Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 4
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR4
Vegna mistaka við frágang birtist
rangur útdráttur með aðsendri grein
Ragnars Þorsteinssonar, fræðslustjóra
í Reykjavík, í blaðinu í gær. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
ÁRÉTTING
KJARASAMNINGAR Ríkisstjórnin
stefnir að því að skapa tíu þúsund
störf á næstum þremur árum. Til-
laga stjórnvalda að aðgerðaáætl-
un sem ætlað er að örva atvinnu-
og efnahagslíf var kynnt aðilum
vinnumarkaðarins í gær.
Tillögur stjórnvalda eru enn
eingöngu til í drögum sem lögð
voru fram í gær. Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra sagði
eftir fundina í gær að í þeim fæl-
ust mörg og viðamikil verkefni
sem gætu jafnvel numið fimmtíu
prósenta aukningu á opinberum
framkvæmdum miðað við fjárlög.
Jóhanna sagði að óvissa væri
í vegamálum þar sem verulega
myndi muna um ef hægt væri að
leggja í umbætur á Suðurlands-
vegi og Vesturlandsvegi.
Taldi hún að þessi áætlun gæti
liðkað fyrir samningum.
„Útgjaldaaukning ríkisins,
í tekjutapi og útgjöldum, gæti
skipt tugum milljarða króna, en
við erum að vonast til þess að ef
samið verði til þriggja ára muni
það auka hagvöxt og atvinnuupp-
byggingu og þannig muni hluti
af útgjöldunum nást til baka. Þar
skiptir stöðugleiki máli.“
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sagði að ekki ætti
að líta til skammtímaáhrifa
aðgerðanna á ríkissjóð.
„Við erum að veðja á framtíð-
ina. Að hér verði hagvöxtur og
hjólin fari í gang og umsvifin í
hagkerfinu aukist. Þá getur verið
réttlætanlegt að taka byrðar á
ríki og opinbera aðila sem skila
sér til baka í auknum umsvifum
síðar.“
Spurður hversu mörg störf
gætu skapast vísaði Steingrímur
til þess markmiðs stjórnarinn-
ar að ná atvinnuleysi niður fyrir
fimm prósent á næstu þremur
árum og sagði að það kallaði á tíu
þúsund ný störf á því tímabili.
Náist sátt um tillögurnar verður
strax hafinn undirbúningur
aðgerða, meðal annars með laga-
breytingum. Vilmundur Jóseps-
son, formaður Samtaka atvinnu-
lífsins (SA), segir að tillögur
stjórnarinnar séu sæmileg byrjun.
„En það verður að vera krist-
altært í huga ríkisstjórnarinnar
að sjávarútvegsmálin verða að
klárast. Annað er útilokað.“
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, segir að tillögurnar feli í
sér grunn sem geti nýst í samn-
ingaviðræðum. Hún kveðst hafa
áhyggjur af aukningu á útgjöldum
úr ríkissjóði sem geti kallað á nið-
urskurð í almannaþjónustu. Gylfi
Arnbjörnsson, formaður ASÍ,
segir að of snemmt sé að segja
hvort tillögurnar muni liðka fyrir
kjaraviðræðum.
„Ekki að óbreyttu, en við erum
að skoða málin.“
ASÍ og SA funduðu sín á milli
um tillögurnar í gær.
thorgils@frettabladid.is
Vilja skapa 10 þúsund
störf á þremur árum
Tillögur ríkisstjórnarinnar til að liðka um fyrir kjarasamningum fela í sér auknar
opinberar framkvæmdir. Útgjaldaauki ríkissjóðs á tímabilinu gæti skipt tugum
milljarða. Formaður SA segir kristaltært að sjávarútvegsmálin verði að leysa.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
20°
17°
12°
18°
18°
10°
10°
20°
18°
22°
9°
27°
2°
20°
20°
7°
Á MORGUN
Hæglætis veður.
SUNNUDAGUR
3-8 m/s.
6
5
5
5
5
5
7
7
2
2
7
8 5
7
2
3
3
7
8
8
4
4
3
2
4
4
5
0
0
1
4
5
HELGARVEÐRIÐ
lítur nokkuð vel út
þrátt fyrir úrkomu-
saman morgun-
dag. Þá verður
vindur hægur og
sólin lætur sjá sig.
Hins vegar kólnar
smám saman og
má búast við vægu
frosti norðan til á
sunnudag.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
ALÞINGI Forsætisráðherra segir að fara
verði varlega þegar rætt sé um að veita
fólki undanþágu vegna veitingar ríkis-
borgararéttar og fara verði að öllu með
gát.
Eins og fram kom í Kastljósi RÚV hafa
tíu fjársterkir einstaklingar sótt um
íslenskan ríkis borgararétt, en þeir hafa
lýst yfir áhuga á að fjárfesta í orku- og
nýsköpunarverkefnum hér á landi fyrir
milljarða króna.
Í fyrirspurn á Alþingi í gær sagði
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
að uggur sækti að henni í sambandi við þetta mál.
„Íslenska þjóðin þarf á erlendri fjárfestingu að
halda til að byggja upp atvinnulífið, en
okkur er ekki sama hverjir koma hingað.“
Málið er til skoðunar hjá allsherjar-
nefnd Alþingis.
Lögfræðingur tímenninganna hefur
gagnrýnt innanríkisráðuneytið, sem hann
segir hafa lagt steina í götu umsóknanna,
en ráðuneytið vísar því á bug.
Í tilkynningu um málið segir: „Ráð-
herra hefur engin áform um að leggja til
[...] breytingar þar sem vikið verði frá
almennum skilyrðum laga um íslenskan
ríkisborgararétt gegn greiðslu eða vegna
viðskiptalegra sjónarmiða.“
- þj
Forsætisráðherra um umsókn fjársterkra útlendinga um ríkisborgararétt:
Boðar varkárni vegna undanþága
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
TILLÖGUR KYNNTAR Aðilar vinnumarkaðarins hittu stjórnvöld á fundi í gær þar sem kynntar voru tillögur til að örva efnahagslífið.
Forsætisráðherra sagði útgjaldaauka ríkisins gætu skipt tugum milljarða en vonast væri eftir samningi til þriggja ára. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Hæstiréttur sneri í gær
við dómi Héraðsdóms Reykjavík-
ur í skattamáli Bjarka H. Diego,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
hjá Kaupþingi.
Héraðsdómur hafði komist
þeirri niðurstöðu að skattleggja
bæri samninga sem Bjarki gerði
um kaup á bréfum í Kaupþingi
sem launatekjur en ekki fjár-
magnstekjur. Hæstiréttur sneri
þessu við og þarf ríkið því að
greiða Bjarka til baka 45 millj-
ónir sem hann hafði greitt í ríkis-
sjóð eftir að dómur féll í héraði.
Málið snerist um hvenær
Bjarki varð raunverulegur eig-
andi bréfanna; þegar hann gerði
samninginn eða þegar hann inn-
leysti hagnaðinn af þeim við lok
samningstímans. Niðurstaðan
er að hann hafi átt bréfin frá
upphafi. - sh
Kaupþingsmaður vinnur mál:
Fær milljónir til
baka frá ríkinu
VÍSINDI Vísindavefur Háskóla
Íslands og Landsvirkjun hafa
undirritað samning um samstarf
á sviði vísindamiðlunar.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun
segir að með samstarfinu vilji
Vísindavefurinn og Landsvirkjun
„stuðla að vandaðri og nútíma-
legri fræðslu um vísindi handa
almenningi“.
Samningur þessi felur meðal
annars í sér, að því er fram
kemur í tilkynningunni, miðlun
Landsvirkjunar í fræðsluskyni
á völdum svörum Vísindavefsins
um orku og orkumál.
Gagnkvæmur áhugi er á að
þróa samstarfið frekar. - þj
Landsvirkjun og Vísindavefur:
Samstarf um
miðlun vísinda
LÖGREGLUMÁL Símar forstjóra
Byko og Húsasmiðjunnar voru
hleraðir við rannsókn lögreglu og
Samkeppniseftirlitsins á umfangs-
miklu verðsamráði byggingavöru-
risanna tveggja. Þetta kom fram í
fréttum Stöðvar 2 í gær.
Rannsóknin snýr að verslun
með timbur og aðra grófvöru
og beinist gegn fyrirtækjunum
tveimur og einni smærri verslun,
Úlfinum. Húsleitir voru gerðar
fyrr í mánuðinum og á annan tug
manna handtekinn í tvígang.
Í frétt Stöðvar 2 kom fram að
símar forstjóranna hefðu ekki
verið þeir einu sem voru hler-
aðir, heldur einnig símar milli-
stjórnenda hjá fyrirtækjunum.
- sh
Rannsókn á byggingarisum:
Hleruðu síma
forstjóranna
Ók undir áhrifum með dóp
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið
ákærður fyrir Héraðsdómi Norður-
lands eystra fyrir fíkniefnaakstur á
Akureyri. Þegar lögregla stöðvaði
hann reyndist hann vera með í fórum
sínum í bifreiðinni 2,93 grömm af
amfetamíni og 1,77 grömm af hassi.
DÓMSTÓLAR
Mótmæla aðgerðum OR
Fulltrúi Y-listans í bæjarráði Kópavogs
bókaði mótmæli við „vinnubrögðum
og framkomu eigenda og stjórn-
enda Orkuveitu Reykjavíkur í garð
neytenda á þjónustusvæði Orkuveitu
Reykjavíkur,“ eins og segir í bókuninni
sem fulltrúi Næst besta flokksins tók
undir. „Reykjavíkurborg þarf að lána
fé til reksturs Orkuveitunnar með til-
heyrandi kostnaði. Kostnaðinum á að
velta yfir á íbúa á þjónustusvæðinu
sem hafa hvorki möguleika á að
koma að stjórnun fyrirtækisins né
snúa viðskiptum sínum annað.“
KÓPAVOGUR
NOREGUR Ákæruvaldið í Noregi
hefur krafist 19 og 20 ára fanga-
vistar í morðmáli gegn tveimur
mönnum. Þeir eru sakaðir um að
hafa, í síðasta mánuði, rænt ungri
konu í bænum Høvik, rétt utan við
höfuðborgina Ósló, myrt hana og
falið líkið í skóglendi í nágrenninu.
Annar mannanna hefur játað
við yfirheyrslu hjá lögreglu að
hafa fengið félaga sinn til að ræna
stúlkunni, en neitar að hafa fyrir-
skipað morðið.
Óljóst er hvenær má vænta
niðurstöðu í þessu máli. - þj
Ákærðir fyrir morð í Noregi:
Krafist 19 og 20
ára fangavistar
GENGIÐ 31.03.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,0697
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,8 114,34
183,19 184,09
161,62 162,52
21,672 21,798
20,58 20,702
18,096 18,202
1,3724 1,3804
180,34 181,42
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is