Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 120

Fréttablaðið - 11.12.2010, Side 120
92 11. desember 2010 LAUGARDAGUR Jamie Oliver húðskammar Gordon Ramsay í viðtali við breska blað- ið Daily Mail. Ramsay fór nýlega til Indlands og kynnti sér matar- gerð þar ásamt tökuliði Channel 4 og var afraksturinn sýndur í sjón- varpsþáttaröð Ramsay, Gordon‘s Great Escape. Oliver var ekki sáttur við framgöngu Ramsay sem er þekktur fyrir blótsyrði og ögrandi framkomu og þótti Gordon hafa sýnt indverskri matargerð vanvirðingu í þátt- unum. Ramsay líkti á einum stað indverskum gúrú við jólasvein og blótaði öllu í sand og ösku. Oliver viðurkennir að hann hafi langað að fara til Indlands og gera mat- reiðsluþátt. „En nú, þegar Gordon Ramsay er búinn að gera það, verð ég að bíða í þrjú ár,“ segir Oliver og bætir því við að fara á framandi slóðir og kynnast nýrri mat- armenningu sé eitt það skemmti- legasta í starfinu. „Ég hefði verið sáttur við Indlandsferð Ramsay ef hann hefði gert þetta sómasamlega. En hann gerði það ekki, hann sýndi viðfangsefninu vanvirðingu. Þegar þú heimsækir aðra menningu lokar þú munninum, hlustar og brosir. Og svo ferðu heim og nýtir þér reynsluna,“ segir Oliver. „Þú stendur ekki bara og öskrar á fólk eða dæmir það, þú hefur engan rétt á því. Þú átt að vera auðmjúkur.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kastast í kekki milli þeirra Olivers og Ramsays en þeir verða að teljast fræg- ustu sjónvarpskokkar heims. Fyrr á þessu ári sagði Oliver að Tana, eiginkona Ramsay, væri betri kokkur en karl- inn. Ramsay svaraði fyrir sig, sagðist vera matreiðslu- meistari á meðan Oliver væri bara kokkur. Jamie Oliver hjólar í Ramsay Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hann- ar undir heitinu Royal Extreme. Hún stendur nú fyrir skósöfnun handa börn- um á Indlandi í samstarfi við vefverslunina Worn by Worship. Una Hlín safnar skóm fyrir börn á Indlandi. Hún hyggst fara sjálf með skóna til Indlands í janúar en hún framleiðir allar vörur sínar þar. „Í hverfinu þar sem verksmiðj- an er sér maður börn róta í rusla- haugum og vinna hörðum höndum. Það er svo súrrealískt að vinna í þessari flottu verksmiðju en rétt fyrir utan lóðina sér maður börn vinna við að bera múrsteina í 45 stiga hita og skólaus í þokka- bót. Móðurhjartað verður svolít- ið meyrt þegar maður sér börn á aldur við manns eigið bera hlass af múrsteinum til að vinna fyrir sér,“ segir Una Hlín, sem fékk þá hug- mynd að koma á skósöfnun handa börnunum þegar hún dvaldi síðast í landinu. Una Hlín hefur verið að safna barnaskóm undanfarna mánuði en ætlar að vera sérstaklega dugleg út desember. Innt eftir því hvort hún verði ekki með mikla yfir- vigt þegar hún flýgur út í janúar svarar hún neitandi. „Ég talaði við Samskip, sem hefur samþykkt að flytja farminn yfir ef þetta verð- ur mikið magn. Svo þegar ég kem á svæðið ætla ég bara að ganga um hverfið og afhenda skóna, svolítið í anda Hróa hattar.“ Tekið er á móti skónum í verslun Royal Extreme í Bergstaðastræti 4 um helgina og eitthvað fram yfir hátíðarnar. sara@frettabladid.is Safnar skóm fyrir fátæk börn HJÁLPSÖM Una Hlín Kristjánsdóttir fatahönnuður safnar barnaskóm handa bágstöddum börnum á Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leikkonan Winona Ryder segist eiga erfitt með að treysta karlmönnum því frægðin geri það að verkum að ókunnugt fólk viti ótrúleg- ustu hluti um hana. „Eitt sinn sat ég á bar í San Francisco og fór að tala við strák. Hann var mjög myndarlegur og við spjölluðum svolítið saman, svo viðurkenndi hann fyrir mér að hann hefði lengi verið svolítið skotinn í mér. Allt í einu varð ég mjög vör um mig og ekki alveg viss um af hverju hann væri að tala við mig. Mig lang- aði að vera venjuleg stelpa sem væri að daðra við venjulegan strák. Í stað- inn hitti ég fólk og það veit þegar fullt um mig og það er skrítin tilfinning,“ sagði leikkonan og bætti við að þetta væri ástæðan fyrir því að leikarar enduðu oft á því að vera saman. „Fólk sem hrærist í þessum bransa skilur þig betur. Það þýðir samt ekki endi- lega að ég vilji vera með leikara.“ VÖR UM SIG Leikkonan Winona Ryder segist ekki treysta karlmönnum. NORDICPHOTOS/GETTY Winona treystir ekki karlmönnum Sölustaðir: Hagkaup, Mál og Menning, Grifill, Nexus, Penninn, Eymundsson og Spilavinir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.