Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 128

Fréttablaðið - 11.12.2010, Síða 128
100 11. desember 2010 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Landsliðskonan Sólveig Lára Kjærnested er í þeirri óvenju- legri aðstöðu að vera með unga fjölskyldu sína með sér í Árós- um þar sem EM í handbolta fer fram þessa dagana. Sólveig Lára á níu mánaða gamla dóttur, Katr- ínu Ástu, sem fær að hitta mömmu sína á milli æfinga og leikja. „Það kom í raun ekkert annað til greina en að hún kæmi með enda getum ekki án hvor annarrar verið í svo langan tíma,“ sagði Sólveig Lára í samtali við Fréttablaðið í gær. Litla stúlkan er reyndar hætt á brjósti en það er þó nýtilkomið. „Hún var enn á brjósti þegar við fórum til Noregs fyrir tveimur vikum,“ bætti Sólveig Lára við. Hún missti af öllu síðasta tíma- bili en stúlkan kom í heiminn þegar keppnistímabilinu var að ljúka í vor. Það kom henni því á óvart að hún skyldi vera valin í landsliðið nú. „Mér datt ekki í hug þá að ég myndi komast með í þessa ferð. Mér fannst það vera of fjarlægur möguleiki þá. En svo var ég valin í hópinn fyrir leikina gegn U-20 liði Noregs heima og þá fattaði ég að ég ætti einhvern séns. Þá var bara kýlt á það og allt gert til að koma sér í lokahópinn.“ Hún segir að meðgangan hafi gengið vel og því hafi ekkert verið því til fyrirstöðu að byrja að spila handbolta aftur í haust. „Ég fór reyndar aðeins of hratt af stað og var ferlega léleg á fyrstu æfing- unum. Það reyndi aðeins á þolin- mæðina. En ég varð skárri eftir því sem á leið.“ Hún er þó ekki eina mamman í landsliðinu þar sem Hrafnhildur Ósk Skúladóttir á tvær dætur. „Það er ágætt að geta skipst á sögum við einhvern,“ segir hún í léttum dúr. „En það er ótrúlega gaman að hafa fjölskylduna með mér og það hefur munað miklu.“ Ísland mætir Rússlandi í dag og Sólveig segir leikmenn spennta fyrir leiknum. „Það eru frábær- ir leikmenn í hverri stöðu en við höfum trú á því að við getum strítt þeim og aðeins hrist upp í þjálfar- anum þeirra. Sjálfstraustið hefur aukist í hópnum og ég held að leik- urinn gegn Svartfjallalandi hafi hjálpað okkur mikið.“ - esá Landsliðskonan Sólveig Lára Kjærnested er með níu mánaða gamla dóttur með sér í Árósum: Getum ekki án hvor annarrar verið GÖNGUTÚR Á STRIKINU Sólveig Lára með barnavagninn ásamt kærasta sínum, Jóhanni Inga Jóhannssyni, á Strikinu í Árósum. MYND/E. STEFÁN HANDBOLTI Þorgerður Anna Atla- dóttir er átján ára gömul og einn yngsti leikmaðurinn á Evrópumót- inu í handbolta en hún hefur stað- ið sig afar vel í leikjum Íslands til þessa. Hún er yngsti leikmað- ur landsliðsins en hefur komið inn á fyrir þann elsta, Hrafnhildi Ósk Skúladóttur, í leikjum Íslands á EM. Þær spjölluðu við Fréttablaðið á hóteli landsliðsins í Árósum í gær og ljóst að þær Hrabba og Togga, eins og þær eru kallaðar, eru góðar vinkonur. „Ég er tiltölulega ný í þessum hópi og þegar ég kom inn kunnu allir aðrir öll kerfi í landsliðinu nema ég. Það var þá gott að geta leitað til einhvers eins og Hrafn- hildar. Þegar við erum svo að skiptast á að spila í sókninni fylg- ist ég vel með því sem hún gerir og reyni að læra af henni,“ segir Þorgerður. Hún segir að vissulega ríki sam- keppni á milli þeirra, eins og eðli- legt er. „Það er samkeppni en einn- ig samstarf. Þannig er það held ég í öllum liðum,“ segir hún og sam- sinnir Hrafnhildur því. „Hún býr yfir mestu reynslunni í hópnum og því lít ég upp til hennar og vil vera eins og hún. Maður lærir alltaf af næsta manni.“ Hrafnhildur hrósar Þorgerði fyrir frammistöðuna í leikjum Íslands til þessa. „Mér líst ótrúlega vel á hana enda er hún gríðar lega öflugur leikmaður. Ég get lofað því að þetta verður ekki hennar síðasta stórmót í handbolta – hún á eftir að fara á þau mörg.“ Þorgerður er þó aðeins ein af nokkrum ungum leikmönnum sem hafa fengið stórt hlutverk í íslenska landsliðinu á EM. „Það eru margir frábærir ungir leik- menn í þessu liði og þær hafa nýtt tíma sinn mjög vel og fara langt á því. Margir þessarar leikmanna unnu þáverandi heimsmeistara Þjóðverja í U-18 ára landsliðinu fyrir tveimur árum og segir það margt um þær. Ég er sannfærð um að þessar stelpur eiga eftir að ná langt á næstu árum.“ Þorgerður segist ánægð með hvernig hún hefur nýtt sínar mín- útur til þessa. „Það kemur ekkert annað til greina en að nota það sem maður fær. Ég er ágætlega sátt við mitt en vil auðvitað að liðinu gangi betur.“ Hrafnhildur tekur undir það og segir það gott að eiga öflugan kost á bekknum fyrir sig. „Það er frá- bært. Ég fann mig ekki í fyrsta leiknum og það gengur ekki að mín staða skili bara einu marki. Hún kom inn á og stóð sig vel. Ég hef ekkert að gera inni á vellinum ef ég get ekki neitt,“ sagði Hrafn- hildur. Stelpurnar grípa oft í fótbolta til að hita upp á sínum æfingum og er þá skipt í tvö lið - Yngri og Eldri. „Þetta hafa verið hörkuleik- ir og síðustu hefur reyndar lykt- að með markalausum jafnteflum. Það hefur ekki verið mikið skorað í Árósum,“ segir Hrafnhildur. „En ég held nú að við séum með ein- hverja vinninga í forskot,“ bætir hún við. „Þeir eru þó ekki margir,“ skýt- ur Þorgerður Anna inn og brosir. Hrafnhildur segir afar góða samheldni ríkja í þessum lands- liðshópi. „Þetta er frábær hópur og hér ná allir að tengjast vel. Það eru alls engar klíkur í gangi – alla vega hef ég ekki tekið eftir því. Þetta er virkilega góð blanda.“ Sem yngsti leikmaður liðsins fær Þorgerður það hlutverk að sjá um boltana, eins og venjan er hjá íslenska landsliðinu. „Það er grútleiðinlegt,“ segir hún og kann greinilega sitt fag. „Þetta eru fjórtán boltar, svo fótbolti og vestin. Þetta þarf ég allt að hafa á hreinu.“ Stelpurnar eiga eftir að ná langt Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Þorgerður Anna Atladóttir keppast um sömu stöðuna í landsliðinu en eru einnig elsti og yngsti leikmaður liðsins. Þær segja að samkeppni ríki á milli þeirra en einnig mikið samstarf. HANDBOLTI Ísland mætir í dag heimsmeisturum Rússa á EM í handbolta og á Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari von á erfiðum leik, eins og gefur að skilja. „Rússar eru ríkjandi heimsmeistarar og með mikla hefð. Nú er spurning hvort það telur þegar út í leikinn er komið. Staðan er 0- 0 þegar leikurinn í byrjar og gott að hugsa um það þannig,“ segir Júlíus. „Við höfum enn trú á því að við getum gert eitthvað í þessu móti, þótt það sé orðið lang sótt og erfitt,“ segir hann spurður um markmið Íslands sem er að komast í milliriðil. Óvíst er hvort sigur gegn Rússum í dag dugir til þess. „En ég held að það sé eðlilegt að byrja á því að reyna að vinna leikinn og sjá svo hvað ger- ist. Aðalatriðið fyrir okkur er að spila vel og betur en síðast,“ segir hann og bætir við að engin meiðsli séu að ráði meðal íslensku leik- mannanna. Evgeny Trefilov er þjálfari Rússana og hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari með liðinu. Hann er þó afar skrautlegur og lætur leikmenn sína óspart heyra það. Óhætt er að segja að hann sé afar líflegur á hliðarlínunni. „Á mínum ferli höfum við aðeins einu sinni spilað áður við Rússa og það var fyrir tveimur árum. Þá var hann veikur og ég hef því aldrei talað við hann. Það fer einnig mjög lítið fyrir honum á hótelinu,“ segir Júlíus en öll keppnis- liðin eru á sama hóteli í Árósum. „Reyndar hélt hann fund um daginn í næsta herbergi við okkar fundarherbergi þar sem hann öskraði á leikmenn í klukkutíma. Miðað við það og hegðun hans á hliðarlínunni fer maður að velta fyrir sér hvernig fjölskyldulífið hans sé. Ég hef litla trú á því að hann sé undir- gefinn heima hjá sér. Þó getur vel verið að hann sé ljúflingur á milli leikja og funda.“ En árangurinn talar sínu máli. „Það er ekki hægt að taka það af honum. Það er gríðarlega mikil breidd í rússneska liðinu og hann skiptir leikmönnum óspart út af, sama hvort þeir hafa staðið sig vel eða ekki.“ Júlíus stefnir þó ekki á að taka þjálfunar- aðferðir hans til fyrirmyndar. „Ég veit ekki hversu vel femínistafélagið heima myndi taka í hans þjálfunaraðferðir,“ segir Júlíus en á æfingum rússneska landsliðsins er leik- mönnum yfirleitt refsað með aukaæfingum, hoppum, armbeygjum eða kollhnísum, fyrir minnstu sakir. „Ég held að mínar stelpur myndu aldrei sætta sig við þetta. En þetta er af allt öðrum skóla og rússnesku stelpurnar þekkja sjálfsagt ekkert annað.“ - esá Júlíus Jónasson um leikinn í dag og Evgeny Trefilov, hinn skrautlega landsliðsþjálfara Rússlands: Er örugglega ekki undirgefinn heima hjá sér HANDBOLTI Ísland mætir í dag gríðar sterku liði Rússlands en svo gæti farið að liðið þurfi átta marka sigur til að komast áfram í milli- riðlakeppnina. Fari svo að Ísland vinni Rúss- land í dag verða bæði lið með tvö stig. Króatar mæta Svartfelling- um og reikna flestir með sigri síð- arnefnda liðsins þar. Þá yrðu Króatar einnig með tvö stig og þá þyrfti að reikna marka- tölu úr innbyrðisviðureignum allra þriggja liðanna. Þar stendur Ísland illa að vígi vegna tapsins fyrir Króatíu í fyrstu umferðinni, 35-25. Í þeirri stöðu situr Ísland eftir nema að liðið vinni minnst átta marka sigur á Rússum. Ef Króatar vinna hins vegar sinn leik í dag nægir Íslandi sigur með minnsta mun gegn Rússum til að komast áfram. - esá Möguleikar Íslands í dag: Helst átta marka sigur HANDBOLTI Olga Levina, einn reyndasti leikmaður rússneska landsliðsins, var spurð að því af hverju leikmenn fögnuðu ekki sigri þess gegn Króötum á fimmtudaginn. „Við fögnuðum í raun ekki sigr- inum því það á í raun að vera eðli- legt fyrir okkur að vinna leiki. Við erum ánægð með úrslitin en það hefði verið mikilvægara að vinna Svartfjallaland í fyrstu umferð riðlakeppninnar,“ sagði Levina á heimasíðu mótsins en Rússar töp- uðu óvænt fyrir Svartfellingum og fara því ekki með fullt hús stiga í milliriðlakeppnina, komist þær þangað. Rússland mætir Íslandi í dag í lokaumferð riðlakeppninnar. - esá Leikmaður Rússlands: Eðlilegt að vinna leiki HANDBOLTI Myndbandið sem birt- ist á íþróttavef Vísis í vikunni af reiðum Evgeny Trefilov, lands- liðsþjálfara Rússlands, hefur vakið afar mikla athygli hér í Danmörku. Dagblaðið Ekstra Bladet fékk mynd- bandið til birt- ingar á sínum vef og TV2 hafði einnig mikinn áhuga á að fá það. Viðbrögð hafa meira að segja verið mikil innan evrópsku hand- knattleikshreyfingarinnar. „Forystumenn í EHF (Hand- knattleikssamband Evrópu) höfðu afar gaman af myndbandinu,“ sagði einn viðmælanda Frétta- blaðsins sem þekkir vel til á þeim bænum. Enn er hægt að nálgast mynd- bandið á Vísi en á því sést Tref- ilov úthúða Svartfellingum eftir að hafa tapað fyrir þeim í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta. - esá Myndband á Vísi: Reiður Trefilov vekur athygli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Árósum eirikur@frettabladid.is GÓÐIR FÉLAGAR Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Þorgerður Anna Atladóttir eru báðar rétthentar skyttur í íslenska landsliðinu í handbolta. Hrafnhildur er aldursforsetinn í hópnum en Þorgerður sú yngsta. MYND/E. STEFÁN ÞJÁLFARINN Júlíus Jónasson ætlar ekki að reyna að líkjast kollega sínum, Evgeny Trefilov. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN ERFITT VERKEFNI Fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir á æfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN EVGENY TREFILOV
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.