Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 30
Útskriftartónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands hefjast
formlega kl. 16 á morgun með tónleikum í Neskirkju. Það eru Þór-
unn Gréta Sigurðardóttir og Ingólfur Magnússon sem ríða á vaðið en
útskriftartónleikarnir verða alls nítján og standa til 20. maí.
Það er hluti af náminu í viðburða-
stjórnun að skipuleggja og hrinda í
framkvæmd einhverjum viðburði,“
segir Vigdís Erna Þorsteinsdóttir,
sem í dag stendur fyrir skemmti-
dagskránni Fjörkálfar og fylgi-
hlutir í Krikaskóla í Mosfellsbæ
ásamt Hörpu Lilju Júníusdóttur.
„Þessi dagskrá er sniðin fyrir börn
frá fæðingu til sex ára aldurs, for-
eldra og verðandi foreldra,“ segir
Vigdís. „Það verða bæði skemmti-
atriði á sviði, vörukynning og alls
kyns fræðsla. Mig langaði að gera
eitthvað nýtt og öðruvísi og þar
sem börnin eru aðaláhugamál mitt
um þessar mundir fannst mér kjör-
ið að búa til dagskrá sem höfðaði til
þeirra yngstu.“
Vigdís Erna stundar nám á
tómstunda- og félagsmálabraut
við HÍ og Harpa á uppeldis- og
menntunarbraut, en þær eru
saman í áfanga sem nefnist við-
burðastjórnun.
„Við þekktumst ekkert fyrir,“
segir Vigdís. „En þegar ég fór
að segja Hörpu frá hugmyndinni
kviknaði áhugi hennar og hún
ákvað að koma inn í þetta með
mér. Við erum búnar að leggja
nótt við dag við undirbúninginn,
baka og reyna að safna styrktar-
aðilum og erum mjög spenntar.“
Dagskráin er afar fjölbreytt;
nemendur úr Dansskóla Ragnars
sýna dans, suzuki-tónlistarnem-
ar úr Listaskólanum í Mosfellsbæ
spila, STOPP-leikhópurinn sýnir
brot úr sýningunni Ósýnilegi vin-
urinn, barnakórinn Englaradd-
ir syngur og fræðslufulltrúi
Umferðarstofu fer yfir umferð-
aröryggi ungra barna. Það verð-
ur kynning á mataræði ungbarna,
ungbarnasundi, ungbarnanuddi,
meðgöngutengdum þáttum og
mörgu fleira. Kynnir verður
Bjarni töframaður.
„Svo verður lokaatriðið alveg
æðislegt,“ segir Vigdís. „Soffía
Karlsdóttir kemur og leiðir söng
sem allir taka þátt í og þetta
endar í allsherjar fögnuði.“
Dagskráin hefst klukkan 12 og
lýkur klukkan 17 og aðgangur er
ókeypis. fridrikab@frettabladid.is
Börnin aðaláhugamálið
Fjörkálfar og fylgihlutir nefnist dagskrá sem haldin verður í Krikaskóla í Mosfellsbæ á morgun. Þar
verður boðið upp á skemmtiatriði, fræðslu, kynningar og vörutorg fyrir yngstu börnin og foreldra þeirra.
Vigdís Erna Þorsteinsdóttir og Harpa Lilja Júníusdóttir standa fyrir skemmtidagskrá fyrir ung börn og foreldra þeirra í Krikaskóla á
morgun. FRÉTTABLADID/GVA
Vísindasýning verður
haldin í húsakynnum
Raunvísindadeildar og
Raunvísindastofnunar
HÍ frá klukkan 13 til
16 á morgun. Fluttir
verða stuttir fyrirlestr-
ar, stjörnutjaldið kynnt
ásamt myndlistarsýn-
ingu á títuprjónshaus.
www.hi.is
Sölustaðir:
10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó,
Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,
Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin,
Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
Laugavegi 53 • s. 552 3737
Opið mánudag til föstudag 10-18,
laugardag 10-17
Vertu vinur á Facebook
20% afsláttur
föstudaginn
1. apríl – 7. apríl
af öllum kjólum
og skyrtum
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MÁ BJÓÐA
YKKUR
MEIRI VÍSI?
VERÐSPRENGJA Í FLASH
Flottir kjólar og skokkar fyrir veisluna
M eirapró f
U p p lýsin gar o g in n ritun
í s ím a 5670300