Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 36
6 föstudagur 1. apríl Eftir tuttugu ára starf í Mílanó hefur Systa Björnsdóttir stimplað sig inn sem einn eftirsóttasti sviðsmyndahönnuður borgarinnar. Hún flutti nýverið heim til Íslands og nýtur þess að taka lífinu með ró, borða slát- ur og ala einkasoninn upp í heimahögunum. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Valgarður Gíslason S ysta ákvað að flytja út til Ítalíu eftir að hafa lokið námi á myndlistarbraut við Kennaraháskóla Ís- lands og leggja stund á iðnhönn- un. Hún flutti til Flórens og þar kynntist hún fólki sem starfaði innan leikhúsbransans þar í borg og heillaðist mikið af því um- hverfi. Hún ákvað því að flytja sig um set og hefja nám í leikmynda- hönnun í Mílanó og hefur nú starfað við það síðastliðin tuttugu ár. „Ég lærði sviðsmyndahönnun fyrir leikhús, kvikmyndir og sjón- varp. Þetta var nýtt nám við skól- ann og bekkurinn var mjög fá- mennur. Við fengum þess vegna mjög góða þjónustu frá kennur- um okkar og fórum til dæmis oft með þeim í vettvangsferðir í vinn- una til þeirra. Flest okkar fengu einnig vinnu strax eftir útskrift í gegnum þá,“ rifjar Systa upp. Að náminu loknu vann Systa á ýmsum ólíkum vinnustöðum og um hríð vann hún til að mynda fyrir ítalska MTV. Hún segir tím- ann hjá sjónvarpsstöðinni hafa verið mjög skemmtilegan enda var starfsliðið allt ungt að árum líkt og hún. „Það var mjög eft- irsóknarvert að vinna hjá MTV þó illa væri borgað, enda þótti það flott þegar maður var svona ungur,“ segir hún og skellir upp úr. Hún vann einnig um stund hjá kaffiframleiðandanum Lavazza og hannaði fyrir þá kaffihús víða um heim í tengslum við afmæli fyrir- tækisins. Hún færði sig að lokum að mestu leyti yfir í auglýsinga- geirann þar sem hún vann sig upp í stjórnunarstöðu með vinnu- semi og ákveðni. „Það er svolítið gamli stíllinn á þessu á Ítalíu, þar byrjar maður neðst og vinnur sig svo upp með tímanum. Ég byrj- aði sem sagt sem aðstoðarmað- ur og vann sem slíkur allt þar til ég ákvað að klippa á naflastreng- inn við yfirmann minn og fara að vinna sjálfstætt,“ segir hún. GRÝTT MEÐ DÖÐLUM Systa hefur ferðast mikið í tengslum við starf sitt, heimsótt ólíka menningarheima og unnið með alls konar fólki. Hún segir þetta einn af kostum starfsins en viðurkennir að ýmsar skrautlegar uppákomur geti átt sér stað þegar tekið er upp í framandi löndum. Hún minnist sérstaklega verk- efnis sem hún tók að sér fyrir breska leikstjórann John Madden, sem leikstýrði meðal annars kvik- myndinni Shakespeare in Love, og fór fram í Marokkó. „Ég gleymi þessu atviki aldrei. Við vorum að taka upp Coke-auglýsingu og ég þurfti að fara á markaðinn til þess að finna muni fyrir tökurnar. Á þessum tíma var ég með mjög stutt hár og var klædd í gallabux- ur og hlýrabol og áður en ég lagði af stað ráðlagði aðstoðarmað- urinn minn mér að skella sjali yfir axlirnar á mér sem ég gerði. Þegar við komum svo á markað- inn fannst heimamönnum ég svo ósiðsamlega klædd að ég var grýtt með döðlum og öðrum ávöxtum og við aðstoðarmaðurinn minn þurftum að hlaupa í skjól,“ segir Systa og skellir upp úr. Annað eftirminnilegt atvik átti sér stað við undirbúning á verk- efni fyrir svissneskt fyrirtæki. „Við áttum að byggja eftirmynd af íbúðargötu og þar sem þetta var um sumar og veður var gott ákváðum við að smíða sviðs- myndina úti. Þegar allt var til- búið skall allt í einu á þrumu- veður og það myndaðist eins og vindsveipur akkúrat þar sem við höfðum byggst sviðsmyndina sem splundraðist á fimm mínút- um. Maður hefur nú lent í ýmsu,“ segir hún hlæjandi. EINKASONURINN LÍKT OG HIMNASENDING Líkt og áður hefur komið fram bjó Systa í ein tuttugu ár í Míl- anó. Hún segir borgina iða af lífi og menningu, stutt er frá henni niður að strönd og ekki er nema nokkurra klukkustunda akstur til ítölsku Alpanna og því ekki furða að Systa hafi kunnað vel við lífið í menningarborginni. „Hverjum finnst ekki heillandi að búa við nánast stöðuga sól og sumar- hita?“ spyr hún hlæjandi. „Matar- menningin í Ítalíu er líka einstök og Ítalir eru miklir nautnaseggir þegar kemur að mat. Mér fannst voða indælt að búa í Mílanó og hefði líklega aldrei ílenst ef mér Það var mjög eftirsóknarvert að vinna hjá MTV þó illa væri borgað, enda þótti það flott þegar maður var svona ungur.“ Sigríður Björnsdóttir sviðsmyndahönnuður bjó í Mílanó í ein tuttugu ár. Hún er nú flutt heim ásamt einkasyninum og nýtur þess að taka lífinu með ró. GRÝTT MEÐ DÖÐLUM Í MAROKKÓ SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16 - sími 553 7300 Opið mán-fös 12–18. Laugd. 12–17 Kjóll 8.990.- Blúndutoppur 1.990.- SM - ML Taska 9.990.- einnig til í vínrauðu Hálsmen með eyrnalokkum 2.750.- Vinur nr 7000 á facebook fær veglega úttekt, skráðu þig núna. SUMAROPNUN 12 – 18 virka daga 12 – 17 laugardaga. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.