Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 78

Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 78
J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Undir 3.000,- Undir 5.000,- Undir 10.000,- Í vefversluninni okkar, kokka.is, getur þú skoðað og keypt gjafir fyrir alla – hvort sem þeir eru nýbyrjaðir að búa eða eiga allt. Gjafirnar eru flokkaðar eftir þema og verði og einnig er hægt að kaupa gjafabréf. Ef þú átt góðan sófa er upplagt að nota hann til að kaupa jólagjafirnar! www.kokka.is 2.450,- 4.990,- 6.950,- Engin áhöld um það! Ég fékk einu sinni martröð eftir að hafa farið í Þjóðminjasafnið. Það var þegar ég var lítill, en þá var stemningin á safninu drungalegri en nú. Gamla Ísland var virkilega óhugnanlegt. Annað andrúmsloft ríkir þar nú. Léttleiki og birta er hvarvetna. Ömurleg fortíðin er orðin spenn- andi. Safnið fór í andlitslyftingu fyrir nokkrum árum. Sumum fannst gengið of langt í að sveipa fortíðina ævintýraljóma og að poppa hana upp. Ég man ekki betur en að Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, þáverandi menntamálaráð- herra, hafi verið gagnrýnd fyrir að vera í þjóðbúningi án skotthúfu á opnunardegi safnsins. Annar starfsmaður var líka snupraður fyrir að vera í upphlut yfir nútíma- legum kjól. Kannski má túlka nýja geisla- plötu kammerkórsins Carminu sem ámóta tilraun til að draga úr því hallærislega í fortíð þjóðarinn- ar. Geislaplatan ber heitið Hym- nodia sacra. Á honum hljómar stór hluti söngbókar frá 18. öld. Bókin var tekin saman af séra Guðmundi Högnasyni. Hún inniheldur sálma sem lengi hafa fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar, en eru að mestu gleymdir í dag. Söngurinn er ekkert baðstofugaul, spileríið ekkert langs- pilsglamur. Þarna er hámenntaður kór og fingrafimir hljóðfæraleik- arar. Rétt eins og eftir andlitslyft- ingu Þjóðminjasafnsins er kórinn í upphlut. Kjólarnir undir upphlutn- um eru hinsvegar beint úr Vogue – í óeiginlegri merkingu. Í ákveðnum skilningi er söngur- inn á geislaplötunni alltof agaður og blæbrigðaríkur, hljóðfæraleik- urinn alveg fáránlega glæsileg- ur. Jafnvel í margradda útfærsl- um. Varla eins og hann tíðkaðist á Íslandi í fyrndinni. Ef til vill hefði verið heppilegra að sleppa hljóðfæraleiknum. Syngja bara, helst eins og í gamla daga. Ég er þó hálfhræddur um að útkoman hefði orðið býsna einsleit. Hljóð- færaleikurinn kryddar tónlistina og gefur henni betri fókus. Hann afmarkar raddirnar á skemmtileg- an hátt og setur sönginn í stærra samhengi evrópskrar tónlistarhefð- ar. Íslenskur söngarfur er mátaður við tónlistarsögu meginlandsins og það kemur fallega út, burtséð frá því hvað er sagnfræðilega rétt. Maður ferðast ekki til fortíðarinn- ar í tímavél hér, þetta er ferðalag í aðra vídd, hliðarveruleika, Ísland eins og það hefði getað verið ef aðstæður hefðu verið betri. Hvort sem manni finnst svona framsetning á gömlum íslenskum lögum spennandi eða ekki þá er ljóst að þetta er áhugaverð plata. Útsetningarnar, m.a. eftir kórstjór- ann, Árna Heimi Ingólfsson, eru smekklegar og fullar af músíklegu innsæi. Þær gefa manni nýja sýn á íslenska sönghefð. Og hún var a.m.k. lífleg í hundruð ára, þótt hljóðfæraleikurinn hafi varla verið fyrir hendi. Kápan, sem var hönnuð af Brynju Baldursdóttur, er í stíl við þetta allt saman. Framan á plötunni er lát- laus nærmynd af gamalli skraut- ermi. Það er táknrænt. Þrátt fyrir fiðluleysi var fegurðin til staðar á Íslandi í fyrndinni – og hún er til staðar hér. Jónas Sen Niðurstaða: Áhugaverð tilraun til að máta íslenskan söngarf við evrópska tónlistarhefð. Glæsilegur söngur og hljóðfæraleikur. Ferðalag inn í hliðarveruleika HYMNODIA SACRA Kammerkórinn Carmina undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar ★★★★ Út er komin bókin Andlit með ljós- myndum eftir Jónatan Grétarsson, ljóðum eftir Guðmund Andra Thors- son og um hönnun sér Ámundi, en óhætt er að segja að bókin sé sameiginlegt sköpunarverk þeirra þriggja. Andlit geymir fjölda mynda af mörgum helstu listamönnum lands- ins úr öllum listgreinum. Mynd- irnar eru flestar svarthvítar eða á brúntónaskala, en inn á milli er brotið upp með litríkum myndum af leikurum í hlutverki, stundum ófrýnilegum. Að því að mér telst til eru 24 ljóð eftir Guðmund Andra í bókinni. Þar er aftur varpað upp mynd, í orðum. Hönnun Ámunda setur síðan myndirnar fram án kynningar, myndir fylla út í síður og andlit fylla út í myndir. Aftast eru handhægar opnur þar sem á fljótlegan máta er hægt að glöggva sig á hver er hver. Á þennan hátt hefur ljósmyndin yfirhöndina, en á móti kemur að það er dálítið ergi- legt þegar maður kemur viðkom- andi ekki fyrir sig og þarf að kíkja aftast til að átta sig. Portrettljósmyndir eiga sér langa og mikla hefð. Svarthvít portrett ekki síst, og portrett af eldri, rúnum ristum listamönnum eru þar ekki ný af nálinni. Nefna má frægar ljós- myndir eins þekktasta portrettljós- myndara sögunnar, Yousuf Karsh, sem m.a. myndaði Ernest Heming- way og Albert Einstein. Á níunda áratugnum gerði Jim Smart flott- ar myndir af íslenskum listamönn- um, einnig svarthvítar. En Jónatan er ekki að reyna að finna upp hjólið eða vera frumlegur, heldur gengur meðvitað inn í þessa hefð og vinn- ur með möguleikana sem hún býður upp á. Það tekst bara býsna vel. Þegar fljótt er á litið er helsta hætta bók- arinnar þó sú að aðferðin og lýsing- in beri myndirnar kannski svolít- ið ofurliði. Dramað í nálguninni er þó nokkuð og við fyrstu sýn virð- ist ímynd listamannsins birtast á nær klisjukenndan hátt: listamað- urinn sem eldri karlmaður og lífs- reyndur, rúnum ristur eftir átök sköpunarinnar. En bíðum við. Vissulega eru karl- menn hér í meirihluta og mynd- heimurinn er allur svolítið dimmur og drungalegur, en hér eru líka margir á unga aldri. Konurnar meira að segja þó nokkrar og einn- ig bæði ungar og gamlar. Þegar nánar er að gáð birtist síðan á nokkuð óvæntan hátt persóna lista- mannanna, en Jónatan nær á mörg- um mynda sinna að fanga eitthvað sem alla jafna er hulið. Hann fang- ar einhvern kjarna, eitthvað í fikti handanna, stellingunni, munnsvip eða augnaráði og afhjúpar viðfangs- efni sitt á óvæntan hátt, alltaf af virðingu. Það er vel gert. Og ekki síst er það framlag Guð- mundar Andra sem grípur lesand- ann. Andri fangar persónur með glæsibrag, af þeim léttleika og hlýju sem honum einum er lagið. Ljóð hans um föður sinn Thor segir meira en þúsund myndir. Ekki bara um Thor, heldur líka um skáldskap- inn, lífið og listina að lifa og vera. Ljóð Guðmundar Andra ljá bókinni aðra vídd, opna myndheiminn, segja okkur eitthvað meira, eitthvað sem við vissum ekki. Ragna Sigurðardóttir Hnotskurn: Ljósmyndir og ljóð draga upp óvæntar og heillandi svipmyndir af þekktum listamönnum og persón- um í samfélaginu. Forvitnileg bók sem maður sækir í aftur og aftur. Eitthvað sem við vissum ekki ANDLIT Ljósmyndari: Jónatan Grétars- son. Höfundur ljóða: Guðmundur Andri Thorsson. Umbrot: Ámundi. ★★★★
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.