Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 2
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR2 BORGARMÁL Allir flokkar í borgar- stjórn Reykjavíkur samþykktu mótatkvæðalaust í gærkvöld að gerð yrði óháð úttekt á stöðu og rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Í bókun borgarstjórnar segir að draga eigi fram með skýrum hætti orsakir þeirrar fjárhagslegu stöðu sem fyrirtækið hefur ratað í og úttektin verði unnin í samstarfi þeirra sveitarfélaga sem eiga hlut í Orkuveitunni. Á borgarstjórnarfundinum var jafnframt samþykkt með atkvæðum meirihlutans eingöngu aðgerðar áætlun vegna fjárhags- vanda Orkuveitunnar. Fulltrú- ar minnihlutans sátu hjá í þeirri atkvæðagreiðslu. „Samanlagt er þessum ráðstöf- unum ætlað að brúa um 50 millj- arða króna óleysta fjárþörf OR til ársloka 2016,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í ræðu sinni í gær, þar sem hann kynnti tillögurnar. Meðal annars verður kannaður fýsileiki þess að eigendur Orku- veitunnar kaupi hús hennar að Bæjarhálsi og endurleigi fyrir- tækinu til langs tíma. Í ræðu sinni sagðist Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vilja ganga lengra og leggja út í nokk- urs konar írska leið, eins og hún orðar það, þar sem lánardrottnar verði líka látnir taka þátt í lausn vandans, frekar en „að samþykkja að borgarbúar taki óbeint yfir 230 milljarða skuldir sem hvíla á OR með því að færa þær yfir á borg- arsjóð annars vegar og viðskipta- vini OR hins vegar – sem eru aftur að megninu til borgarbúar. Það er kjarninn í aðgerðunum sem hafa verið kynntar.“ - gb Samanlagt er þessum ráðstöfunum ætlað að brúa um 50 milljarða króna óleysta fjárþörf OR til ársloka 2016 JÓN GNARR BORGARSTJÓRI UMHVERFISMÁL „Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er lík- lega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíg- inn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaða- stíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann sam- spil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa vald- ið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarð- inum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarð- veginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is Almannagjá dýpkar Talið að skjálftar og leysingar hafi leitt til þess að djúp gjá opnaðist á miðjum stígnum í Almannagjá. Vegir liggja víða yfir sprungur í Þingvallaþjóðgarði. ALMANNAGJÁ OG HAKIÐ Mikil hola opnaðist á stígnum um Almannagjá. Undir er eins konar hellir, sem reyndist ná undir stíginn þar sem grafan stendur. Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, stendur við opið. MYND/EINAR SÆMUNDSEN Sigurður, eiga menn heldur að sleppa því að veiða heldur en að veiða og sleppa? „Miklu heldur, það liggur í augum uppi.“ Sigurður Pálsson, málari og fluguhnýtari, segir það dellu að veiða fisk á stöng og sleppa honum síðan. Engin fiskivernd sé í því og oft sé það einfaldlega til vandræða. VÍSINDI Þyngdaraflið er sterkast á tveim- ur svæðum jarðar: Annars vegar á nokk- uð stóru svæði í Atlantshafinu, sem nær rétt norður fyrir Ísland og alla leið suður að Azoreyjum, hins vegar á svæði norð- ur af Ástralíu allt frá Filippseyjum og austur að Fídjíeyjum í Suður-Kyrrahafi. Minnsti styrkur þyngdaraflsins er hins vegar á sunnanverðu Indlandi og stóru svæði þar suður af á Indlandshafi. Þetta er niðurstaðan úr mælingum vísindamanna við Evrópsku geimferða- stofnunina, sem hafa nú sent frá sér end- urbætta kortlagningu þyngdaraflsins á jörðinni. Kortlagningin er byggð á gögnum úr gervihnettinum GOCE, sem þeytist í kringum jörðina í 255 kílómetra hæð og mælir styrkleikamun þyngdaraflsins milli staða. Munurinn er reyndar svo lítill að hann telst ekki skynjanlegur nema í mæli- tækjum. Í kortlagningunni er hann hins vegar ýktur mjög, svo greinilega megi sjá dreifinguna. Tilgangur mælinganna er ekki síst sá að reikna út hæðina á yfirborði sjávar á hverjum stað, svo hægt sé að bera saman „raunverulega“ hæð staða á jörðinni frekar en bara hæð yfir sjávarmáli, eins og til þessa hefur eingöngu reynst unnt. - gb Vísindamenn hafa unnið að kortlagningu þyngdaraflsins á jörðinni: Þyngdaraflið sterkast á Íslandi EINS OG KARTAFLA Mynd af dreifingu þyngdarafls á jörðinni. Sterkast er það á gulu svæð- unum en gætir minnst á þeim bláu. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Aprílmánuður á að verða grænasti mánuður ársins í átaki sem samtökin Grænn apríl standa fyrir. Átaksverkefninu er ætlað að beina athygli fólks að vöru, þjónustu og þekkingu sem er græn og umhverfisvæn og hægt er að nálgast hér á landi. Fjölmörg sveitarfélög og ráðuneyti, stór og smá fyrir- tæki þátt í átakinu, sem hefur að markmiði að auka þekkingu og umræðu um umhverfisvæn- an valkosti í innkaupum og stuðla þannig að vistvænna og sjálfbærara Íslandi. Grænn apríl hefst í dag: Ísland verði vistvænna DÓMSMÁL Karlmaður, búsettur í Vestmannaeyjum, hefur verið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku. Þar með staðfestir Hæsti- réttur dóm héraðsdóms. Við ákvörðun dómsniðurstöðu var litið til þess að dómskýrsla stúlkunnar hefði borið þess merki að í einhverjum tilvikum hefði framburður hennar litast af því sem móðir hennar hafði tjáð henni. Stúlkan var ekki yfirheyrð í Barnahúsi fyrr en mánuði eftir meint brot. - jss Héraðsdómur staðfestur: Sýknaður af kynferðisbroti JAPAN, AP „Við erum að finna lík út um allt – í bifreiðum, í ám, undir rústum og úti á götum,“ segir lögreglumaður í Fukushima, sem varð afar illa úti í hamförunum 11. mars. Tugir þúsunda íbúa í Fuku- shima hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hættu á geisla- mengun frá kjarnorkuverinu þar. Ekki þykir einu sinni óhætt leng- ur að fólk leiti í rústum heimila sinna vegna geislamengunar. Til þessa hefur verið staðfest að 11 þúsund manns eru látnir. - gb Japanar glíma við afleiðingar: Líkin finnast enn út um allt GEISLAVIRKNI KÖNNUÐ Starfsmenn Fukushima-sýslu taka sýni í grennd við kjarnorkuverið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍKNARMÁL Alls söfnuðust tæplega 30 milljónir króna í Mottumar- skeppninni, sem er árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands. Söfnun í nafni Magnúsar Guð- mundssonar, sem lést úr hvít- blæði fyrr í mánuðinum, fékk flest áheit í einstaklingskeppn- inni. Bjarndís Sjöfn Blandon varð í öðru sæti og Bergsveinn Alfons Rúnarsson í þriðja sæti. Arion banki bar sigur úr býtum í liða- keppninni, Byko varð í öðru sæti og Landsvirkjun í þriðja sæti. „Við erum þakklát fyrir þann mikla stuðning sem átakið hefur hlotið meðal almennings og það hefur verið gaman að sjá allan þann fjölda karla sem hefur skartað mottum í mánuðinum,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Mottumars gekk vel: 30 milljónir króna söfnuðust SIGURVEGARAR Bergsveinn Alfons Rúnarsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir, ekkja Magnúsar Guðmundssonar, og Einar Þór Einarsson hjá Arion banka. Lætur kanna hvað gera eigi Bashar Assad, forseti Sýrlands, hefur tilkynnt að nefndir verði stofnaðar til að kanna hvort aflétta eigi nærri sex áratuga gömlum neyðarlögum í landinu. Jafnframt verði nefndir látnar rannsaka dauðsföll almennra borgara í átökunum undanfarinn hálfan mánuð. Með þessu virðist hann vonast til að draga broddinn úr mótmælum, sem boðuð hafa verið í dag. Fyrr í vikunni varð ekkert úr loforðum hans um að boða raunveru- legar umbætur. SÝRLAND Meirihluti borgarstjórnar samþykkti aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR: Samstaða um óháða úttekt JÓN GNARR ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.