Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 34

Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 34
4 föstudagur 1. apríl Stundin sem allir tískuunnendur hafa beðið eftir er nú runnin upp því Reykjavík Fashion Festival hefur göngu sína í dag. Dagskráin er þéttskipuð og ætli maður sér að taka þátt í öllu sem í boði er, er best að vera vel undirbúinn. Föstudagur setti saman gátlista sem gott er að renna yfir áður en haldið er út í tískuhelgina. Tíu hlutir sem eru nauðsynlegir fyrir RFF: Varalitir og myndavélar 2. Sólgleraugu eru nauðsynleg til að fela syndir gærdags- ins. Auk þess er vor í loftinu og því leyfilegt að skarta falleg- um sólgleraugum jafnvel þótt timburmennirnir séu víðs fjarri. Þessi fást í Rokki og rósum. 3. Hárduft sem gefur hárinu nauðsynlega lyftingu. Þessu dufti frá Aveda er stráð beint í hársvörð- inn, ilmar dásamlega og gefur hárinu aukna þykkt. Ekki skemmir fyrir að flaskan er lítil og passar því auðveld- lega í snyrtibudduna. Duftið fæst í Aveda-versluninni í Kringlunni. 4. Dökkur vara-litur! Brúnir og fjólubláir tónar eru sérstaklega heitir um þessar mundir og sann- ar tískudrós- ir ættu að vera búnar að festa kaup á einum slík- um varalit fyrir löngu. Þessir fást í Make Up Store í Kringlunni. 5. Dökkt naglalakk hefur einnig verið vinsælt í nokkurn tíma. Föstudag- ur mælir sérstaklega með svarta naglalakkinu frá OBI sem notað er ofan á aðra liti og gefur stórskemmtilega brotna áferð. 6. Fylltir eða klossaðir hælaskór verða án efa sjáanlegir víða meðan á hátíðinni stendur. Þessir gullfallegu skór fást í Kron. 8. Myndavél um hálsinn. Þá helst vél með stórri og öflugri linsu eða gömul Leica-myndavél. 9. Stórt og áberandi skart setur skemmtilegan svip á heild- arútkomuna. Slíkt skart er hægt að fá víða en þessi hringur fæst í Accessorize í Kringlunni. 10. Verkjatöfl- ur eru alveg nauðsynleg- ar í vesk- ið þessa helgina. 1. Steinefna- eða vítamínsprey til að gefa húðinni svolítinn lit og öll þau næringarefni sem hún þarf. Algjört undraefni sem frískar upp á útlitið eftir erfiðan dag. Þetta víta- mínsprey er frá Lancôme. Nýtt íslenskt dansverk verð- ur frumsýnt í Tjarnabíói í kvöld. Verkið nefnist Gibbla og er sam- starfsverkefni sjö listamanna úr ólíkum listgreinum sem tvinna saman dans, tónlist og kvik- myndagerð í eina samræmda heild. Innblástur verksins er sóttur til Asks Yggdrasils og örlaganornanna þriggja og fjallar um hvernig örlög manna eru ákveðin við fæðingu og hvernig lífsþræðirnir spinnast. Dansarar og danshöfundar verks- ins eru þær Guðrún Óskarsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir og Katla Þórarinsdóttir. Þóra Hilmarsdóttir vídeólistamaður, skapaði aftur á móti myndverkið sem fléttast inn í sýninguna. Hún útskrifaðist frá hinum virta listaháskóla Central St. Martins í London fyrir rúmu ári. Þóra er enn búsett ytra og starfar hjá kvikmyndafyrirtækinu Ridley Scott Associates. „Ég hafði unnið með tveim- ur dansaranna áður en ég fór út í nám og fannst mjög spennandi að fá tækifæri til þess að gera það aftur. Ég fékk frí í vinnunni og kom heim í febrúar og hef unnið að verkinu stanslaust síðan þá,“ útskýrir Þóra. Hluti vídeóverksins var tekinn upp í gömlum lækna- bústað við Vífilsstaði og viður- kennir Þóra að það hafi tekið svo- lítið á taugarnar. „Það er nánast eins og einhver hafi bara geng- ið út úr húsinu einn daginn og skilið allt eftir, þetta var mjög draugalegt. Einu sinni var ég nokkuð viss um að það væri reimt þarna og ákvað að hætta tökum þann daginn,“ segir hún hlæjandi. Hópurinn nálgast sögu örlaga- nornanna með nokkuð óhefð- bundnum hætti og er nokkuð frjálslegur í túlkun sinni. Mikil vinna hefur farið í framkvæmd verksins enda eru þetta í raun þrjú verk sem steypt er saman í eitt og segist Þóra spennt að sjá lokaútkomuna í kvöld. Danstvíeykið Steinunn og Brian mun einnig frumsýna dansverk sama kvöld og ber það heitið „Steinunn and Brian DO art; How to be Original“. Allar nánari upp- lýsingar má finna á síðunni www. tjarnarbio.is. - sm Nýtt íslenskt dansverk frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld: Frjálsleg túlkun á þjóðsögu Frjálsleg túlkun Vídeólistamaðurinn Þóra Hilmarsdóttir er í hópi listamanna sem frumsýna nýtt dansverk í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 7. Síðar, gegnsæjar flíkur halda velli og hafa jafnvel sjaldan verið heitari en einmitt núna. Þessi fæst í versluninni Einveru. Barnaverslunin Fiðrildið Notað og nýtt fyrir börnin Vorum að fá nýja sendingu af flottum Carter´s náttfötum, samfellum og fleiri flottum merkjum. Einnig erum við með frábært úrval af fallegum notuðum fötum ásamt íslenskri hönnun. Faxafeni 9 www.fidrildid.is www.facebook.com/fidrildid

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.