Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 110

Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 110
82 11. desember 2010 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 11. desember ➜ Tónleikar 16.00 Föruneyti G. H. verður með tónleika í Miðgarði í Garði, á Reykja- nesi, í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. 22.00 Hljómsveitin Mogadon verður með tónleika á Gallery - Bar 46, að Hverfisgötu 46 í kvöld. Tónleikarnir hefj- ast kl. 22, 500 króna aðgangseyrir. 22.00 Í kvöld verða hljómsveitirnar Berndsen og Valdimar með tónleika á Sódóma Reykjavík. Húsið opnað kl. 22 og aðgangseyrir er 1.000 krónur. 22.00 Hljómsveitin Dikta verður með tónleika á Græna hattinum, Akureyri, í kvöld. Cliff Clavin sér um upphitun. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er forsala í verslun Eymundsson. ➜ Opnanir 15.00 Í dag kl. 15 er opnuð sýning Páls Guðjónssonar, Form - Fegurð - Flæði, í Listasal Mosfellsbæjar. Sýning- in stendur til 3. janúar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 16.00 Gísli Hrafn, Einar og Jón opna samsýningu í Gallerí Tukt, Hinu hús- inu, að Pósthússtræti 3-5 í dag. Sýn- ingin er opin frá 16-18 í dag og eru allir velkomnir. ➜ Síðustu Forvöð 14.00 Leiðsögn um sýningu Guð- mundar Sigurðssonar í dag kl. 14 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Síðasta sýningarhelgi. Ókeypis aðgangur. Um helgina eru lokadagar ljósmynda og sölusýningarinnar flickr-iceland hópsins. Sýningin er til styrktar blátt áfram og er í Tjarnarsal Ráðhússins. Opið til kl. 18 alla helgina. ➜ Upplestur 13.00 Guðrún Helgadóttir les úr nýj- ustu bók sinni Lítil saga um latan unga í Grasagarðinum. Jólabasar verður opinn frá 13-18 á sama stað. ➜ Opið Hús 13.00 Íslandsdeild Amnesty Inter- national býður öllum að taka þátt og koma á skrifstofu deildarinnar í Reykja- vík í dag frá kl. 13-18. Skrifstofa Amne- sty er að Þingholtsstræti 27. ➜ Bókmenntir 13.30 Í dag verður haldin árleg bókmennatkynning Menningar- og friðar samtakanna MFÍK í MÍR-salnum að Hverfisgötu 105. Höfundar lesa úr verkum sínum. Húsið opnar kl. 13.30. Aðventustemmning og kaffisala. Allir velkomnir. ➜ Dansleikir 13.00 Hljómsveitin Sálin spilar á Nasa í kvöld og opnar húsið á miðnætti. Miðar eru seldir á staðnum í forsölu frá 13-17 í dag. ➜ Tónlist 14.00 Í dag verður aðventustemmning með tónlist og heitu súkkulaði í Hall- grímskirkju frá 14-17. Kórsöngur og orgeltónlist. Aðgangseyrir er 1.000 krón- ur, frítt fyrir börn yngri en 16 ára. ➜ Markaðir 14.00 Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið frá 13-18 um helgina. Dagskrá í Jólaþorpinu hefst kl. 14 og stendur til 16.30. Jólaþorpið er staðsett við Strand- götu og Verslunarmiðstöðina Fjörð. ➜ Forsýning 20.30 Frumsýning á dansleikhús- gjörningi fjöllistahópsins Skyr Lee Bob, Square Wunder Globe verður í kvöld í Gerðasafni í Kópavogi. Sýningin hefst kl. 20.30. Miðaverð er 2.000 krónur og eru miðar seldir við inngang. ➜ Útivist 14.00 Göngugarpar sameinast við að búa til Ljósafoss niður Esjuna í dag. Mæting við Esjustofu kl. 14. Gangan hefst stundvíslega kl. 14.30. Allir ágóði af kaffisölu Esjustofu rennur til Ljóssins í dag. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 12. desember ➜ Tónleikar 14.00 Í dag kl. 14.00 verða tónleikar í Listasafni Íslands í minningu listmál- arans Karls Kvaran. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við yfirlitssýningu á verkum hans sem nú stendur yfir í safninu 15.00 Léttir harmonikkutónleikar í Ráðhúsinu við Vonarstræti í dag kl. 15. Lindy hop dansinn sýndur og boðið upp á almennan dans. 16.30 Kór Átthagafélags Stranda- manna heldur Aðventuhátíð í Bústaða- kirkju í dag kl. 16.30. Stjórnandi er Krisztina Sxklenár. Aðgangseyrir er 2200 krónur, frítt fyrir 14 ára og yngri. 17.00 Drengjakór Reykjavíkur heldur aðventutónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 17. Miðasala við innganginn, frítt fyrir börn 12 ára og yngri. 21.00 Jóel Pálsson og hljómsveit hans fagnar útkomu plötunnar HORN með tónleikum í kvöld á Rósenberg. Tónleik- arnir hefjast kl. 21 og er miðasala við innganginn. ➜ Opnanir 12.10 Sýning Hannesar Lárussonar Líkamshlutar í trúarbrögðum opnar í dag kl. 12.10 í fordyri Hallgrímskirkju. ➜ Síðustu forvöð 13.00 Í tengslum við Jól í bæ í Hvera- gerði verður opnaður jólagluggi í Lista- safni Árnesinga í dag kl. 13. Einnig verður leiðsögn og samræður um sýn- inguna „Þjóðleg fagurfræði” kl. 15 með Ingu Jónsdóttur sýningarstjóra. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Um helgina eru lokadagar ljósmynda og sölusýningarinnar flickr-iceland hópsins. Sýningin er til styrktar blátt áfram og er í Tjarnarsal Ráðhússins. Opið til kl. 18 alla helgina. ➜ Opið Hús 13.00 Jólasýning Árbæjarsafns verður opin í dag frá kl. 13-17. Dagskrá frá 14- 16. Aðgangseyrir er 600 krónur fyrir full- orðna, ókeypis fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja. ➜ Kvikmyndir 15.00 Ballettinn Hnotubrjóturinn verður sýndur í bandarískri útgáfu á kvikmyndasýningu MÍR, að Hverfisgötu 105. Sýning hefst kl. 15. Aðgangur ókeypis. ➜ Dansleikir 20.00 Dansleikur félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni verður að Stangarhyl 4, í kvöld frá kl. 20-23. Danshljómsveitin Klassík leikur danslög við allra hæfi. ➜ Dagskrá 11.00 Fjölskyldudagskrá verður í Þjóð- minjasafni Íslands í dag. Dagskrá hefst kl. 11 og er aðgangur ókeypis. ➜ Leiðsögn 15.00 Leiðsögn um sýningu listamanns- ins Gardars Eide Einarssonar í Hafnar- húsinu kl. 15. Kristín Dagmar Jóhann- esdóttir leiðir gesti um sýninguna. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ➜ Samkoma 16.00 Jólaskemmtun/styrktartónleikar Samhljóms verður haldin á Fosshótel Húsavík í dag kl 16. Fram koma Hjálm- ar og þeir ásamt gestum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is 27.DES 19.DES Ólafur Arnalds Seabear Sudden Weather Change Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks Nýtt leikverk eftir Jón Atla Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík Mojito Augastein – Á senunni Ævintýrið um 12.DESkl. 14 OG 16 10.DES KL. 20:00 útskriftarsýning DanslistaskólaJSB 12.DES 16.DES KL. 20:30 FRAMUNDAN: 28.-30.des Ég vil hjálpa með 100 krónum á mánuði. Ég skrái mig með SMS- skilaboðunum FHI í síma 1900 og eftir það styrki ég Fjölskylduhjálp Íslands með 100 krónum á mánuði. Viðkomandi fær svo sent eitt SMS á mánuði sem kostar 100 krónur sem færist á símareikning um hver mánaðarmót. Öll símafyrirtækin gefa sína þjónustu. Hátíð fer að höndum ein Kórar og tónlistarfólk Hallgrímskirkju bjóða upp á samfellda tónlistardagskrá Í DAG, LAUGARDAGINN 11. DESEMBER KL. 14-17 Aðgangur kr. 1.000/ ókeypis fyrir yngir en 16 ára DAGUR HARMONIKUNNAR Velkomin á létta tónleika Harmonikufélags Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudaginn 12. desember kl. 15.00. M.a. verður Lindy hop dansinn sýndur og boðið upp á almennan dans. Harmonikufélag Reykjavíkur Jólatrésskemmtun kl. 14.00 Skemmtunin hefst í kirkjunni með stuttri helgistund. Kveikt á þriðja kertinu í aðventukransinum. Þá verður haldið í Safnaðarheimilið þar sem dansað verður í kringum jólatréð, jólasveinninn kemur í heimsókn með góðar gjafir og svo fá allir hressingu. Aðventukvöld kl. 20.00 Ræðumaður Guðrún Ögmundsdóttir. Anna Sigga tónlistarstjóri og Aðalheiður organisti ásamt Kór Fríkirkjunna sjá um tónlistina. Hjörtur Magni og Bryndís leiða stundina.Hlökkum til að sjá sem flest ykkar til að njóta stundarinnar með okkar frábæra fólki. Þriðji sunnudagur í aðventu 12. desember Heill þér, hafsins stjarna AÐVENTUTÓNLEIKAR í Seltjarnarneskirkju Valgerður Guðnadóttir Einsöngvari Haukur Gröndal Steingrímur Þórhallsson Þorgrímur Jónsson Klarinett Orgel og píanó Kontrabassi Stjórnandi Magnús Ragnarsson Miðvikudaginn 15. des. kl. 20:00 Sunnudaginn 12. des. kl. 20:00 Miðar til sölu hjá félögum, í tólf tónum og við innganginn. Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 Bækur ★★★ Heimanfylgja. Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturs- sonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð. Steinunn Jóhannesdóttir Heimildir um ævi Hallgríms Péturs sonar eru af skornum skammti eins og gefur að skilja. Þótt hann sé einhver þekktasti Íslendingur sinnar samtíðar og án efa þekktasta og virtasta skáld þjóðarinnar á milli Snorra og Jónasar vitum við lítið fyrir víst um æsku hans og uppvöxt. Þetta er auðvitað alveg eðlilegt. Hall- grímur var á dögum löngu áður en höfundar og ævi þeirra kom- ust í tísku meðal fræðimanna og lesenda og það var ekki fyrr en löngu síðar að menn fóru að reyna að grafast fyrir um ætterni hans, uppvaxtarskilyrði og annað sem við höfum undanfarin tvö hundr- uð ár litið á sem lykil að skáldskap og tjáningu skálda. Við lifum á hinn bóginn á ævi- sögulegum tímum og undanfarin ár hafa verið gerðar ýmsar atlög- ur að því að skilja Hallgrím og setja ævi hans í samhengi sem er okkur nútímamönnum skiljan- legt. Hallgrímur hefur áður birst sem aukapersóna í sögu Steinunn- ar Jóhannesdóttur um eiginkonu hans Guðríði Símonardóttur sem kom út fyrir tæpum áratug og fyrir þremur árum skrifaði Úlfar Þormóðsson um Hallgrím mikla sögulega skáldsögu þar sem hann dró upp sína mynd af Hallgrími, mikið stílfærða og býsna nútíma- lega. Ný skáldsaga Steinunnar Jóhannesdóttur um fyrstu æviár Hallgríms stefnir í þveröfuga átt við sögu Úlfars að sumu leyti en ekki öllu. Steinunn er miklu trúrri sögulegum heimildum um lífið á tímum Hallgríms, en beinagrind- in í sögu hennar er samt sem áður nútímaleg eða öllu heldur rómant- ísk. Hennar Hallgrímur mótast fyrst og fremst af áfalli í æsku, móðurmissi sem hefur djúpstæð áhrif á sálarlíf hans og gerir hann kannski að því skáldi sem hann seinna varð. Þetta er auðvitað þekkt minni úr íslenskum bók- menntum, undirritaður er að vísu alltaf með hausinn fullan af Fjall- kirkju Gunnars Gunnarssonar, en samt verður vart hjá því kom- ist að bera Hallgrím Steinunnar saman við Ugga Greipsson – til þess eiga þeir of margt sameigin- legt. Önnur og minna þekkt saga Gunnars kemur líka upp í hugann við lestur Heimanfylgju, uppvöxt- ur Hallgríms á biskupssetrinu á Hólum kallast á við fyrsta hluta sögu Gunnars um Jón Arason sem var strákur á sömu slóðum rúmri öld fyrr. Sögu Hallgríms í þessari bók lýkur þegar hann er aðeins fjór- tán ára gamall og heldur af landi brott eftir að hann er rekinn úr Hólaskóla. Hann er þá enn ómót- aður að mestu eins og gefur að skilja. Enda er það ekki Hallgrím- ur sjálfur sem rís hæst í þessari sögu. Til þess er hann ekki nógu sérkennilegur eða að minnsta kosti tekst ekki að gera sálar- líf hans svo ríkulegt eða óvenju- legt að það hrífi lesandann. Saga Hallgríms er vel sögð saga af því hvernig hann hefði getað verið, hvernig strákur af góðum ættum en fátæku foreldri sem ólst upp í nábýli við stórmenni sinnar tíðar hefði getað hugsað og lifað. En það eru þessi stórmenni sem lyfta sögunni og bera uppi bestu kafla hennar. Sagan rís hæst undir lokin þegar Halldóra Guðbrands- dóttir, dóttir Guðbrands Þorláks- sonar biskups, tekur yfir sviðið. Lýsingarnar á stórmennsku henn- ar á síðustu æviárum föður henn- ar, innibyrgðri ástríðu og átökum við valdamenn er á köflum býsna mögnuð lesning. Í lokahluta sög- unnar rís ekki bara dramatíkin hæst heldur einnig frásögnin og stíllinn. Jón Yngvi Jóhannesson Niðurstaða: Heimanfylgja er þegar best lætur mögnuð lýsing á and- rúmslofti sautjándu aldar á Íslandi en aðalpersónan sjálf hverfur stundum í skuggann. Eins og hver annar strákur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.