Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 50
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR34 timamot@frettabladid.is Fyrir 56 árum greindi Tíminn frá því að ákveðið hefði verið að halda leiðtogafund heimsveld- anna í Reykjavík dagana 20. til 24. apríl þetta ár. Æðstu menn Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Bretlands myndu hittast á fundi og hefðu Sovét- menn óskað eftir að fundað yrði í Reykjavík. Þá var Dwight Eisenhower forseti Bandaríkjanna, Winston Churchill forsætisráðerra Bretlands og Nikita Krústsjov leiðtogi Sovétríkjanna. Daginn eftir kom fram að fréttin var aprílgabb. Leiðtogar heimsvelda áttu þó síðar eftir að funda í Reykjavík. Richard Nixon Bandaríkjafor- seti, Georges Pompidou Frakklandsforseti, Henry Kissinger og Giscard D‘ Estaing funduðu um heimsmálin á Kjarvalsstöðum 1973. Árið 1986 ræddu síðan Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, afvopnunarmál stórveldanna í Höfða í Reykjavík. ÞETTA GERÐIST: 1. APRÍL ÁRIÐ 1955 Leiðtogafundur aprílgabb Dwight Eisenhower. ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR (1930-1971) rithöfundur og listakona fæddist þennan dag. „Skýrast sé ég litina með lokuðum augum eða í myrkri. Þó greini ég þá vel með opnum augum í björtu, ef áhrifin eru sterk að öðru leyti.“ Gull og silfur, skartgripaverslun og verkstæði á Laugavegi 52 fagnar fjöru- tíu ára starfsafmæli á sunnudaginn. Af því tilefni verður opið á sunnudaginn milli klukkan 14 og 18 og boðið upp á kaffisopa og konfekt. Eins hefur verið hönnuð sérstök skartgripalína, Tíma- mót, í tilefni af afmælinu. „Línan er táknræn fyrir fyrirtækið og sögu þess,“ útskýrir Sigurður Stein- þórsson, gullsmíðameistari og eigandi Gulls og silfurs. „Hún byggir á fjórum hringjum, fyrir áratugina fjóra, með þremur hringjum þar inni í sem standa fyrir þrjár kynslóðir gullsmíðameist- ara í sömu fjölskyldunni sem staðið hafa að þessu fyrirtæki,“ segir Sig- urður en hann tók við af föður sínum Steinþóri Sæmundssyni gullsmíða- meistara. Dóttir Sigurðar, Sólborg, vinnur einnig sem gullsmiður hjá Gulli og silfri en hún er aðalhönnuðurinn að baki nýju línunnar. En hvernig gengur samvinnan þegar fjölskyldan vinnur svona náið saman? „Þetta er bara eins og ítölsk stórfjöl- skylda og samstarfið gengur vel,“ segir Sigurður hlæjandi. „Konan mín er verslunarstjóri hér en við höfum verið gift í 35 ár og unnið saman alla daga. Tvær dætranna koma einnig þegar mikið er að gera, tengdasynirnir hafa meira að segja komið að þessu líka.“ Spurður hvort útlit sé fyrir að fjórða kynslóðin taki við segir hann það vel líklegt, sköpunin liggi í blóðinu. Það sé þó engin skylda. „Sex ára barnabarn mitt gaf mér í afmælisgjöf sérhannaða hringa sem hann teiknaði sjálfur, svo það gæti vel orðið. Sjálfur hefði ég allt- af farið í eitthvað skapandi, arkitektúr eða eitthvað slíkt en valdi gullsmíði,“ segir hann. „Það er gaman að teikna og forma. Fólk kemur með hugmynd- ir til okkar og við teiknum fyrir það og smíðum á staðnum,“ segir Sigurð- ur og bætir við að það sé þjónusta sem ekki sé sjálfsögð. Allt skart hjá Gulli og silfri sé smíðað á staðnum og ekkert fjöldaframleitt, innflutt skart að finna í hillunum. „Það er mikið atriði fyrir okkur að halda uppi íslensku handverki. Það er allt annað að eiga einstakan skargrip sem þú hefur jafnvel séð hvernig varð til, en við leyfum fólki að kíkja inn á verkstæðið hjá okkur meðan gripurinn er í smíðum. Þetta stendur fólki ekki til boða alls staðar. Skartgripir eru mjög persónulegir hlutir og tilheyra gjarn- an mikilvægum stundum í lífi fólks. Á þessu byggjum við í Gulli og silfri.“ heida@frettabladid.is GULL OG SILFUR Á LAUGAVEGI: FAGNAR FJÖRUTÍU ÁRA STARFSAFMÆLI Eins og ítölsk stórfjölskylda FRÁ UPPHAFSÁRUM FYRIRTÆKISINS Hjónin Steinþór Sæmundson og Sólborg S. Sigurðardóttir ásamt sonum sínum, Sigurði og Magnúsi og starfsfólki. MYND/GVA FARSÆLT FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Hjónin Sigurður G. Steinþórsson gullsmiður og Kristjana J. Ólafsdóttir hafa rekið verslunina Gull og silfur í 40 ár á Laugaveginum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listakonan Sigurdís Harpa er með sýningu í Gallerí Fold á Rauðarárstíg með myndum af 31 skeggjuðum karlmanni. Þær eru til sölu og kosta 30.000. Þriðjung- ur af andvirðinu rennur til Krabbameinsfélags Íslands í tilefni af Mottumarsátakinu.  Myndirnar eru nýjar og sýna skeggjaða einstaklinga úr mannlífi og sögusviði Íslands í bland við þekkta erlenda menn. „Mig lang- aði að styrkja hið þarfa átak Krabbameinsfélagsins svo ég ákvað að taka þátt á minn máta,“ segir Sigurdís Harpa og þakkar Gallerí Fold fyrir að styðja við söfnunina. Sýningin stendur til 4. apríl. Verkin eru jafnframt birt á heimasíðu sigurdísar, www.sigurdis.is. Málaði skeggjaða EITT VERKANNA Sigurdís gefur þriðjung söluandvirðis til Krabbameinsfélagsins. Myndlistarsýning með verk- um Ingu Ragnarsdóttur og Svövu Björnsdóttur verður opnuð í dag í Kunstraum 34 í Stuttgart í Þýskalandi. Hún er framhald af sýningarröð listakvennanna sem héldu tvær sýningar á Íslandi á síðasta ári, í Edinborgarhús- inu á Ísafirði og Listasafni Íslands. Sýningin heitir Tíminn fer ekki, hann kemur og dregur nafn sitt af græn- lensku spakmæli. Hún er rýmisinnsetning, tilraun til að tengjast framrás tímans á myndrænan hátt og fram- kalla upplifun sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Kunstraum 34 er gallerí starfrækt af myndlistar- mönnm sem ráða til sín sýn- ingarstjóra en er jafnframt styrkt af Stuttgartborg. Verk þeirra eru náskyld og myndmálið af sama bergi brotið, þó efniviðurinn sé ólíkur. - gun Sýna saman í Stuttgart LISTAKONURNAR Inga Ragnarsdóttir og Svava Björnsdóttir nýta rýmið, formið, efnið og litinn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Jónsdóttir frá Brautarholti, lést laugardaginn 26. mars á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 2. apríl kl. 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á MS félagið, sími 568 8620. Guðríður Svala Haraldsdóttir Ólafur Haraldsson Alda Rut Sigurjónsdóttir Daníel Ingi Haraldsson Steinunn Ásta Guðmundsdóttir Halldór Friðrik Haraldsson Arna Pálsdóttir Katrín Lilja Haraldsdóttir Reynir Sigursteinsson Guðrún Birna Haraldsdóttir Gísli V. Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sigríður Óladóttir Vogatungu 29a, Kópavogi, lést miðvikudaginn 30. mars á líknardeild Landakots. Útförin verður auglýst síðar. Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson Magnea Bjarnadóttir Óli Pétur Gunnarsson Þorsteinn Marinó Gunnarsson Lilja Sigurðardóttir Erla Dögg Gunnarsdóttir Grétar Þorsteinn Einarsson og barnabörn. Okkar ástkæri Eyþór Ágústsson fæddur í Flatey á Breiðafirði, búsettur í Stykkishólmi, varð bráðkvaddur í Flatey þann 24. mars sl. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Við bendum á minningarkort Flateyjarkirkju (Guðrún Marta Ársælsdóttir og Sigurborg Leifsdóttir). Dagbjört S. Höskuldsdóttir Óskar Eyþórsson Helga Sveinsdóttir Ingveldur Eyþórsdóttir Aðalsteinn Þorsteinsson Helga Finnbogadóttir Höskuldur Þorsteinsson og barnabörn Merkisatburðir 1807 Trampe stiftamtmaður birtir auglýsingu um brunavarnir í Reykja- vík. Bannað er að reykja pípu innanhúss. 1855 Einokunarverslun Dana aflétt. 1873 Hilmar Finsen stiftamt- maður skipaður fyrsti landshöfðinginn. 1896 Álafoss hefur ullar- vinnslu sem stendur allt til ársins 1991. 1924 Adolf Hitler dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir valdaránstilraun í Mün- chen árið 1923. 1936 Alþýðutryggingalög taka gildi. Skylda er að stofna sjúkrasamlög í sýslum og kaupstöðum. 1955 Aldarafmæli frjálsrar verslunar minnst í flest- um kaupstöðum lands- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.