Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 118
90 11. desember 2010 LAUGARDAGUR
Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria sótti nýverið
um skilnað frá eiginmanni sínum, körfuboltamann-
inum Tony Parker. Ástæða skilnaðarins er sú að
Parker átti að hafa átt vingott við aðra konu.
Nú er því haldið fram að Parker hafi ekki verið
einn um að halda framhjá á meðan á hjónabandinu
stóð því Longoria á að hafa átt í sambandi við hjól-
reiðakappann Lance Armstrong, en sá hefur verið
kenndur við konur á borð við Kate Hudson og söng-
konuna Sheryl Crow. „Opinberlega láta þau sem
þeim þyki enn vænt hvoru um annað en raunin
er önnur. Þau gera ekki annað en að kenna hvort
öðru um hitt og þetta til að reyna að fá samúð
almennings,“ var haft eftir innanbúðarmanni.
Tímaritið Enquirer heldur því fram að Parker
hafi átt vingott við sjö konur, þar á meðal Erin
Barry, eiginkonu fyrrverandi liðsfélaga síns, og
dansara með hljómsveitinni Pussycat Dolls.
Longoria sökuð um framhjáhald
SAKLAUS? Eva Longoria er sögð hafa haldið framhjá Tony
Parker með hjólreiðakappanum Lance Armstrong.
NORDICPHOTOS/GETTY
Eftir fimm ára hlé snýr
Margeir Ingólfsson aftur
með sitt vinsæla diskókvöld
á annan í jólum. Tilefni
endurkomunnar er skinku-
vandamál unglingsstúlkna í
tengslum við svínaflensuna
og ævisaga hans sem var
rituð í hans óþökk.
Diskókvöld Margeirs voru haldin
tíu ár í röð og nutu mikillar hylli
þangað til plötusnúðurinn ákvað
að setja þau í salt. Núna, fimm
árum síðar, hefur hann snúið aftur
og í þetta sinn verður diskóið á
skemmtistaðnum Austur á annan
í jólum.
„Ég var eiginlega búinn að
ákveða að enda ekki sem enn
einn glataði gaurinn sem kemur
með kommbakk á Súlnasal Hótel
Sögu. En Það sem rak mig af
stað aftur var að ég rakst á til-
kynningu frá sóttvarnarlækni
um að á landinu hefði greinst
skætt tilvik svokallaðrar svína-
flensu,“ útskýrir Margeir. „Þessi
skæða veirusýking herjar aðal-
lega á unglingsstúlkur og lýsir sér
þannig að hárið á þeim aflitast og
andlitið á þeim verður appelsínu-
gult. Þær skinkast sem sagt upp á
mettíma. Það er ljóst að hraði og
eðli útbreiðslunnar gefur tilefni til
að hafa miklar áhyggjur og þess
vegna taldi ég það skyldu mína
að bregðast við. Það má segja að
þessi endurkoma sé ákveðið sam-
félagsverkefni því diskóið læknar
skinkur.“
Önnur ástæða er einnig fyrir
endurkomunni að sögn Margeirs:
„Ég frétti af því að kunnur ævi-
sagnaritari hér í bæ, Ingólfur
Margeirsson, maðurinn sem
allir halda að sé pabbi minn,
hefði komist í dagbókina mína og
hafist handa við að rita ævisögu
mína án þess að láta mig vita og
ætlað að gefa hana út fyrir jólin,“
segir hann. „Það var í raun í ljósi
þessara tveggja atriða sjálf gefið
að slá upp eins og einum diskó-
dansleik.“ freyr@frettabladid.is
Diskóið læknar
svínaflensuna
MARGEIR
Plötusnúðurinn Margeir heldur diskó-
kvöld á Austri annan í jólum. Efsta
myndin prýðir kápu ævisögu hans en
hinar tvær eru frá því hann djammaði
með Cher og John Travolta.
Listin að lifa - 6. kafli
(bls. 193)
Líf er svo nátengt
listinni, það á ekki að
dylja neitt, en ekkert er
falt. Ég vil vera eins og
opin bók, ljóðabók og
allir mínir gallar og allar
mínar syndir og allt
saman má koma fram,
því það er nátengt
minni list. Líf mitt er
list. Tónlist.
Ég veit og skil allt
hér um bil - 2. kafli
(bls. 33)
Það mætti lýsa diskó-
tónlistinni sem ég er
að spila sem hómófón-
ískri nýrómantík. Sem
er eitthvað annað en
gerviveröld pönk-rokks-
ins, þar sem áhrifin
eru mótuð í spéspegli
skallapoppsins og allt
of lengi er staldrað við
í einum hljómi. Þetta
eru bara tískupönkarar
sem klippa á nafla-
streng anarkismanns
um leið og þeir skipta
um galla. Pönk er feik.
Æskuárin - 1. kafli
(bls. 10)
Ég minnist þess að
þegar félagar mínir voru
í bófahasar, Tarsanleikj-
um eða þá að smíða
flugvéla módel, þá lá
ég einhverstaðar á
afviknum stað og hugs-
aði um annars konar
módel. Súpermódel.
Ég grét mig í svefn á
hverju kvöldi, tættur af
ástarsorg og aldrei út af
sama súpermódelinu.
Ég var með súpermód-
el á heilanum. Og er
enn.
Tilbrigði um fegurð
- 10.kafli (bls. 412)
Maður þarf að hafa
ákveðinn „presence”,
eins og sagt er á ensku,
sem við eigum því
miður ekkert gott orð
yfir. Sviðsþokki kemst
kannski næst því.
Maður verður að
hrífa fólk með glæsi-
leika. Hafa útgeislun.
Þess vegna segi ég að
fegurð sé hugarástand,
því sviðssjarminn
kemur útlitinu í sjálfu
sér lítið við. En auðvit-
að er líka mikilvægt að
maður sé hlutfallslega
vel skapaður, skárra
væri það nú. Ég á mér
meira að segja með
vissan uppáhalds-
kvarða, nokkurs konar
„ideal“, sem er þannig
að menn eru best
skapaðir þegar þeir eru
186-187 sentímetrar á
hæð, 80-82 kílógrömm
að þyngd, með langt
bak og stuttar lappir:
sem sagt engin sleggja,
en hár, ekki grind-
horaður, en grannur.
Maður verður að
samsvara sér. Fegurð er
vanmetin.
BROT ÚR ÆVISÖGUNNI FEGURÐ ER VANMETIN