Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 24
24 1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Það er eðlilega mikið rætt um stjórn-lagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Það hefur flest verið reynt til þess að koma í veg fyrir að þessi tilraun tækist. Síðast var úrskurður sexmenninganna í Hæstarétti alvarleg atlaga. Sjálfstæðis- flokkurinn beitti sér gegn þessari til- raun. Hann hefur yfirleitt verið á móti endurskoðun stjórnarskárinnar. Þó er frá því ein alvarleg undantekning. Það var 1995 þegar mannréttindakafl- inn var skrifaður inn í stjórnarskrána í samkomulagi allra flokka á Alþingi. Þá hafði Geir H. Haarde forystu um málið af hálfu síns flokks. Þá hafa oft verið gerðar breytingar á kosninga- köflum stjórnarskrárinnar, 1959, 1983, 1999. Alltaf í samkomulagi. En það sam- komulag hefur ekki síst verið háð vilja Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur í raun ákveðið efnið og hraðann. Nú er hins vegar margt jákvætt að gerast einmitt af því að Sjálfstæðis- flokkurinn ræður ekki. Þetta er ekki sagt nema af því að það er staðreynd og ekki af neinni meinbægni í garð íhaldsins. Eitt af því sem er að gerast af því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd er víðtæk vinna við endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Það er fagnaðarefni. Og stjórnlagaráð er orðið til. Það er skyn- samleg lausn á flókinni stöðu. Nú bíðum við hin spennt eftir niður- stöðunni og munum samviskusamlega fylgjast með umræðum í stjórnlagaráði. Verða þær ekki örugglega í heyrenda hljóði? Verður almennilegt pláss fyrir áheyrendur því fleiri en ég munu vilja fylgjast með. Verður umræðum kanski sjónvarpað um útsendingarkerfi Alþingis? Heyrst hefur frá andstæðingum málsins að stjórnlagaráðið hafi veikt umboð. Ekki hefur verið skilgreint í hverju sú veiking er fólgin. Hvernig munu þeir sem telja sig hafa veikt umboð vinna öðru vísi en þeir sem hafa sterkt umboð? Fróðlegt verður að fylgj- ast með því. Vonandi sést enginn munur á þessu fólki; vonandi verður þjóðar- heill leiðarljósið í vinnu hvers stjórn- lagaráðskarls og hverrar stjórnlaga- ráðskonu. Hvað er veikt umboð? Stjórn- lagaráð Svavar Gestsson fyrrv. mennta- málaráðherra Bábiljur og sjálfsmyndin Þjóðmálaumræða hér á landi hefur lengi einkennst af kunnuglegum stefjum, goðsögnum eða minnum, sem eiga rætur sínar í þjóðernisvitund og sjálfsmynd þjóðarinnar. Þekkt staðreynd er að sú orðræða æsist og eflist til mikilla muna þegar meint ógn steðjar að sjálfsmyndinni sem hópar vilja viðhalda. Hver kannast ekki við vísanir í frelsisþyrsta víkinga sem flúðu til Íslands undan ofríki Noregskonungs, eða smáríkið sem lagði Bretland hvað eftir annað í þorskastríðunum? Bábiljumet Af einhverri ástæðu hefur Icesave-málið, sem snýst fyrst og fremst um krónur og aura, kallað þessa tilhneigingu fram hjá sumum, en óformlegt met var sett í þessum málum hér í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag. Þar skrifar áhyggjufullur atvinnurekandi stuttan en skorinorðan pistil um ókosti Icesave og tekst á undraverðan hátt að troða nær öllum þekktum klisjum um „sérkenni Íslendinga“ inn í nokkrar málsgreinar. Þar má finna vísun í „fornar nýlenduþjóðir“ og sigur á heimsveldi í landhelgismálum, auk þess sem Jón Sigurðsson og 200 ára afmæli hans er fléttuð inn í myndina. Væmnar goðsagnir Málflutningur af þessari sort, sér- staklega varðandi þorskastríðin, var afgreiddur snyrtilega af sagnfræðingn- um Guðna Th. Jóhannessyni í nýlegri grein hér í blaðinu. Þar segir Guðni í niðurlagi: „Saga þorskastríðanna er merk saga smáþjóðar í hörðum heimi, allt of merk til að hún sé gerð að væminni goðsögn um einhug og frumkvæði sem ekki var.“ Andstæðingar Icesave geta eflaust byggt upp málflutning sinn með því að beina athyglinni að merg málsins. Þeir ættu því ekki að þurfa að grafa upp þjóðernishyggju- lummur og dubba þær upp sem fullgild rök. thorgils@frettabladid.is 50% AFSLÁTTUR TORTILLA M/OSTI OG SKINKU, BORIÐ FRAM M/SALATI. ÁÐUR 690.- NÚ 345.- TILBOÐIÐ GILDIR DAGANNA 1. - 17. APRÍL ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 einfaldlega betri kostur T alsverð vinna hefur verið lögð í að reikna út hvað Ice- save-samningurinn muni kosta Íslendinga. Þar er engin ein tala örugg. Samninganefnd Íslands hefur nefnt 32 milljarða, sem er tala byggð á ákveðnum forsendum um meðal annars gengis- og efnahagsþróun og endurheimtur þrotabús Landsbankans. Kostnaðurinn gæti orðið lægri, jafnvel enginn, en líka talsvert hærri, eftir því hvernig mál þróast. Minna hefur verið fjallað um hvað það kosti, felli kjósendur samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni eftir rúma viku. Á margar afleiðingar þess er erfitt að leggja mat. Endi Icesave-deilan fyrir dómstólum er fræðilegur möguleiki að Ísland þurfi ekki að borga neitt í innstæðutryggingar, en það gæti líka þurft að borga miklu meira, og á mun óhagstæðari kjörum en um hefur verið samið. Þetta kostnaðarmat snýst hins vegar eingöngu um innstæðu- tryggingarnar sjálfar. Annar kostnaður er líklegur til að falla á íslenzka skattgreiðendur, falli Icesave-samningurinn. Í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær var fjallað um þá staðreynd að alþjóðleg lánshæfismatsfyrir- tæki hafa boðað endurskoðun á lánshæfiseinkunn Íslands eftir þjóðaratkvæði. Moody‘s hefur þannig sagt að líkur séu á að einkunn Íslands fari í svokallaðan ruslflokk, verði samningnum hafnað. Viðbrögðin við yfirlýsingu Moody‘s hafa meðal annars verið að rifja upp að lánshæfismatsfyrirtækin hafi gert margháttuð mis- tök í aðdraganda hinnar alþjóðlegu bankakreppu. Það er réttmæt gagnrýni, en eins og kom fram í fréttaskýringu Fréttablaðsins í gær breytir það ekki þeirri staðreynd að hinn alþjóðlegi fjármagns- markaður tekur enn mark á matsfyrirtækjunum og margir fagfjár- festar eru bundnir af reglum, sem gera þeim beinlínis ómögulegt að fjárfesta í skuldabréfum undir tiltekinni lánshæfiseinkunn. Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi sendiherra, segir í blaðinu í gær að með því að gangast við nýjum Icesave-samningi ætti tregðan til að lána hingað peninga enn að aukast, með því að þannig hafi verið aukið á skuldir ríkisins. Lánshæfismatseinkunnir byggjast hins vegar að sjálfsögðu ekki eingöngu á því hversu mikið ríki eða fyrirtæki skulda, heldur hversu líklegt er að þau standi við skuldbindingar sínar. Verði Icesave-samningurinn felldur verður það augljóslega túlkað þannig að Ísland sé ólíklegra en áður til að standa við skuldbindingar sínar. Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðiprófessor og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, reynir í grein í Fréttablaðinu í dag að leggja mat á hvað það þýddi fyrir kostnað við endurfjármögnun skulda opin- berra aðila á Íslandi, þ.e. skulda sem skattgreiðendur bera ábyrgð á, ef lánshæfismat landsins lækkaði niður í ruslflokk. Niðurstaða hans er að falli Icesave-samningurinn, myndi það þýða 27-43 millj- örðum króna hærri fjármögnunarkostnað á ári fyrir skattgreið- endur, eða 135 til 216 milljarða á fimm árum. Þá tölu ber Tryggvi við hugsanlegan 47 milljarða kostnað við Icesave-samninginn (sem er svartsýnna mat en hjá samninganefnd Íslands). Kjósendur sem eru að gera upp hug sinn ættu að hafa hugfast að þetta eru 135 til 216 milljarðar, sem líklegt er að leggist á skatt- greiðendur til viðbótar við þann kostnað, sem kann að hljótast af töpuðu dómsmáli um Icesave-skuldbindingarnar. Viljum við taka þá áhættu líka? Ekki er hægt að horfa framhjá viðhorfum láns- hæfismatsfyrirtækjanna til Icesave. Hvað kostar nei? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.