Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 12

Fréttablaðið - 01.04.2011, Side 12
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR12 Gefðu framtíðarmöguleika í fermingargjöf Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka. Framtíðarreikningur Íslandsbanka er frábær fermingargjöf Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur eða frænkur tryggt fermingarbarninu blasa við. Hann ber ávallt hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans og er því framúrskarandi valkostur fyrir langtímasparnað. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 1 -0 5 0 7 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. LÍBÍA, AP Flestir æðstu embættis- menn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. Þetta fullyrðir Ibrahim Dab- bashi, aðstoðarsendiherra Líbíu hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur sjálfur gengið til liðs við stjórnarandstöðuna. Í gær tókst Ali Abdessalem Treki, fyrrverandi utanríkisráð- herra Líbíu, að komast úr landi. Gaddafí hafði ákveðið að gera hann að sendiherra hjá Samein- uðu þjóðunum. Á miðvikudag flúði Mússa Kússa, utanríkisráðherra lands- ins, til Bretlands, þar sem skosk yfirvöld vilja yfirheyra hann vegna Lockerbie-árásarinnar. Bretar segjast ekki hafa lofað honum friðhelgi af neinu tagi, svo hann má búast við málaferlum og jafnvel fangelsi. Dabbasi segist hafa vitað af flótta Trekis í tíu daga og fengið vitneskju um flótta Kússas með tveggja daga fyrirvara. Fleiri háttsettir embættismenn hafa flúið Líbíu á síðustu vikum, þar á meðal Júsef Savani, aðstoð- armaður Saífs al-Islam, sonar Gaddafís, og Abdel Fattah Júnes al-Abidi innanríkisráðherra. „Við vitum að flestir háttsettir embættismenn Líbíu eru að reyna að flýja,“ segir Dabbashi en vill þó ekki nefna neina með nafni. Charles Bouchard, kanadíski herforinginn sem stjórnar aðgerð- um Atlantshafsbandalagsins, sagðist í gær ætla að kanna frétt- ir um að loftárásir Vesturlanda hefðu kostað fjörutíu almenna borgara í Trípolí lífið. Hann varaði hins vegar liðs- menn Gaddafís við því að ráðast á almenna borgara, sem NATO hefur tekið að sér að verja. NATO tók í gær við yfirstjórn aðgerðanna af Bandaríkjunum. Liðsmenn Gaddafís héldu hins vegar áfram sókn sinni gegn upp- reisnarmönnum í gær, þriðja dag- inn í röð. Þeir hafa nú aftur náð á vald sitt mestu af því svæði sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald eftir að loftárásir Vesturlanda hófust, sem var hinn 19. mars. Fréttir af flótta ráðamanna kættu hins vegar uppreisnar- mennina: „Við teljum að stjórnin sé að molna innan frá,“ sagði Mustafa Gheriani, talsmaður upp- reisnarmanna í Bengasí. Hann líkti Gaddafí við sært dýr. „Særður úlfur er hættulegri en heilbrigður úlfur. En við vonum að flóttinn úr röðum hans haldi áfram og ég held að hann standi eftir einn á báti.“ gudsteinn@frettabladid.is Líbískir ráða- menn flýja Fleiri háttsettir embættismenn í Líbíu sagðir vilja flýja land. NATO tók formlega við yfirstjórn hernað- arins í gær. Uppreisnarmenn enn á undanhaldi. BERJAST GEGN OFUREFLI Þrátt fyrir loftárásir á herbúnað Gaddafístjórnarinnar hafa uppreisnarmenn verið á undanhaldi síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP STEYPTUR WARHOL Myndastytta af listamanninum Andy Warhol hefur nú verið reist fyrir utan „Verksmiðju“ hans í New York, þar sem hann vann að list sinni. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Frestur til að skila inn til- boðum í BM Vallá hf. er til 2. maí næstkomandi. Ákveðið hefur verið að bjóða til sölu allt hlutafé í fyrir- tækinu, en það er í eigu Eigna- bjargs, dótturfélags Arion banka. Eftir að tilboðum hefur verið skilað inn verða valdir fjárfestar sem fá aðgang að frekari upplýs- ingum um félagið áður en óskað verður eftir bindandi tilboðum og gengið til endanlegra samninga. Fram kemur í tilkynningu Arion banka í gær að söluferlið sé opið öllum fjárfestum sem uppfylli skilyrði um „viðeigandi þekkingu og fjárhagslegan styrk“. Gert er ráð fyrir að allt hlutafé í félaginu verði selt í einu lagi. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með söluferlinu, en bankinn tók yfir rekstur fyrir- tækisins í fyrra. Róttæk endur- skipulagning er sögð að baki hjá BM Vallá og kostnaðaruppbygging sögð hafa verið löguð að núverandi efnahagsástandi. Framleiðslugeta fyrirtækisins er engu að síður sögð geta annað meðalári án þess að til mikilla fjárfestinga þurfi að koma. „BM Vallá er eitt stærsta framleiðslu- fyrirtæki innan byggingariðnaðar- ins á Íslandi og er vörumerki þess sterkt. Fyrirtækið starfar á sviði steypu-, hellu-, eininga- og múr- framleiðslu sem og vikurvinnslu,“ segir í tilkynningu bankans. - óká Í nýhöfnu söluferli kallar Arion banki eftir tilboðum í allt hlutafé BM Vallár hf.: Róttæk endurskipulagning að baki MÚRTANKUR Arion banki segir að vörður hafi verið staðinn um sérfræði- þekkingu BM Vallár þrátt fyrir endur- skipulagningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.