Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 26
26 1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Síðasta áratug störfuðu nær jafn margar konur og karlar við kennslu við Háskóla Íslands. Þrátt fyrir þetta voru konur mun ólík- legri til að sækja um styrki sem verkefnisstjórar í samkeppnissjóði Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís. Kynjaskekkja virðist því vera til staðar við umsóknir og úthlutun styrkja til vísindarann- sókna. Á árunum 2004-2010 voru tæp- lega 70% karlar verkefnisstjórar þeirra verkefna sem fengu styrk frá Rannsóknasjóði en rúm 30% konur. Rannsóknasjóður veit- ir styrki á grundvelli almennra áhersla Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknaverkefna. Á sama tíma- bili var hlutfall karla sem fengu úthlutað úr Tækjasjóði um 78,4% og konur 21,6%. Tækjasjóður styrkir kaup á dýrum tækjum og búnaði til rannsókna. Við úthlutun styrkja í gegnum markáætlun á sviði vísinda og tækni var um þrjú áherslusvið að ræða: erfðafræði í þágu heil- brigðis þar sem kynjahlutfallið var 50/50, örtækni þar sem allir verk- efnisstjórar voru karlmenn og önd- vegissetur og rannsóknaklasa þar sem karlar voru verkefnisstjórar í þremur verkefnum en kona í einu. Hlutföllin snúast við innan Rann- sóknarnámssjóðs, en þar voru 59,9% konur verkefnisstjórar og 40,2% karlar. Karlar í öndvegi? Spyrja má hvort hærri styrkupp- hæðir sé að finna á þeim sviðum þar sem karlar eru líklegri til að sækja um? Sem dæmi má nefna að innan markáætlunar um önd- vegissetur og rannsóknaklasa sem úthlutað var til í febrúar 2009 fóru allt að 125 milljónir króna til verk- efna um jarðhita og vitvélasetur þar sem karlar voru verkefnis- stjórar á meðan allt að 35 milljón- ir króna fóru til rannsókna á jafn- rétti og margbreytileika þar sem kona var verkefnisstjóri. Ætlunin er að óska eftir nánari greiningu á skiptingu upphæða eftir kynjum og sjóðum. Í rannsókn sem unnin var á vegum Evrópusambandsins árið 2009, „The Gender Challenge in Research Funding – Assessing the European National Scenes“, kemur sama skekkja fram. Konur eru almennt ólíklegri til að sækja um styrki í rannsóknasjóði, sækja um lægri upphæðir og fá lægra hlut- fall af úthlutuðum styrkjum bæði í fjölda talið og upphæðum. Hefur þessi kynjaskekkja verið sérstak- lega áberandi í öndvegisverkefnum. Konum að kenna? Lengi var talið að vísindi væru hlutlaus og kynlaus, en æ fleiri hafa gert sér grein fyrir að vís- indin endurspegla umhverfi og samfélag þeirra sem stunda þau. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að gerðar voru meiri kröf- ur til kvenna sem fengu styrk en karla. Konur urðu að birta 2,5 sinn- um fleiri vísindagreinar en karlar og fá mun fleiri tilvitnanir til að fá styrk. (Konur í vísindum 2002, bls. 6) Brottfall kvenna er einnig meira eftir því sem hærra er komið innan akademíunnar. Samspil flók- inna samfélagslegra þátta virðist draga úr möguleikum kvenna til frama innan vísindanna. Vinnu- markaður er kynjaskiptur, konur skila sér verr inn í framhaldsnám, nám tryggir þeim síður en körlum öruggan starfsframa, konur sinna heimili og börnum í meiri mæli en karlar og konur og karlar sækja í ólíkar fræðigreinar sem eru metn- ar misjafnlega þegar kemur að úthlutun styrkja. Víða hafa stjórnvöld gripið til ýmissa aðgerða til að fjölga umsóknum kvenna s.s. með því að hvetja konur til að sækja um styrki, jafna kynjahlutföll innan úthlutun- arnefnda, upplýsa um mikilvægi kynjasjónarmiða við úthlutun og skipulagningu styrkja, veita meiri upplýsingar og efla rannsóknir á orsökum og afleiðingum kynja- skekkju innan vísindaumhverfisins. Aukum jöfnuð Á næstunni mun menntamálaráð- herra setja af stað tilraunaverkefni í kynjaðri hagstjórn á þessu sviði, m.a. til að greina ástæður þess að konur sækja síður í sjóðina en karl- ar. Kanna þarf betur orsakir mis- munandi þátttöku karla og kvenna í vísindarannsóknum á Íslandi svo hægt verði að grípa til markvissra aðgerða til að auka hlut kvenna á því sviði. Nauðsynlegt er að tryggja jafn- rétti á sem flestum sviðum sam- félagsins og hluti af því er að fram- lag karla og kvenna í vísindum sé sem jafnast. Kynjaskekkja við styrkveitingar? Þann 25. janúar 2011 féll furðu-dómur í Héraðsdómi Austur- lands um hvað Landsvirkjun beri að greiða fyrir Jöklu. Bagaleg er þögn- in sem ríkir um þetta mikilvæga mál. Á því eru vissulega marg- ir fletir en það er ekki eins flókið og ætla mætti að óathuguðu máli. Fyrir það fyrsta: Þetta er íslensk- ur almenningur gegn Landsvirkj- un en ekki gráðugir afdalabændur gegn almenningi (ríkinu). Lands- virkjun er ríki í ríkinu og hefur verið í einkavæðingaferli áratugum saman. Til áréttingar: Ríkið á vel á 70% vatnsréttinda sem fylgja Jöklu. Þannig að „landeigendum“, sumsé þeim sem eiga land í einkaeigu sem liggur að Jöklu, er ætlað sam- tals 400 milljónir í sinn hlut, ekki 1,6 milljarður (1,2 milljarður plús 20% skattur af rest fer beint í ríkis- sjóð). Stóri eigandi vatnsréttinda er íslenskur almenningur. Hvað þarf til að almenningur átti sig á því? Lykilspurning er þessi: Hvers virði er vatnsorkan? Hvers virði er bensínið sem knýr þetta allt áfram – frumforsenda virkjunarinnar? Um það snýst málið, þó lögmaður Lands- virkjunar hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að flækja málið og tekist bærilega upp. Miðað við dóminn, en Jökla er tæp 14 prósent allrar virkjanlegrar fallvatnsorku Íslands, er vatnsorkan öll 12 millj- arða króna virði – eða sem nemur um það bil verði rúmlega hálfrar Boeing-þotu? Um hvað eru menn eiginlega að tala þegar fjallað er um orkuauðlindir landsins og mikilvægi þeirra? Landsvirkunarmenn segja dómin hafa ótvírætt fordæmisgildi. Skilaboðin sem verið er að senda erlendum álbræðslum eru hrollvekj- andi: Þið fáið raforku fyrir nánast ekki neitt. Eftir dóminn fjallaði Viðskiptablaðið um vatnsorku lands- ins og þar er hún metin með hóflegri notkun á 200 milljarða á ári! Hagsmunum fórnað til að fela klúður Mórallinn í þjóðfélaginu er sá að nú skal passa rækilega uppá að eng- inn fái neitt fyrir eigur sínar. Svo rammt kveður að þessu að frekar vilja menn fórna gígantískum hags- munum fremur en að einhver bóndi fái hugsanlega einhverja hundrað- þúsundkalla fyrir vatnsréttindi sín. Fyrsta spurning allra sem ég reyni að ræða þetta við er: Hvað ert þú sjálfur að græða á þessu? Dettur engum í hug að Landsvirkjun hljóti að hafa gert fyrirvara á samningum sínum við Alcoa um hvernig þetta mál fari? Með öðrum orðum: Líklegt má telja að ef orkan væri metin þó ekki væri nema á 1/100 af raunveru- legu virði þá kæmi Alcoa að því að greiða þann reikning til dæmis með hækkuðu orkuverði til stóriðju. Rík- issjóður er að verða af gríðarlegum fjármunum vegna kotungsháttar. Þegar hið pantaða mat frá Lands- virkjun kom fram vildu eigendur vatnréttinda að sjálfsögðu ekki una því. Árni Mathiesen þá fjármála- ráðherra, sem handhafi vel á 70% vatnsréttinda, var auðvitað á því einnig og lýsti því yfir þá. Einhvers staðar á leiðinni snérist honum hugur og hann ákvað óvænt bak við tjöldin að taka 180 gráðu snúning í málinu og una matinu. Menn geta velt því fyrir sér hvað olli hugar- farsbreytingu Árna? Hvers vegna hann ákvað að nánast selja Friðriki Sophussyni þá forstjóra Landsvirkj- unar sjálfdæmi í málinu og styrkja þannig félaga sinn í sessi? Í leiðinni bjarga þáverandi stjórnvöldum, Geir H. Haarde og Valgerði Sverrisdótt- ur, frá því klúðri að hafa ekki gengið frá vatnréttindamálum áður en farið var í ofboði til að virkja? Dómari í þjónustu kerfisins Pantað mat? Fyrsta matið (fjölmörg önnur liggja fyrir sem kveða á um allt annað) og dómurinn eru uppá punkt og prik það sem Landsvirkj- un ætlaði sér í upphaflegri kostn- aðaráætlun að greiða fyrir vatns- réttindin: 400 milljónir. Athugist, þetta er eingreiðsla fyrir vatnrétt- indin um alla eilífð en það tekur Landsvirkjun fjóra mánuði að hafa fyrir þessari upphæð með hagnaði sínum af Kárahnjúkavirkjun einni þrátt fyrir tombóluverð til Alcoa. Módelið sem Landsvirkjun mið- aði við í kostnaðaráætlun sinni er Blönduvirkjun frá árinu 1980! (Af hverju ekki að miða við Hamarskots- lækinn í Hafnarfirði sem virkjaður var 1894 og virði vatnsorku þá?) Þetta er þrátt fyrir gerbreytt lands- lag í orkumálum á heimsvísu, og breytingar orkulaga frá árinu 2003. Af hverju stillir Halldór Björnsson héraðsdómari sér upp með þeim hætti að gera lögmönnum sækjenda að úrslitaatriði að afbyggja þetta tiltekna mat sem byggir á fullkom- lega úreltum forsendum? Að öðrum kosti standi það. Auk þess að leggja áherslu á í dómsorði að Árni Mathie- sen hafi fyrir sína parta unað mati Landsvirkjunar?! Í engu var tekið tillit til fjölda fordæma um leigu á vatnsorku í nútímanum og einfald- lega raforkuverði og orkusölu dags- ins í dag. Þórður Bogason lögfræð- ingur Landsvirkjunar gat vart leynt glotti sínu þegar dómur var kveðinn upp klukkustund áður en Hæstirétt- ur kom með álit sitt um stjórnlaga- þingskosningar. Leitt að segja en svarið gæti verið á þessa leið: Hall- dór Björnsson héraðsdómari er tagl- hnýtingur þess kerfis þaðan sem hann þiggur vald sitt, laun og öryggi. Borin von virðist fyrir einstaklinga að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum kerfisins. Þannig starfa þeir og hafa kannski alltaf gert. Hrollvekjandi skilaboð Menntamál Eygló Harðardóttir Þingmaður Framsóknarflokksins Vatnsorka Jakob Bjarnar Grétarsson á brotabrot af landi sem liggur að Jöklu Kostnaður forréttinda Í umræðunni um stjórn fisk-veiða hafa tvær ástæður fyrir óhagkvæmni forréttinda eins og núverandi gjafakvóta lítið verið ræddar. Annars vegar viðurkenna fylgismenn markaðshagkerfa að samkeppni um takmörkuð gæði sé almennt besta leiðin til að hámarka verðmæti þeirra og framþróun atvinnugreina sem þau nýta. Þ.e.a.s. að sam- keppni um kvóta hámarki verð- mæti hans og stuðli að mestri framþróun sjávarútvegs. Skipta áhrif nýliðunar þar miklu máli. Hins vegar er sá kostnaður sem fylgir því að verja forrétt- indi eins og gjafakvóta, sem ekki fellur til ef réttindin eru seld á markaði. Rökrétt er fyrir forrétt- indahópa að leggja út í kostnað við að vernda forréttindi sín og fer kostnaðurinn eftir því hversu líklegur árangur baráttunnar er. Sá kostnaður getur í vissum til- fellum orðið nánast jafn hár og tekjurnar af forréttindunum. Þannig gæti t.d. verið hag- kvæmt fyrir handhafa gjafa- kvóta að eyða næstum öllum leigutekjunum af honum til að koma í veg fyrir að landsmenn fái þær, ef hann væri þá viss um að halda honum. Eitthvað væri jú eftir fyrir hann sjálfan sem ann- ars færi til landsmanna. Fyrir sjávarútveginn í heild gæti því verið um verulegar fjárhæðir að ræða sem færu í að verja gjafa- kvótann. Sá kostnaður getur fal- ist í ýmsu, t.d. í að því að niður- greiða útgáfu dagblaðs, „leigja“ virðingu háskóla með kostun starfsmanna þar eða greiða í sjóði hliðhollra stjórnmála- flokka. Sú leið er mun áhrifa- ríkari ef þau framlög eru ekki gefin upp og hafa því ekki áhrif á fylgi hliðhollra flokka og því ekki áhrif á árangur baráttunnar fyrir forréttindunum. Aðalatriðið er að kostnaðurinn við vernd forréttindanna felur ekki í sér neina verðmætasköp- um fyrir þjóðarbúið og bætir lífskjör ekkert. Þ.e.a.s. stórum hluta af arði kvótans er hugs- anlega sóað í baráttu við lands- menn í stað þess að landsmenn nýti hann sjálfir til einhvers gagnlegs. Þeir Íslendingar sem vilja halda í núverandi gjafakvóta vilja því ekki aðeins standa vörð um það sem Sameinuðu þjóðirnar kalla mannréttinda- brot heldur líka fórna efnahags- legri hagsæld. Það þurfa þeir að rökstyðja. Sjávarútvegur Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Stórum hluta af arði kvótans er hugsanlega sóað í baráttu við landsmenn í stað þess að landsmenn nýti hann sjálfir til ein- hvers gagnlegs. Skilaboðin sem verið er að senda erlendum álbræðslum eru hrollvekjandi: Þið fáið raf- orku fyrir nánast ekki neitt. Konur eru al- mennt ólíklegri til að sækja um styrki í rannsóknasjóði, sækja um lægri upphæðir og fá lægra hlutfall af úthlut- uðum styrkjum Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 STOFUHÚSGÖGN og sjónvarpsskápar ! T il bo ð w w w .h ir zl an .is Tilboð 47.280,- Fullt verð 78.800,- aðeins í hlyn og hvítu: 32.900,- 26.700,- 39.900,- 53.500,- 39.800,- 150.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.