Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.04.2011, Blaðsíða 54
1. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Þegar enginn góðu r kostur er í stöðunn i, velur maður þann skásta. Hvað sem v ið gerum, verðum við fyrir tjóni. Að mínu mati er áhættan sem fylgir því að samþy kkja samninginn miklum mun minni en að ge ra það ekki. Gunnar Svavarsson , viðskiptafræðingur „ “ Já er leiðin áfram! Áfram-hópurinn eru þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem telur að best sé fyrir okkur að ljúka Icesave málinu með samþykkt fyrir- liggjandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Starf hópsins byggir á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja og sjálfboðavinnu fjölda fólks. www.afram.is menning@frettabladid.is Í kvöld verða tvö ný íslensk dansverk frumsýnd í Tjarn- arbíói. Dansflokkurinn Darí Darí Dance Company frum- sýnir verkið „Gibbla“ og danstvíeykið Steinunn og Brian sýna verkið „Stein- unn and Brian DO; How to be Original“. „Ég veit ekki hvað ég á að segja mikið um verkið okkar, við viljum eiginlega koma á óvart,“ segir Stein- unn Ketilsdóttir danshöfundur og annar höfundur verksins „Steinunn and Brian DO; How to be Original“ sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld. „En eins og nafn verksins gefur til kynna þá erum við að velta fyrir okkur frumleika. Og eins og í fyrri verkum okkur þá erum við að vinna með dans og texta saman,“ bætir Steinunn við. Íslenskir dans- áhorfendur fengu nýverið að njóta verksins Heilabrot eftir Steinunni og Brian í flutningi Íslenska dans- flokknum á sýningu þeirra Sinnum þrír en nýja verkið þeirra er hið fimmta sem þau semja saman. „Við Brian kynntumst í námi í New York árið 2005 og dönsuðum saman þá. Tveimur árum síðar unnum við svo okkar fyrsta dúett saman. Hann fékk góð viðbrögð og við höfum unnið saman að nokkrum verkum síðan,“ segir Steinunn. Verk Brians og Steinunnar hafa unnið til fjölda verðlauna og verið sýnd víða. Á þessu ári stendur til hjá þeim að sýna verk sín í Eist- landi, á Ítalíu og í Svíþjóð. Auk Steinunnar og Brians verð- ur dansflokkurinn Darí Darí Dance Company á sviðinu í Tjarnarbíói í kvöld en hann mun sýna verkið „Gibbla“. Dansflokkurinn er skip- aður þremur dönsurum, Guðrúnu Óskarsdóttur, Ingu Maren Rún- arsdóttur og Kötlu Þórarinsdótt- ur en verkið Gibbla er hið fjórða sem flokkurinn setur upp. Það er „afrakstur samstarfs sjö lista- manna úr mismunandi greinum þar sem dans, tónlist og kvikmyndagerð fléttast saman og mynda eina sam- ræmda heild“ eins og segir í frétta- tilkynningu. Fyrri verk flokks- ins hafa verið sýnd á erlendum danshátíðum. Sýningin hefst klukkan átta með verkinu Gibbla og eftir stutt hlé taka Steinunn og Brian við klukk- an níu. Alls verða fjórar sýningar á dansverkunum, í kvöld, sunnudag- inn 3. apríl, miðvikdaginn 6. apríl og sunnudaginn 10. apríl. sigridur@frettabladid.is VILJUM KOMA Á ÓVART Bækur ★★★ Brothætt Jodi Picault. Þýðing: Ásdís Guðnadóttir JPV-útgáfa Óréttmæt fæðing er óhugnanlegt lögfræðilegt hugtak, sem hljómar enn verr á amerískunni þar sem talað er um „wrongful birth“, og felur í sér að foreldrar fatlaðra barna sækja lækna sína til saka fyrir að hafa ekki veitt nægar upplýsingar um ástand fósturs til þess að for- eldrarnir ættu það val að eyða því og losna þar með við þá andlegu og fjárhagslegu erfiðleika sem uppeldi slíkra barna útheimtir. Brothætt eftir Jodi Picoult fjallar um slíkan málarekstur, en hún hefur gert það að sérgrein sinni að velta upp siðfræðilegum og lög- fræðilegum álitamálum í skáldsögum sínum eins og lesendur sögunn- ar Á ég að gæta systur minnar? þekkja. Í Brothætt lýsir hún mála- rekstri foreldra stúlku með beinstökkva gegn fæðingarlækninum, sem til að gera málið enn flóknara og tilfinningaþrungnara er jafnframt besta vinkona móðurinnar. Sagan er til skiptis sögð út frá sjónarhorni móðurinnar, föðurins, eldri systurinnar, fæðingarlæknisins og lögfræðingsins sem rekur málið fyrir foreldrana. Eins og gefur að skilja eru miklar og sveiflu- kenndar tilfinningar í spilinu og Picoult tekst frábærlega vel að setja á svið þann tilfinningarússibana sem allir hlutaðeigandi lenda í. Til- finningaklámið gengur reyndar úr hófi fram á köflum, einkum í síðari hluta sögunnar, og hefði að ósekju mátt slá léttar á þá strengi. Engu að síður er hér á ferðinni áhrifamikil og krefjandi saga um efni sem lesandinn kemst ekki hjá að taka afstöðu til. Hver hefur rétt til þess að ákveða hver má fæðast og hver ekki? Er réttlætanlegt að leggja fjölskyldur í rúst fyrir hagsmuni veikasta fjölskyldumeðlimsins? Hvar drögum við mörkin ef það er sjálfsagt og eðlilegt að koma í veg fyrir fæðingu barna sem ekki eru eins og með- altalið? Spurningarnar hrannast upp við lesturinn en höfundur gefur engin svör heldur lætur lesandanum það eftir að taka eigin afstöðu. Jodi Picoult kann þá list að segja sögu, byggja upp hægt og hægt, gefa hæfilega mikið í skyn og halda lesandanum við efnið. Persónur hennar eru af holdi og blóði og auðvelt að finna samsvaranir við þær í raunveruleikanum, sem auðvitað togar lesandann enn lengra inn í sögu þeirra. Kaflarnir um réttarhöldin verða þó ansi langdregnir og töluverð þétting hefði verið til bóta. Sömuleiðis eru eilífar kökuupp- skriftir, sem notaðar eru sem allegoría um lífið, hvimleiðar og bæta engu við söguna. Þýðing Ásdísar Guðnadóttur rennur ágætlega, þótt ekki sé tilþrifum fyrir að fara í máli og stíl. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Áhrifamikil og krefjandi skáldsaga um efni sem lesandinn kemst ekki hjá að taka afstöðu til. ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR LHÍ Útskriftarviðburður tónlistardeildar Listaháskólans hefst á laugardaginn. Þá halda þau Þórunn Gréta Sigurðar- dóttir, sem útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum, og Ingólfur Magnússon, sem útskrifast með BA-gráðu í kvikmyndatónlist, tónleika í Neskirkju. www .ring. is / m .ring. is ferðalög gi fjölskyldunnar, velgengni og vernd eldum. Ólýsanlega fagurt er á kvöld amakura þegar kertaljós lý in, en hvarvetna ræð snjóhúsaslóðu ð gefa JANÚAR 2011 FRAMHALD Á SÍÐU 4 INÚÍTALÍF Góður markaður Íslendingar geta nú nýtt sumarfríið til að leigja út íbúðir sínar í gegnum fyrirtækið Iceland Summer. SÍÐA 2 Skemmtileg lífs- reynsla Lilja Björk Jónasdóttir starfaði rbúðir nda-ðasta tlar SÍÐA 6 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] nánd við náttúruna. Vinsæl- gðir eru í Lapplandi, Sviss, pan, þar sem hin ægifagra er haldin í febrúar ár hvert éraði í norðaustur Japan. í Yokote og ekki óalgengt entimetra snjór yfir nótt. llast kamakura og inni í til tilbeiðslu vatnsguðs ur fyrir góðri upp öryggegn in á Ksnjóhúsríkjum á elskenda alilluðumum við sumabarna í Baríkjunum sí sumar og æ aftur í vor. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 11. mars 2011 Helicopter vekur athygli Á rúmstokknumTískan á pöllunumÁrshátíðarförðunin Fríða María Harðardóttirer sannur eyjarskeggi Kr. TILBOÐ 117.950 FRÁBÆRT FARTÖLVUTILBOÐ 15.6” Skand ínavís Mikil hönnu narsýn ing er haldin í Stok k- hólmi í febrú ar. Þar eru he lstu ný jungar hönnu narhei msins kynnt ar. Sýn ingin þ ykir gefa g óða m ynd af þeim straum um se m einken na ska ndinav íska hö nnun o g þang að flykkis t fólk f rá öllu m heim shornu m. Sýning arsvæ ð en ein nig er borgin a. Í ár oft áð ur en framl eiðs umhve rfis sín í b land EVERYTH ING MAT TERS. heimi li& hönnu n febrúar 2011 FRAM HALD Á SÍÐ U 4 Klassís k hönnu n í nýju lj ósi Ungir hönnu ðir létu ljó s sitt s kína í Stokkh ólmi. Þ eirra á með al var Jaeuk Jung. SÍÐA 6 Mikill græjuk arl SÍÐA 2 -sa upp ur rómantík m og vinsælt meðal st hvort öðru undir bleik- örnuhimni og glitrandi frostrós- -þlg -skeru, stj. son út varp menning[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] mars 2011 l FRAMHALD Á SÍÐU 6 DRÖGUM VARLA FLEIRI DÆMI Á djúpum miðum SÍÐA 2 Útsprungnar rósir SÍÐA 2 Kjartan Guðmundsson dustar rykið af fyrstu plötu The Pogues. matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]mars 2011 Dekrað við bragðlaukana Albert Eiríksson færir ljúffenga döðluköku í nútímalegra og heilsusamlegra horf. SÍÐA 2 Hreinn unaður Kristín Eik Gústafsdóttir býr til fádæma flotta tertu sem allir geta spreytt sig á.SÍÐA 4 Með sunnudagskaffinuKökur, huggulegheit og samvera. DÆMI Ívar Örn Hansen S: 5125429 , gsm 6154349 ivarorn@365.is Sigríður Dagný S: 5125462, gsm 8233344 sigridurdagny@365.is Sigríður Hallgríms S: 5125432, gsm 6924700 sigridurh@365.is AUGLÝSING Í SÉRBLÖÐUM SKILAR ÁRANGRI! k h ið er s tórt og yfirg u sýn ingar víðs var vi ður al ls ráð da gru nnefn i í sk lu. N áttúru lega vænar framl eiðs við sk æra og s Ásgeir Kolbe ins við sig í umæn . fjölskyldan[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] Þ órður Hermannsson sækir Hitt húsið með dóttur sína Karitas Lóu 6 mánaða. Þórður er 23 ára nýútskrifaður tónsmiður frá LHÍ. „Karitas Lóa er mitt fyrsta barn en kærastan mín átti tvö börn fyrir svo við erum með þrjú börn heima. Ég er í fæðingarorlofi núna og finnst mjög gott að geta hitt aðra foreldra og þá hittir hún líka aðra krakka.“ Þórður segir þá fræðslu sem boðið er upp á koma sér vel fyrir unga nýbak- aða foreldra en annanhvern miðvikudag eru faglegir fyrirlestrar eða kynning- ar. Hann segir félagsskapinn ekki síður mikilvægan. „Það er gott að hafa stuðning af fleiri ungum foreldrum en það eru ekki marg- ir vinir mínir komnir með börn. Hópur- inn sem hittist er á aldrinum 18 til 25 ára. Við erum öll með okkar fyrsta barn og að ganga í gegnum svipaða hluti. Það er alltaf febrúar 2011 Í hundunum Theodóra Róbertsdóttir sýnir á stærstu hundasýningu heims í næsta mánuði. SÍÐA 2 FRAMHALD Á SÍÐU 4 Ungir kenna fullorðnum Nemendur úr sjöunda bekk Grandaskóla kenna fullorðnum á tölvur. SÍÐA 6 Alla miðvikudaga milli klukkan 14 og 16 geta ungir foreldrar mætt með börnin sín í Hitt húsið, rætt málin og fengið faglega ráðgjöf varðandi umönnun ungbarna. Starfið ber yfirskriftina Ungt fólk með ungana sína. Gott að hitta aðra unga foreldra FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR okkar.is ze b ra Sérblöð Fréttablaðsins eru fjölbreytt og höfða til fólks á öllum aldri. Fjöldi mismunandi sérblaða kemur út í hverjum mánuði. Leitaðu ráða hjá ráðgjöfum ar um hvar auglýsingin þín nær bestokk til markhópsins. AUGLÝSINGAR Í SÉRBLÖÐUM DANSTVÍEYKI Brian og Steinunn Ketilsdóttir frumsýna nýtt dansverk í Tjarnarbíói í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.