Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 18
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR18 13 Kvikmyndagerð Árið 2009 var um 220 milljónum varið til endurgreiðslu á VSK vegna 15 kvikmynda. Árið 2010 var 190 milljónum varið til endurgreiðslna til 14 kvikmynda. 14 Atvinnuþróunarfélag á Suðurnesjum Árið 2010 gerðu iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunarráð Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum með sér vaxtarsamning, með það að markmiði að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurnesjum. Alls hlutu 15 verkefni styrki að upphæð samtals 25,3 milljónir króna. 15 ÞeistareykirLandsvirkjun hefur á ný hafið rannsóknir á Þeistareykjum eftir tveggja ára hlé. Landsvirkjun á í viðræðum við sex til átta aðila sem hafa áhuga á orku frá svæðinu. Þetta eru fyrirtæki sem koma úr ýmsum greinum málmframleiðslu, efnavöru- iðnaði og eldsneytisfram- leiðslu. 16 OrkuskiptaáætlunOrkuskipti í sam- göngum hafa mikla þýðingu fyrir efnahagsþróun landsins ásamt því að vera markvert framlag til umhverfis- og loftslagsmála. Gert er ráð fyrir að töluverð atvinnusköpun fylgi þessu verkefni. 1 Álverið í StraumsvíkNú hefur verið tilkynnt um ríflega 57 milljarða króna fjárfestingu álversins í Straumsvík og samninga þess um kaup á raforku af Landsvirkjun. Þetta er stærsta einstaka fjárfestingin í kjölfar falls fjármálakerfisins. Skapar 620 ársverk á framkvæmdatíma. 2 BúðarhálsvirkjunÁætlanir gera ráð fyrir að heildarfjárfesting vegna Búðarhálsvirkjunar muni nema um 26 milljörðum króna. Skapar 600-700 ársverk á framkvæmdatíma. 3 Kísilver í HelguvíkLokið hefur verið við gerð fjárfestingarsamnings og samninga vegna raforkuþarfar kísilversins. Fram- kvæmdir fara af stað í vor. Skapar níutíu framtíðarstörf á Suðurnesjum. Skapar 300 ársverk á framkvæmdatíma. 4 Álver í HelguvíkFramkvæmdir við fyrirhugað álver í Helguvík eru bæði dýrasta og mannaflsfrekasta framkvæmdin og stendur ein og sér undir um 3.200 ársverkum á upp- byggingartíma auk afleiddra starfa. 5 GagnaverÍ desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem tryggja gagnaveraiðnað- inum á Íslandi jafna samkeppnisstöðu við evrópsk gagnaver bæði hvað varðar virðisaukaskatt á útfluttri þjónustu og búnaði í eigu viðskiptavina. Skapar 300 störf á uppbyggingartíma; 250 manns munu vinna við rekstur þeirra gagnavera sem nú eru á teikniborðinu. 6 FjárfestingarsamningarÍ júlí 2010 gengu í gildi lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Á grundvelli laganna hafa þrír fjárfestingarsamningar vegna fjárfestingarverkefna verið undirritaðir. 1. Kísilver í Helguvík. 2. Aflþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri. 3. Kísilmálmverksmiðja Thorsil sem skapað getur 3–400 störf á framkvæmdatímanum. 7 Landsnet Fjárfestingar Landsnets árið 2011 nema 1,8 milljörðum, auk framkvæmda vegna Kísilvers í Helguvík sem nema alls 2,5 milljörðum á næstu þremur árum. 8 Lenging ferðamannatímansIðnaðarráðuneytið vinnur að eftirtöldum verkefnum: Menningar- samningar; 42 milljónir á árinu 2011, heilsuferðaþjónusta, sögutengd ferðaþjónusta, vetrarferðamennska og viðburðir. Í dag skapa 500 þúsund ferðamenn 9.200 störf, eða 5,1 prósent allra starfa í landinu. 9 Framkvæmdasjóður ferðamannastaðaIðnaðarráðherra lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og fær hann 240 milljónir króna árlega til ráðstöfunar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á vegum sjóðsins skapi fjölmörg tækifæri fyrir hönnuði, iðnaðarmenn, garðyrkjufræðinga og fleiri. 10 Frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Kemur að rekstri átta frumkvöðlasetra sem fóstra um 100 viðskiptahugmyndir og fyrirtæki með um 300 starfsmenn. 11 Tækniþróunarsjóður Hækkaði í 720 milljónir árið 2009 og hefur síðan verið varinn niðurskurði. Samkvæmt mati á árangri sjóðsins hafa 65 prósent verkefna sem styrkt hafa verið skilað frumgerðum. Hugmynd iðnaðarráðherra er að þrefalda sjóðinn á næstu árum. 12 Átak til atvinnusköpunar Veittir eru styrkir til frumkvöðla og lítilla fyrirtækja sem eru að stíga sín fyrstu spor. Grunnfjárveiting til átaksins er áttatíu milljónir en til við- bótar koma 60 prósent af tekjum af heimildum til strandveiða og til veiða á skötusel. 18 Ívilnanir vegna nýfjárfestinga á ÍslandiFrumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi snýr að bættu hvataumhverfi fyrir nýfjárfestingar. Markmið laganna er að örva fjárfestingu og tryggja markvissa beitingu ívilnana til fjárfestingar. 19 VaxtarsamningarVaxtarsamningar eru ein helsta burðarstoð atvinnuþróunar og nýsköpunar á landsbyggðinni og veigamikill þáttur í framkvæmd byggðaáætlunarinnar. Tilgangurinn er að efla stað- bundna klasa og auka áhrif heimamanna á stefnumótun, framkvæmd og eftirfylgni. Vaxtarsamningar hafa verið gerðir við átta svæði í landsbyggðarkjördæmunum þremur. 20 Lánatryggingasjóður kvennaLánatryggingasjóður kvenna taki til starfa á ný. Stjórnin er að störfum og leitar nú leiða við að endur- vekja sjóðinn á næstu vikum. 21 Álheimar frumkvöðlaseturNýsköpunarmiðstöð stefnir að opnun frum- kvöðlasetursins Álheima á Austurlandi. Stefnt er að því að þar verði aðstaða fyrir um tug fyrirtækja með um þrjátíu starfsmenn samtals sem vinna úr áli eða koma nærri efnistækni áls. 22 Starfsorka Iðnaðarráðuneytið hafði frumkvæði að því í samvinnu við félagsmála- og fjármálaráðuneytið að sprotafyrirtæki gætu ráðið til sín starfskraft af atvinnu- leysisskrá án þess að bætur yrðu skertar í allt að sex mánuði. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi. Hinn 11. mars hefur úrræðið nýst 129 fyrirtækjum og heimildir verið gefnar út fyrir 290 stöðugildum. 23 Ýmis verkefni á grundvelli Íslands 2020Alls eru settar fram tillögur að 31 aðgerð og er gert ráð fyrir að iðnaðarráðuneytið komi að gerð 14 þeirra. FRÉTTASKÝRING: Atvinnuleysi á Íslandi 8. hluti Verkefni næstu tíu ára er endurreisn íslensks efna-hagslífs. Þegar litið verð-ur til baka verður einn helsti mælikvarðinn á árangur hvort tekist hafi að skapa 35 þús- und ný störf, en það er yfirlýst takmark atvinnulífsins og stjórn- valda. Stjórnvöldum hefur verið legið á hálsi fyrir að standa í vegi uppbyggingar en þeirri gagnrýni hefur jafnharðan verið vísað aftur til föðurhúsanna. Í árslok verður búið að greiða 70 milljarða í bætur til atvinnulausra frá hruni. Þegar hagspár eru lagðar til grundvallar má slá því föstu að til ársins 2015 hækki sú upphæð um aðra 50 til 60 milljarða. Raunhæft markmið? Þeir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, og Eiríkur Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri vísindagarða Háskóla Íslands, birtu grein í tímaritinu Vísbendingu nýlega þar sem þeim reiknast svo til að þegar allt sé talið hafi tuttugu þúsund heilsdagsstörf tapast frá hruni. Þar kemur fram að á upp- gangstímanum frá 2003 til 2008 hafi störfum hérlendis fjölgað um 4.300 að jafnaði á ári. Mest stækk- aði markaðurinn frá 2005 til 2006 þegar fólki í vinnu fjölgaði um níu þúsund, að þeirra sögn. Nú ber til þess að líta að á þessu árabili var hagvöxtur hér á landi fimm til á áttunda prósent. Árið 2010 birtu Samtök atvinnulífsins (SA) aðgerðaáætlun sína fyrir upp- byggingu atvinnulífsins. Þar segir að fimm prósenta árlegur hagvöxt- ur á árunum 2011 til 2015 sé nauð- synlegur til þess að endurheimta töpuð störf og skapa atvinnutæki- færi fyrir þá sem séu að koma inn á vinnumarkaðinn. „Með slíkum hagvexti verða lífskjör þjóðarinn- ar, velmegun og velferð, endur- heimt á árinu 2015, sjö árum eftir hrun. Hægari vöxtur tefur endur- reisnina og samkvæmt opinberum spám sem liggja fyrir um hagvöxt á næstu árum stefnir í nýjan „ára- tug hinna glötuðu tækifæra“. Það spáir ekki vel Það sem af er þessu ári hafa Seðla- banki Íslands og hagdeild Alþýðu- sambands Íslands birt endurskoð- aðar hagspár. ASÍ gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði hálft þriðja prósent í ár og verði síðan 2,1 og 2,3 prósent árin 2012 og 2013. Seðlabankinn, sem birti sína spá í byrjun febrúar, er bjartsýnni. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði um 2,8 prósent árið 2011 og rúmlega þrjú prósent næstu tvö ár. Líklegt er talið að hagvaxtarspá Seðlabankans í apríl verði í dekkri litum en fyrri spá, þar sem sam- dráttur síðasta árs var 3,5 prósent en ekki 2,7 prósent eins og for- sendur febrúarspárinnar gerðu ráð fyrir. Svo aftur sé vitnað til aðgerðaáætlunar SA segir þar að „lágmarks hagvöxtur 2011-2015 þarf að vera 3,5 prósent að meðal- tali til þess að þróunin snúist við“. Þjóðhagsspár frá hruni hafa allar verið settar fram með fyr- irvörum. Þeir eru óvissa um framgang í endurreisn fjármála- kerfisins, afnám hafta á gjaldeyris- markaði, gengi krónunnar og vextir, fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja, stóriðjuframkvæmdir, staðan á vinnumarkaði og Icesave. Þessir óvissuþættir gera spár óná- kvæmar, ásamt því sem alþjóðleg tengsl bankakerfisins og skilyrði til fjárfestinga eru einn óvissu- þátturinn til. Þá er það ótalið sem ekki birtist í neinum hagspám, eins og pólitísk óvissa og skatta- mál, sem ekki síst forsvarsmenn atvinnulífsins kvarta undan. Trú er það eina sem vantar „Það er náið samhengi á milli atvinnuleysis og hagvaxtar, þann- ig að náist að koma hagvexti aftur af stað mun atvinnuleysi minnka í kjölfarið,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. „Meg- inþættir eftirspurnar eftir inn- lendri framleiðslu eru fjórir; einka- neysla, samneysla, fjárfesting og útflutningur. Af þessum fjórum þáttum hefur fjárfesting dregist langmest saman undanfarin ár og er nú mjög lítil í sögulegu sam- hengi. Til að örva eftirspurn eftir innlendri framleiðslu, og þar með auka hagvöxt og draga úr atvinnu- leysi, skiptir því mestu að fjár- festing aukist, þótt hún verði ekki jafnmikil og þegar mest var. Þar stendur helst upp á einkageirann, sem raunar stendur frammi fyrir betri fjárfestingartækifærum nú Óvissa skyggir á tækifærin Mat sérfræðinga er að um tuttugu þúsund störf hafi tapast í hruninu. Yfirlýst markmið stjórnvalda og atvinnulífsins er að skapa 35 þúsund störf á næsta áratug. Er það raunhæft markmið að uppræta mesta atvinnuleysi í sögu þjóðarinnar á aðeins tíu árum? en um langt árabil. Eignaverð og gengi krónunnar er lágt og mun auðveldara er að ráða gott starfs- fólk en var raunin á bólutímanum. Það vantar í grundvallaratriðum ekkert annað en trú á íslenska hag- kerfið til að menn fari að nýta þessi tækifæri.“ Gylfi segir að það sem helst dragi úr mönnum kjark virðist vera óvissa og gjaldeyrishöft. Hvoru tveggja vinnur mjög gegn fjárfestingu. „Það stendur upp á stjórnvöld að hluta að gera það sem þau geta til að draga úr þess- ari óvissu og vitaskuld að reyna að losa um gjaldeyrishöftin sem allra fyrst.“ Að því gefnu að það takist að örva fjárfestingu er alls ekki óraunhæft að mati Gylfa að á nokkrum árum fari atvinnuleysi niður í tvö til þrjú prósent. Mannsæmandi laun Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, segir ekki nóg að ná atvinnuleysinu niður, launakjörin þurfi að vera mann- sæmandi. „Það er miklu erfiðara en að skapa störf. Enn fremur er það ekki hlutverk stjórnvalda að skapa störf. Hlutverk stjórnvalda er að móta reglur og stofnanir, sjá til þess að lagaumhverfi sé heil- brigt og að orðspor landsins sé þannig á alþjóðavettvangi að ann- arra þjóða fólk vilji eiga viðskipti við okkur og sé tilbúið að lána okkur fjármuni.“ Þórólfur segir að margt sem stjórnvöld geri sé ómarkvisst eða gangi gegn markmiðum um stöðugt og gott atvinnulíf. „Með krónuna sem gjaldmiðil erum við dæmd til eyðimerkurgöngu þar sem íslensk fyrirtæki þurfa að búa við óstöðugleika og vaxtaálag sem þau geta aðeins bætt sér upp með því að greiða lægri laun en aðrar þjóðir. Öflugasta aðgerð stjórn- valda til að tryggja atvinnusköp- un og samkeppnishæft þjóðfélag er að mínu mati að koma gjald- miðilsmálum þjóðarinnar á hreint. Í mínum huga er það aðeins hægt á einn veg, með því að ganga í Evr- ópusambandið og taka upp evru.“ AÐGERÐIR Í ATVINNUMÁLUM Ríkisstjórnin hefur að markmiði að skapa þriggja til fimm prósenta hagvöxt árið 2011 og að minnsta kosti þrjú til fimm þúsund ný störf. Frá hruni hafa stjórnvöld gripið til ýmissa aðgerða sem eru mislangt komnar og vafamál er hvort aðrar nái fram að ganga. Skýringarmyndin er ekki tæmandi en gefur ágæta hugmynd um þau verkefni sem unnið er að á vegum ríkisins, stofnana og fyrirtækja. 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is ´9 4 ´9 5 ´9 6 ´9 7 ´9 8 ´9 9 ´0 0 ´0 1 ´0 2 ´0 3 ´0 4 ´0 5 ´0 6 ´0 7 ´0 8 ´0 9 ´1 0 ´1 1 ´1 2 ´1 3 ´1 4 ´1 5 Atvinnuleysi og hagvöxtur 1994-2015 ■ Atvinnuleysi__ Hagvöxtur * spá Hagdeildar ASÍ ** Hagstofa Íslands byggt á framreikningi Áttundi hluti af níu Lokagrein: Hvar eru sóknarfærin? * * * * ** ** TILBOÐ opið alla laugardaga frá 11-14 RAUÐMAGI 890 KR/KG FISKRÉTTUR DAGSINS 1390 KR/KG LÚÐUSNEIÐAR 2390 KR/KG ÞORSKHNAKKAR 1790 KR/KG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.