Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 37
1. apríl föstudagur 7 hefði ekki liðið vel þarna. Það eina sem ég sætti mig aldrei almenni- lega við var karlaveldið sem er við lýði þarna og ég barðist mikið fyrir réttindum mínum og viðurkenn- ingu í starfi. Ítalskir karlmenn eru óttalegar karlrembur, það verður ekki af þeim tekið.“ Systa á soninn Ísak sem er þriggja mánaða gamall og líkir hún fæðingu hans við himna- sendingu. „Allar vinkonur mínar eiga hálf fullorðin börn og eru hættar barneignum nú þegar ég loks eignast mitt fyrsta,“ segir hún og bætir við: „Stundum er bara eins og eitthvað gerist sem segir að maður eigi að breyta til og þetta var þannig atvik. Ég var búin að búa í ferðatösku í mörg ár, vann flesta daga vikunnar og var mjög upptekin af minni vinnu og óléttan fékk mig aðeins til að stoppa, slappa af og njóta þess að vera til. Ísak kom í raun eins og himnasending, ég átti alls ekki von á því að verða ólétt. Þetta er ótrúleg lífsreynsla og gefur manni mikið þó þetta séu auðvitað mikil viðbrigði eftir að hafa hugsað að- eins um rassinn á sjálfum sér í öll þessi ár,“ segir hún og brosir. SAKNAR VEÐURBLÍÐUNNAR Á meðgöngunni ákvað Systa að hún vildi ala Ísak upp á Íslandi en viðurkennir að heimþráin hafi verið farin að segja til sín nokkru áður en það gerðist. „Ég ætlaði að flytja heim árið 2008 en þá skall kreppan á og ég frest- aði heimferðinni þar til núna. Það er mikil „krísa“ í Ítalíu núna og til dæmis mikil skerðing á fjár- magni til menntamála. Foreldrar þurfa til dæmis að senda börn sín með klósettpappír og sápu í skól- ann því þeir hafa ekki fjármuni til þess að kaupa slíkt. Mig langaði miklu frekar að ala barnið mitt upp hér heldur en þar og þess vegna ákvað ég að koma heim,“ útskýrir hún. Innt eftir því hvort það sé eitt- hvað sem hún sakni frá Mílanó segist hún helst sakna veður- blíðunnar sem ríkir þar nánast allan ársins hring. „Svo saknar maður auðvitað stórborgarbrags- ins. Þar var alltaf nóg um að vera og nóg að gera. En svo hugsa ég; „Hvað gerði ég eiginlega mikið af því sem hægt var að gera?“. Mér finnst annars voða gott að vera komin heim í faðm fjölskyldu minnar og vina og nýt þess að borða slátur, kjötsúpu og annan þjóðlegan mat,“ segir hún. Þegar Systa er að lokum spurð út í framtíðaráform sín er hún fljót til svars; „Ætli ég byrji ekki á því að kynna mig fyrir fólki því ég þekki ekki marga í bransan- um hér. En ég ætla líka að halda tengslunum við útlönd svo ég geti haldið áfram að taka að mér verk- efni þar inn á milli,“ segir hún. Þessi mynd er af tökustað á auglýsingu í Suður-Afr- íku. Myndin er af samstarfskon- um á örlaga- stundu! Verk unnið með vinkonu minni, Siggu Heimis, í tengslum við Hönn- unarMars þar sem sokkabuxur fengu nýtt hlutverk. ✽ b ak v ið tj öl di n Allar upplýsingar á www.hreyfing.is FANTA GOTT FORM NÝ TT ! 6-vikna námskeið fyrir konur og karla Æfingakerfið byggist á einföldum æfingum sem þjálfa upp þol, styrk og snerpu á skjótan og hnitmiðaðan hátt. Grunnbrennsla eykst og í hverjum tíma myndast eftirbruni í líkamanum sem gerir það að verkum að hitaeiningabrennsla heldur áfram á auknum hraða í nokkrar klukkustundir eftir að æfingu lýkur. Skráðu þig á þetta öfluga námskeið og vertu í fanta góðu formi í sumar. Það er aldrei of seint að skora á sjálfa/n sig og komast í sitt besta form. Skráning í vefverslun Hreyfingar á www.hreyfing.is eða í síma 414-4000. Fanta gott form er æfingakerfi frá Hollywood sem hefur algjörlega slegið í gegn á Íslandi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.