Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 38
Fatahönnuðurinn Riccardo Tisci
hefur fært tískuhúsið Givenchy í
nýjar hæðir með þunglyndislegri
og látlausri hönnun sinni sem
slegið hefur í gegn. Tisci tók við af
Julien Macdonald sem yfirhönn-
uður Givenchy árið 2005 og hefur
síðan þá bætt hægt og rólega við
aðdáendahóp sinn, sem nú inni-
heldur einstaklinga á borð við Ni-
cole Richie, Kate Moss, Florence
Welch og Carine Roitfeld. Anna
Della Russo, listrænn stjórnandi
japanska Vogue, sagði að lokinni
tískusýningu Givenchy um síð-
ustu helgi: „Hann hefur þroskast
mikið sem listamaður. Mér þótti
Givenchy-sýningin sú besta það
sem af er árinu.“
Haust l ínan 2011 innihélt
skemmtilegar peysur, „pin up“
sólgleraugu, gegnsæjar skyrtur
og pilsfalda og myndir af Betty
Page og svörtum pardusum. Þetta
hljómar ef til vill eins og undar-
legur hrærigrautur en Tisci frum-
sýndi heilsteypta og fallega línu
og þar liggur snilld hans sem
hönnuðar. Tisci átti einnig eina
fallegustu „couture“-vorlínu 2011.
Að hans sögn sótti hann innblást-
ur til japanska dansarans Kazuo
Ohno og vélmenna og tók það um
4.000 klukkustundir að sauma
hverja flík. - sm
Riccardo Tisci slær í gegn með Givenchy:
Sá allra besti í
bransanum
Carine Roitfeld, fyrrum ritstjóri
Vogue, og Riccardo Tisci eru mikl-
ir vinir.
Arna | Sokkar
með skinni 2,490
Fást líka í svörtu.
Ein stærð.
Vorið er komið …
Arna | Hring trefill 2,490
Til í silfri/svörtu, fjólubáu,
hvítu og mosagrænu.
SOHO
Grensásvegi 16, í porti
S. 553-7300
SOHO | Stál armband með zirkon
steinum 5,450. Hringur í stíl 2,750.
Stálarmbönd minni 1.990
SOHO | Blúndu-
hálsklútar 2.990
- fást líka í svörtu,
ljósu, gráu og
bláu.
SOHO | Brún taska 7,990.-
Fæst líka í svörtu
Soho | Taska með blómum 9,990
SOHO | Leður armbönd 2,990
SIX | Armband 995 kr.
SIX | Sólgleraugu 1,395 kr.
SIX | Hálsfesti
1,595 kr
SIX | Eyrnalokkar
með steinum 775 kr
SIX | Eyrnalokkar
með plötum
995 kr
SIX | Hringur með Rós 795 kr
Hringur með steinum 1,195 kr
Hringur með stórum stein 995 kr
SIX – Smáralind
S: 772-6666
www.click-six.com
Arna verslun
Grímsbæ
S. 527-1999
K
ynning