa innbyrt of mikið majónes í fermingarveislu.“ - Halldór Högurður „Hvað get ég sagt? Barnalegt? Asnalegt? Vekur mér slæmar kenndir sem erfitt er að lýsa.“ - Ágúst Borgþór Sverrisson ■ ÞRIÐJA - FJÓRÐA SÆTI Biðukollur út um allt eftir Kleópötru Kristbjörgu og Mörg eru ljónsins eyru eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur eru jafnar í þriðja sæti yfir verstu bókatitlana. Álitsgjafar: Ágúst Borgþór Sverrisson, rithöfundur | Brynhildur Björnsdóttir, dagskrárgerðarmaður | Dögg Hjaltalín, verslunarstjóri Máls og Menningar við Laugaveg | Freyr Eyjólfsson, útvarpsmaður | Halla Sverrisdóttir, þýðandi | Halldór E. Högurður | Kolbeinn Óttarsson Proppé, kynningarfulltrúi BSRB | Lóa Hjálmtýsdóttir, listamaður | Pétur S. Jónsson, tónlistarframleiðandi | Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur | Stefán Pálsson, sagnfræðingur | Stígur Helgason á Fréttablaðinu | Viðar Eggertsson, leikhússtjóri | Vigdís Þormóðsdóttir, fjölmiðlafræðingur | Ölvir Gíslason, þýðandi | Örn Úlfar Sævarsson, íslenskufræðingur Mörg eru ljónsins eyru: „Nei, eyrun eru tvö. Nema að um ræði stökkbreytt eða vanskapað ljón. Skrítinn rugltitill. Kannski þarf maður að lesa bókina til þess að þetta skýrist.“ - Vigdís Þormóðsdóttir „Hvað getur eitt ljón haft mörg eyru? Þessi titill kallar ósjálfrátt upp í hugann mynd af ljóni með ótal eyru og sú mynd er frekar kjánaleg.“ - Halla Sverrisdóttir „Ævisögu óperusöngvara valinn titill sem hæfir 40 ára gömlum ástarróm- an. Þarf að segja meira? Passar þó kannski við melódramatík óperunnar en mér finnst þessi titill umfram allt lýsa skorti á frumleika.“ - Ágúst Borgþór Sverrisson „Fyrir utan að vera öllum áhugamönnum um Rauðar ástarsögur að góðu kunnur hefur þessi titill þegar verið notaður á ævisögu óperu- söngvara.“ - Ölvir Gíslason ■ FIMMTA SÆTI Á valdi örlaganna e. Þórunni Sigurðardóttur (um Kristján Jóhannsson óperusöngvara).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.