Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Föstudagur skoðun 24 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 1. apríl 2011 76. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Ljósmyndakaffi Ljósmyndasafns Reykjavíkur verður haldið í dag klukkan 12 í Tryggvagötu. Þar munu ljósmyndararnir Guðmundur Ingólfsson, Bára og Sissa spjalla við Leif Þorsteinsson um ljósmyndun. Í tilefni Hestadaga í Reykja-vík verða á boðstólum steikt tryppaeistu að enskum hætti í gamla söluturninum á Lækjartorgi í dag. Tryppaeistu eru heimskunnur frygðarauki en Íslendingum fágætt hnossgæti. „Ég hef nú sjálfur verið aðlaumast í að b ð óvenjulegt en sérpantað í tilefni hátíðarinnar Hestadaga í Reykja-vík sem nú stendur yfir.„Tryppaeistu eru eftirsóknar-vert hráefni og í þessu tilviki, af því ég þarf vænan skammtofan í miðbæjargestih f niður í kynorkuaukandi drykki.„Bragðið minnir talsvert á hrútspunga, en áferðin er grófari, enda stórgerðari eistu,“ útskýr-ir Úlfar sem ætíð hefur f iótroð Úlfar Eysteinsson stendur í ströngu í dag þegar hann matbýr gómsæt tryppaeistu fyrir gesti og gangandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.30 Hneggjandi gott lostætiföstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 1. apríl 2011 Systa Björnsdóttir upplifir ævi týri í gegnum starf sitt ● Á rúmstokknum FÓLK Steikt tryppaeistu að enskum sið verða boðin til smakks í gamla söluturninum á Lækjartorgi seinni partinn í dag, en Úlfar Eysteins- son matreiðslumeistari sér um matseldina í tilefni Hestadaga í Reykjavík. „Ég hef nú sjálfur verið að laumast í að borða þetta í gegn- um árin, en auðvitað er orðið löngu tímabært að fleiri njóti þessa áhrifamikla sælkerafæðis sem fersk tryppaeistu eru í raun,“ segir Úlfar. Gómsætið ber hann fram með grænpiparsósu og káli, en sósuna segir hann taka mestan ótta úr fólki við að smakka. Úlfar segir tryppaeistu eftir- sóknarvert hráefni því alkunna sé að þau auki kynorku. - þlg / Allt í miðju blaðsins Hestadagar í Reykjavík: Tryppaeistu á torginu í dag NÝ BRAGÐUPPLIFUN Svona lítur diskurinn út hjá Úlfari, en tryppa- eistun sker hann niður í girnilega munnbita. Frábær frumraun Fyrstu tónleikar Friðriks Ómars í Svíþjóð gengu eins og í lygasögu. fólk 54 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn ykku Eitt verð niðurkomið kr. 5.690 m2 – Lifið heil www.lyfja.is kl. 7-1 í Lágmúla kl. 8-24 á Smáratorgi Hjá okkur er opið alla daga langt fram á kvöld Ég er kliiikkaður í Cocoa Puffs! KYNNINGARBLAÐ STÖÐVAR 2 FYLGIR MEÐ Í DAG VÍÐA VÆTA Í dag verður hæg austlæg eða breytileg átt. Víða rigning með köflum en úrkomulítið N-til. Hiti 2-8 stig. VEÐUR 4 6 5 5 4 2 EFNAHAGSMÁL Ef Icesave-samn- ingnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögn- unarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Tryggvi Þór bendir á að sam- anlagðar skuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur séu um 1.350 milljarð- ar króna. Endurfjármagna þurfi hluta þessara skulda og stofna til nýrra vegna nýrra framkvæmda. Verði Icesave hafnað og láns- hæfismatseinkunn ríkisins fari í ruslflokk, eins og matsfyrirtækið Moody’s hefur gefið til kynna, er „líklegast að fjármögnunarkostn- aður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum,“ segir Tryggvi Þór í grein sinni. Hann miðar þar við að vextir verði um 2 til 3,2 prósentum hærri fari skuldirnar í ruslflokk. Þennan kost ber Tryggvi saman við líklegan kostnað af því að sam- þykkja Icesave, sem hann gerir ráð fyrir að verði 47 milljarðar króna. „Þetta er hið ískalda hagsmuna- mat,“ segir Tryggvi Þór. - gb / sjá síðu 28 Lækkað lánshæfismat myndi hækka fjármögnunarkostnað að mati Tryggva Þórs: Nei kostar tugi milljarða á ári Hausaveiðar Valtýr Sigurðsson, frá farandi ríkissaksóknari, segir að það hafi mistekist að skapa nýtt samfélag eftir hrun. föstudagsviðtalið 22 KJARAMÁL Ekki er minnst einu orði á álversframkvæmdir í Helguvík í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar til að liðka fyrir gerð kjara- samninga, sem lögð voru fram sem trúnaðarmál á fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær. Í kafla um orku- og iðnaðarmál er fjallað um verkefni sem farin eru af stað og sagt að fleiri séu í undirbúningi. Þar er einungis nefnt að Landsvirkjun muni halda áfram rannsóknum í Þingeyjarsýslum og sé í viðræðum við nokkra aðila um fjárfestingar, sem gætu í besta falli numið 70 til 80 milljörðum. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir kaflann rýran. Svo virð- ist sem stjórnvöld séu að reyna að tala sig í kringum álver í Helguvík. „Við viljum sjá miklu ákveðnar fjallað um stórar fjárfestingar í atvinnulífinu heldur en þarna er gert,“ segir Vilhjálmur. Hann líti á þessi drög sem byrjun á viðræðunum. Hvergi er heldur minnst á sjávar- útvegsmál, sem Vilhjálmur telur ótækt þótt hann hafi ekki átt von á öðru að svo stöddu. Ekki tjái að ræða atvinnumál og hunsa sjávar- útveginn. „Ef við færum að skilja hann eftir væri það eins og að ætla að fara af stað í langferð á bíl með þremur hjólum,“ segir hann. Vilhjálmur fundaði um drögin í gærkvöldi með Gylfa Arnbjörns- syni, forseta Alþýðusambandsins. Viðbúið er að þau taki töluverðum breytingum þegar viðræður halda áfram næstu daga. - sh / sjá síðu 4 Ekkert minnst á Helguvík Framkvæmdastjóri SA telur orku- og iðnaðarmál tekin allt of lausum tökum í drögum að yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar vegna kjarasamninga sem honum voru kynnt í gær. Ekkert er fjallað um sjávarútvegsmál. ■ Ný peningamálastefna og lög um Seðlabankann unnin í samráði við aðila vinnumarkaðarins. ■ Persónuafsláttur hækkar árlega til 2014 í samræmi við verðlag. ■ Skattalækkun í lægsta skattþrepi frá árslokum 2012 skoðuð. ■ Atvinnutryggingagjald lækkað árlega frá 2012 eftir getu. ■ Tryggingagjald launa hækkað um 0,2% í ársbyrjun 2012 til að mæta umframútgjöldum fæðingarorlofssjóðs. ■ Skoðað hvernig megi takmarka möguleika þeirra sem keyra fyrir- tæki ítrekað í þrot með tjóni fyrir launþega, stéttarfélög og ríkissjóð til að stofna og sitja í fyrirtækjum með takmarkaða ábyrgð. ■ Lögum um opinber innkaup breytt til að tryggja meiri sam- keppni og rétt launþega. ■ Aðkoma stjórnvalda að byggingu stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 1,2 milljarða í skoðun. ■ Ráðist í vegaframkvæmdir suðvestanlands með sérstakri tekjuöflun og byggingu skóla- og fræðabygginga. ■ Sköpuð námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur í haust. ■ Ekki hróflað við lífeyrisrétt- indum opinberra starfsmanna án samráðs og samþykkis þeirra. Nokkur atriði úr drögunum OFSALEGA HRÆDD Að óbreyttu mun Priyanka Thapa brátt yfirgefa Ísland og halda til Nepals þar sem hún hefur verið seld í hjónaband með ókunnugum manni. Henni hefur verið synjað um dvalarleyfi hérlendis á grundvelli mannúðarsjónarmiða, jafnvel þótt lög kveði á um að sérstakt tillit skuli tekið til kvenna í hennar stöðu. „Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim,“ segir Priyanka. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meistararnir úr leik Stjörnumenn eru komnir í lokaúrslit körfunnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. sport 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.