Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 32
2 föstudagur 1. apríl núna ✽ Fylgist með tískunni augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar Í hár saman Mugshot er dönsk/ís- lensk hárgreiðslustofa sem er til húsa í Ný- höfn í Kaupmanna- höfn. Eigend- ur stofunnar eru miklir tísku- spekúlantar og á milli þess sem þeir klippa og snyrta hár skrifa þeir um tísku og auð- vitað hártísku líka. Hægt er að lesa færslur þeirra á slóð- inni www.mugshothair.wordpress. com. Síðan er litrík, skemmtileg og fynd- in og skrifin fara öll fram á ensku, sem betur fer. Mannafælan Bloggið www. manrepeller.com er stórskemmti- leg lesning. Stúlkan sem heldur því úti er bæði hnytt- in og óhrædd við að prófa hitt og þetta þegar kemur að tísku. Stúlkan er bandarísk og blogg hennar er vinsælt þar í landi. H önnunarmarkaður á vegum Pop-up og RFF fer fram í gamla Sautján-húsinu á Laugavegi 91 um helgina. Yfir þrjátíu hönnuðir taka þátt og því má fullyrða að þetta sé stærsti hönnunarmarkaður sem haldinn hefur verið hér á landi. „Þetta er okkar stærsti markaður frá upphafi og jafnframt sá fyrsti sem við setjum upp í sam- starfi við RFF. Alls taka þrjátíu og þrír hönnuðir þátt og þar af eru allir þeir sem sýna á RFF í ár,“ út- skýrir Þórey Björk Halldórsdóttir, einn skipuleggj- enda hönnunarmarkaðsins. Hún segir markaðinn vera nokkuð sem enginn tískuunnandi ætti að láta framhjá sér fara því þar verður bæði hægt að kaupa nýjustu tísku auk þess sem margir hönnuð- ir munu selja eldri fatnað á afslætti. Þeir hönnuðir sem taka þátt í RFF munu einnig standa fyrir flottri tískusýningu. „Það verður mikið um skemmtileg tilboð og svo auðvitað frábær stemning og skrautlegt og gott úrval af allskyns fatnaði,“ segir Þórey. Aaron Bullion hefur tekið að sér að taka húsnæð- ið í gegn og gefa markaðinum skemmtilegra yfir- bragð og hefur hann unnið að því undanfarna tvo mánuði. Ekki mátti mála rýmið eða hengja nokk- uð á veggina og því þurftu aðstandendur markað- arins að nota ímyndunaraflið þegar kom að því að skreyta húsnæðið. „Við þurftum að leggja höfuðið í bleyti þegar kom að því að hanna rýmið og end- uðum á því að skreyta það með fuglabúrum, risa- stórum innkaupapoka, blöðrum og stjörnufiskum sem hengdir verða á hvern bás,“ segir Þórey að lokum. Markaðurinn hefst klukkan 11.00 báða dagana og stendur til klukkan 18.00. Fólki er bent á að fæstir hönnuðanna taka á móti greiðslukortum. - sm Stærsti hönnunarmarkaður landsins haldinn um helgina: BREYTA SAUTJÁN- HÚSINU Í MARKAÐ EITURSVÖL Hönnuðurinn og raun- veruleikastjarnan Nicole Richie var með þessa eiturgrænu leðurtösku á handleggnum þegar hún mætti í veislu í Hollywood. NORDICPHOTOS/GETTY UNGLEG HÚÐ Immortelle & Bellis perennis-línan frá L‘Occitane inniheldur andlitsvörur sem gefa húðinni frísklegt útlit. Tvær nýjar vörur hafa bæst við línuna, andlitsskrúbb og -maski sem hreinsa húðina og gefa henni fallega áferð. Fullkomin tvenna fyrir þær sem vilja hirða vel um húðina og viðhalda frísklegu útliti. Sænska tískuverslunin Monki hefur ákveðið að opna svokallaða pop-up verslun við Laugaveg 87 í dag og á morgun. Margir munu án efa gleðjast við þessar fréttir því verslunin er þekkt fyrir flotta hönnun á viðráðanlegu verði. Samkvæmt heimildum Föstu- dags munu forsvarsmenn Monki hafa ætlað sér að nota þessa að- ferð til að þreifa fyrir sér á íslensk- um markaði, en fyrirtækið rekur nú þegar verslanir víða í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Hong Kong. Verslunin verður stútfull af nýjum vorvörum frá Monki og gildir án efa hið gamalkunna „fyrstir koma, fyrstir fá“ í þessu tilfelli. Svo er bara að bíða og vona að Monki- mönnum lítist svo vel á okkur Ís- lendinga að þeir opni hér verslun til frambúðar. Verslunin verður opin frá klukk- an 12 til 18 í dag og á morgun. - sm Monki opnar pop-up verslun við Laugaveg: Monki stingur upp kollinum Sænsk flottheit Sænska tískuverslunin opnar pop-up verslun við Laugaveg í dag. Hún verður aðeins starfrækt í tvo daga. Stórkostlegt rými Þórey Björk Halldórsdóttir er á meðal skipuleggjenda hönnunar- markaðsins. Tískuunnendur mega ekki láta þennan markað framhjá sér fara. 30 sec. Wrinkle Filler Inniheldur sílikon micro eindir: 1. Fyllingarefni sem sléttir yfirborð húðar. 2. Virkar á ákveðin svæði sem örgjafi. 3. Kemur strax í veg fyrir hrukkumyndun. Regenerist Eye Derma-Pod 1. Endurnýjar húðfrumur og gefur raka. 2. Dregur úr öldrunarmerkjum húðarinnar, þrota og baugum. Sölustaðir: Hagkaup Akureyri, Garðabæ, Holtagörðum, Kringlunni, Skeifunni, Smáralind og Spönginni. Lyf og Heilsa Austurveri, Eiðistorgi, Glerártorgi, Hrísalundi, Hveragerði, Kringlunni og Vestmannaeyjum. Debenhams, Nana Hólagarði og Urðar Apótek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.