Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 112

Fréttablaðið - 11.12.2010, Page 112
84 11. desember 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is 12 ÁR ERU LIÐIN frá því að söngkonan Britney Spears sendi frá sér sitt fyrsta lag, „Baby One More Time“, en þá var hún aðeins sautján ára. „Þeir báðu mig bara um að koma og ég söng þarna fimm lög,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng- kona. Breska tímaritið Monocle bauð henni til London til að koma fram í útvarpsþætti tímaritsins sem það heldur úti í ansi glæsilegu hljóðveri sínu. Starfsmenn Monocle eru ansi hrifnir af Jóhönnu því þetta er í annað sinn sem hún mætir í hljóð- verið og syngur, hún gerði slíkt hið sama í fyrrasumar. Jóhanna flaug út strax á mánudagsmorgni eftir að hafa sungið á fernum Jólagesta- tónleikum í Laugardalshöllinni þá helgi. „En maður fær alveg svaka- lega góða meðhöndlun hjá þeim enda stórt tímarit og svo fékk ég að vinna með Friðriki Karlssyni, ég kalla alltaf í hann þegar ég er í London.“ Jóhanna söng tvö ný lög sem verða væntanlega á nýrri plötu. Og svo íslenska jólalagið Ó helga nótt. „Þeir báðu mig alveg sérstak- lega um það, að syngja jólalag á íslensku.“ Söngkonan er ákaflega upptekin í mánuðinum en í kvöld koma Jólagestir Björgvins í heim- sókn til Akureyrar. Jóhanna hefur hins vegar síður en svo fengið nóg af ferðalögum því hún hyggst heimsækja nokkrar kirkjur á land- inu og halda litla tónleika ásamt kærastanum sínum, gítarleikar- anum Davíð Sigurgeirssyni. „Þetta eiga að vera svona fjölskyldutón- leikar með hátíðlegum og poppuð- um jólalögum í bland,“ en jólalag sem þau sömdu saman er farið að hljóma á öldum ljósvakans. Þau skötuhjú verða í Reykholti hinn 17. desember og svo verða tónleik- ar í Keflavík, á Grundarfirði og á Egilsstöðum. - fgg Jóhanna söng Helga nótt fyrir Monocle Í MONOCLE Jóhanna Guðrún ásamt Friðriki Karlssyni í hljóðveri breska tímaritsins Monocle. Jóhanna söng meðal annars Ó helga nótt á íslensku í þættinum. Kourtney Kardashian er sögð miður sín vegna orðróms um að unnusti hennar, Scott Disick, sé samkynhneigður og hrífist af klæðskiptingum. „Hún er búin að fá sig full- sadda á öllum þessum slúðursög- um um samband þeirra Scotts og hún meira en nóg af öllu því ljóta sem sagt er um Scott á netinu,“ var haft eftir vini raunveruleika- stjörnunnar. „Kourtney finnst sem þau Scott séu stanslaust að takast á við ný vandamál og hún er uppgefin. Hana lang- ar í góðan mann sem mun passa upp á hana og barnið. Kourtney veit að Scott er ekki samkynhneigður en hún á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af svona slúðri,“ sagði vinurinn. Þreytt á slúðrinu ÁHYGGJUFULL Kourtney Kardashian er þreytt á slúðursögum um hana og kærastann. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Rihanna er með fatastíl sem tekið er eftir og er stúlkan óhrædd við að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að tískunni. Hin 22 ára gamla söng- kona sló fyrst í gegn árið 2005 og hefur síðan þá átt hvern smell- inn á fætur öðrum. Það er forvitnilegt að líta til baka yfir farinn veg og skoða hin mörgu andlit Rihönnu. Fjölmörg andlit Rihönnu Jólakaupauki Flottur hátalari fylgir GSM tilboði á meðan birgðir endast. Vertu með YouTube í símanum Jólainneign 1.000 kr. á mánuði í 12 mánuði fylgir. Samsung Galaxy 5 0 kr. útborgun m.v. 12 mánaða greiðsludreifingu eða 12x3.325 kr.* www.ring.is / m.ring.is www.facebook.com/ringjarar E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 6 9 0 *Dreifingargjald 250 kr. á mánuði. NÝSTIRNI Söngkonan sló fyrst í gegn árið 2005, þá aðeins 17 ára gömul. Fatastíllinn var þá enn nokk- uð stelpulegur líkt og sjá má. STELPULEG Söngkonan var aðeins 18 ára gömul þegar hún tróð upp í spjall- þættinum Today Show í júli árið 2006. GAMALDAGS Rihanna minnir hér svolítið á söng- konur sjöunda áratugarins með bleikar varir og stutt hár. Myndir er tekin í desember árið 2008. FRAM- ÚR STEFN- U LEG Söngkonan mætti í þessum undarlega kjól á AMA-tónlistarhátíðina árið 2007. NORDICPHOTOS/GETTY RAUÐKLÆDD Rihanna mætti í rauðum blúndu- kjól og með eldrauða lokka á AMA-tónlistar- hátíðina í nóvember á þessu ári.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.